Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 500 milljónir. Hrafnhildi Hagalín. Í París. 50 30. október 2004 LAUGARDAGUR B arnagæslur hafa veriðstarfræktar út um allanbæ þar sem verkfallsbörn hafa fengið útrás fyrir uppsafn- aða orku. Síðasti dagur gæslunnar var í gær og eru blendnar tilfinn- ingar hjá starfsfólki og börnum yfir viðskilnaðinum. Margir krakkarnir eru eflaust sáttir við að fara aftur í skólann en aðrir fíluðu fjörið í gæslunni vel. Ýmis- legt hefur gengið á og fréttir af lúsafaraldri í gæslunum hafa gengið manna á milli. Á flestum stöðum hefur hins vegar allt gengið vel. Ásgerður Guðmunds- dóttir, umsjónarmaður barna- gæslu íþróttafélagsins Þróttar, segir gæsluna hafa gengið ljóm- andi vel. Þar hafa verið um 70 börn í gæslu daglega og eru gæslumenn fimmtán talsins, bæði unglingar og fullorðnir. „Við erum búin að vera með mikla dagskrá í gangi og höfum brallað ýmislegt. Stundum erum við bara niðri í íþróttasal að perla, leira og þess háttar. Einnig höfum við haft bíódaga, bingódaga, karókí, náttfatapartí, smíðaverk- stæði og hárgreiðslustofu auk þess sem Rauði krossinn hefur verið með forvarnarstarf. Börnin eru mörg hver mjög hæfileikarík og skelltu upp frumsömdu leikriti í fyrradag eins og ekkert væri. Það hefur því nóg verið í gangi hérna hjá okkur og sumir krakk- arnir vilja ekkert fara í skólann,“ segir Ásgerður sem mun snúa til fyrri starfa sinna sem sjúkra- þjálfi þegar verkfallinu lýkur. Í gæslunni hjá Íslenskri erfða- greiningu hafa börnin verið frá 10 upp í 45 talsins. „Við höfum spilað þetta mikið eftir eyranu og veðr- inu og verið með einstaka daga planaða fyrirfram. Gæslan byrj- aði hins vegar ekki nógu vel því strax fyrsta daginn varð það óhapp að einn drengurinn braut tönn. Okkur brá alveg hrikalega því þetta var fullorðinstönn sem hann braut. Það kom þó fljótlega í ljós að þetta var gamalt brot sem brotnar reglulega og þarf þá bara að líma aftur. Fyrir utan þetta at- vik fyrsta daginn hefur allt geng- ið eins og í sögu og krakkarnir ná ágætlega saman,“ segir Stefán Árnason hjá Íslenskri erfðagrein- ingu. Ragnheiður Ólafsdóttir vinnur á skrifstofunni hjá Flugleiðum og sá auk þess um barnagæsluna. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur en börnin eru mörg orð- in leið á þessum þvælingi og verða fegin að komast í skólann. Hér hafa verið um 15 til 28 börn og fara út á hverjum degi, lita, mála og horfa á vídeó. Líklega verður frekar tómlegt hérna hjá okkur þegar verkfallinu lýkur,“ segir Ragnheiður. hilda@frettabladid.is Það er bara til EINN svona í heiminum Upplýsingar gefur: Maggnús Víkingur í síma 89 365 99 Þess vegna bara EINN slíkur til sölu og sýnis yfir helgina í Smiðsbúð 10, Garðabæ (Gluggar og Garðhús) Handverksmarkaður Garðatorgi í Garðabæ Alla laugardaga til jóla Mistök áttu sér stað í merkja- framleiðslu á vegvísi sem stað- settur er við Kaldárselsveg í Hafnarfirði með þeim afleiðing- um að höfuðborgin er nú kölluð „Reykjsvík“. Stafsetningarvilluna má finna þegar ekið er vestur Kaldárselsveg. Að sögn Einars Pálssonar, deildastjóra hjá Vegagerðinni, hefur líklega einhver slegið inn vitlausan staf þegar verið var að gera merkið en þau eru skorin út í tölvustýrðum skurðarvélum. „Það er aldrei of oft prófarkalesið,“ segir Einar sem gat þó ekki gefið upplýsingar um hve kostnaðurinn við að lagfæra stafsetningarvill- una væri mikill. „Kostnaðurinn hefur þó lækkað á síðustu misser- um því tækninni hefur fleytt fram.