Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 30. október 2004 43 Bland í poka á Sinfóníutónleikum Glæsileg íslensk söngkona Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir, mezzosópran, söng á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói s.l. fimmtudags- kvöld. Efnisskrá tónleikanna var úr ýmsum áttum. Fyrir hlé var leikin tónlist eftir W.A.Mozart; forleikur úr óperunni Mildi Títós og arían „Parto, parto“, úr sömu óperu. Síðan kom Divertimento í F dúr KV 138 fyrir strengi og konsertarían „Ch´io mi scordi di te ?“. „Mildi Titós“ er ópera, sem Mozart samdi á fjórum vikum í tilefni af krýn- ingu kóngs nokkurs. Hún hefur jafnan fallið í skuggann af öðrum óperum hans, þó hún hafi inni að halda snilld- artónlist eins og heyra mátti þarna. Ar- ían, sem flutt var, hefur viðamikið einleikshlutverk fyrir klarinett, sem Sigurður I. Snorrason lék mjög fallega. Divertimentóið í F dúr er merkilegt verk, sem gaman var að heyra. Það var samið sem strengjakvartett, en er í rauninn hvorki divertimento né kvart- ett, heldur hljómar það eins og lítil sinfónía í þremur þáttum fyrir strengjasveit, með efnisríkum fyrsta þætti og hrífandi hægum kafla í miðj- unni. Konsertarían K 505 er einnig gullfallegt verk. Hún er ástardúett fyrir kvenrödd og píanó, sem Mozart samdi „Für Mselle Storace und mich“ og vísar þar til söngkonunnar Önnu Storace, sem hann var ástfanginn af. Þarna brá hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil sér í hlutverk einleikspíanistans og skilaði því með mikilli prýði. Haft er eftir Beethoven að Rossini hefði getað orðið mikið tónskáld hefði hann verið flengdur meira í æsku. Þau orð komu í hugann undir flutningi á Forleik Rossinis við óperuna Sem- iramide. Þessi tónlist er í raun afar ein- föld að gerð en hugkvæmni tón- skáldsins í að ná miklum áhrifum úr litlu er aðdáunarverð. Arían „Una voce poco fa“ úr Rakaranum í Sevilla er einnig afar vel samin. Gæti næstum verið Mozart. Cancion espanola, óperettuarían eftir Pablo Luna er létt og áheyrilegt verk, sem kom næst á undan tóna- ljóði Frans Liszts „Les préludes“. Ekki þarf að spyrja að fagmennskunni hjá Liszt og hann kann alla réttu frasana, eins og stundum er sagt um stjórn- málamenn. Miklu frekar verður spurt um innihaldið. Að sumu leyti má segja að Liszt sé hin fullkomna and- stæða Rossinis, þar sem hinn fyrr- nefndi nær litlu út úr miklu en sá síð- arnefndi miklu út úr litlu. Guðrún Jóhanna var stjarna kvölds- ins. Hún hefur mjög fallega rödd sem hún hefur náð góðu valdi á og allar tæknilegar þrautir, sem voru margar og sumar illvígar, leysti hún án þess að sýnast hafa mikið fyrir því. Mestu skiptir að túlkun hennar var listræn og mjög músíkölsk. Henni var vel fagnað á tónleikunum. Hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil sýndi að hann hefur góð tök á öllum þeim stíltegundum sem höfð voru frammi á þessum tónleikunum. Best hljómaði hljómsveitin í tónaljóði Liszts og varð þar að fáu fundið. ■ TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Sinfóníuhljómsveit Íslands Í Háskólabíói Stjórnandi: Gerrit Schuil Söngkona: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Höfundur Héra á Íslandi Hin merka leikhús- og kvik- myndagerðarkona, Coline Serr- eau, höfundur Héra Hérasonar er stödd á Íslandi og verður viðstödd uppfærslu Borgarleikhússins á Héranum í kvöld. Að sýningu lok- inni mun hún taka þátt í umræð- um í forsal leikhússins um verkið, uppfærsluna og fleira og eru allir leikhúsgestir hjartanlega velkomnir að dvelja við þær. Fyrr um daginn standa Femínistafélagið og kvennahreyf- ingar innan leikhússins og kvik- myndageirans fyrir umræðufundi við Coline Serreau í forsal leik- hússins. Fundurinn hefst klukkan 16. Fundarstjóri verður Sólborg Ingadóttir frá Femínistafélaginu. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri kynnir Coline Serreau í nokkrum orðum og síðan verður boðið upp á umræður. Allir velkomnir. Coline Serreau er fædd í Frakklandi árið 1947. Árið 1971 gerði hún sína fyrstu kvikmynd og sló strax þann femíniska bar- áttutón sem átti eftir að verða hennar. Kvikmyndir hennar eru nú orðnar ellefu talsins og sú tólfta er á leiðinni. Sú frægasta er vafalaust Trois Hommes et un couffin frá 1984 sem Hollywood tók upp á sína arma og endurgerði undir titlinum Three men and a baby. Sú mynd vakti svo mikla lukku að Serreau skrifaði fyrir þá handritið að framhaldinu; Three men and a little lady. Meðal ann- arra mynda má nefna Romuald et Juliette, La Crise og Chaos, sem hún gerði í Frakklandi árið 2001 og endurgerði í Ameríku nú í ár, að þessu sinni sjálf, með Meryl Streep í aðalhlutverki. Coline Serreau hefur þó aldrei sagt skilið við leikhúsið; hún hefur skrifað leikritin Le Dragon, Héri Hérason, Le Théâtre de verdure, Moi un homme ancien marin, Quisaitout et Grobêta. Coline Serreau var í sumar sæmd riddaraorðu frönsku heiðursfylk- ingarinnar fyrir störf hennar í þágu listar. Hún hefur leikið í flestum verkum sínum sjálf og leikstjórinn Benno Besson hefur sett þau upp. Við frumuppfærsl- una á Héra fór höfundurinn með hlutverk mömmunnar. ■ STJARNA KVÖLDSINS NÝJAR BÆKUR Hjá Sölku er komin út skáldsaganBulgarisambandið eftir Fay Weldon í þýðingu Þórunnar Hjartar- dóttur. Bulgarisambandið er jafn ekta og skartgripirnir frá ítalska hönn- uðinum Bulgari, en það var einmitt hann sem bað Weldon um að skrifa bók þar sem nafnið Bulgari kæmi fyrir. Þetta er hárbeitt og fyndin saga um ástir og örlög, mútur og mafíu, nunnur og drauga. Konur og karlar takast á, atburðarásin er ófyrirsjáanleg og loks stendur ekki steinn yfir steini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.