“ Skiltið er ný komið upp við Kaldárselsveg en þar eru ný risin mislæg gatnamót. ■ „Reykjsvík“ - tólf kílómetrar REYKJSVÍK Skiltið má finna þegar ekið er vestur Kaldárselsveg. ÞRÓTTUR Starfsmenn íþróttafélagsins Þróttar hafa haft ofan af fyrir um 70 börnum daglega með ýmsum aðferðum. Þessi föngulegi hópur mun mæta í skólann nú á mánudag. VERKFALL: BÖRNIN HALDA NÚ AFTUR Í SKÓLANN OG SKILJA EFTIR SIG TÓMLEGA GÆSLUSTAÐI Krakkarnir kveðja gæsluna 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fær Batman sem tók á móti unnustu sinni í Leifsstöð í gær. Að sögn kunnugra hefur Batman gaman að því að koma unnustu sinni á óvart með ýmsum uppá- tækjum. Batman heitir réttu nafni Steinar Lár Steinarsson og unnusta hans Hera Grímsdóttir. HRÓSIÐ Björk Jakobsdóttir: Rómant í k . . .m ig rámar enn í hug- takið þrátt fyrir þrettán ára bú- skap. Veitingastað- ir og blómabúðir hafa reynt að eigna sér hugtakið með tilheyrandi kostnaði og tilgerð, fansí dinner og flottri dragt sem verður alltof þröng strax eftir mat þannig að mann langar helst heim í sloppinn. Svo þarf að halda uppi menningarlegum samræðum við eiginmanninn sem maður er löngu búinn að segja allt sem maður man og endar svo í vandræða- legri þögn með þeim sem þú þekkir best af því að þetta er allt svo óeðlilega hárómantískt. Hversdags rómantík er hins vegar þessi móment þegar maður hugsar.....nú man ég hvers- vegna ég giftist honum og smellir á hann kossi. Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir: Ekki spyrja mig! Ég las einu sinni bók þar sem rómantík flæddi um allt. Reyndi í nokkur ár að upplifa eitthvað samskonar en hef aldrei komist í það. Er rómantík ekki bara skáldskapur? Unnur Ösp Stefánsdóttir: Rómantík er að horfa í aug- un á einhverj- um og fá sting í hjartað... und- ir hvaða kring- umstæðum sem er. Edda Björgvinsdóttir: Rómantík .... róman- tík er .... rómantík er sem sagt... Mig minnir að rómantík sé eitt- hvað tengd blómum .. eða.. er það ekki?? Æ shit égmanðakki!!! Guðrún Ásmundsdóttir: Rómantík er blóð- rautt sólarlag og fall- egur ÞÖGULL karl- maður í fjöruborð- inu..mmmmm! | 5STELPUR SPURÐAR | Hvað er rómantík? Lárétt: 1 lifa, 5 vörumerki, 6 titill, 7 kyrrð, 8 mannvirki, 9 karlmannsnafn (þf.), 10 keyri, 12 þjálfa, 13 biblíunafn, 15 tónn, 16 fótamennt, 18 sálfræðingur. Lóðrétt: 1 erfiði, 2 ókyrrð, 3 sólguð, 4 tryggi, 6 tala óskýrt, 8 andvara, 11 félag, 14 svar, 17 leit. LAUSN. Lárétt: 1tóra,5ora,6dr, 7ró,8brú,9 ólaf, 10ek,12æfa,13lea,15as,16 dans,18sáli. Lóðrétt: 1torveldi,2óró,3ra,4trúfasti, 6drafa,8blæ,11kea,14ans,17sá. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.