Fréttablaðið - 31.10.2004, Qupperneq 20
Þegar þú ert að sækja um vinnu þá er mikilvægt
fyrir þig að kíkja á tölvupóstinn þinn á hverjum degi.
Margir vinnuveitendur nota þann miðil og þú þarft
að kíkja oft á póstinn til að geta svarað sem fyrst.
„Við þurfum að fá ábendingar um
fyrirtæki sem sýna góðan skiln-
ing á þörfum og aðstæðum starfs-
manna sinna í einkalífinu,“ segir
Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráð-
gjafi Reykjavíkur sem ásamt
fleirum undirbýr ráðstefnuna
Heima og heiman: Samræming
vinnu og einkalífs í fjölmenning-
arsamfélagi, sem haldin verður á
Nordica hóteli 17. nóvember. Þar
verður veitt viðurkenningin Lóð
á vogarskálina og fellur hún
tveimur fyrirtækjum í skaut sem
skara framúr í að hjálpa starfs-
fólki sínu að samræma starf og
einkalíf, annars vegar opinberri
stofnun og hinsvegar einkareknu
fyrirtæki. Leitað er eftir þátttöku
almennings í að velja þau fyrir-
tæki og rökstuddar ábendingar
þurfa að hafa borist inn á vefinn
hgj.is fyrir 5. nóvember.
„Við vonumst til að safna
þarna inn mörgum sögum og lýs-
ingum á fyrirtækjum sem eru að
standa sig vel að þessu leyti. Svo
mun vinnuhópur fara í gegnum
þær ábendingar og velja,“ segir
Hildur.
Það eru „Hollvinir hins gullna
jafnvægis“, samtök 17 aðila sem
standa að ráðstefnunni og verð-
launaveitingunni. Þeir halda úti
vefsvæðinu hgj.is og þetta verð-
ur í annað sinn sem þeir veita
svona viðurkenningu fyrir fram-
lag sem stuðlar að samræmingu
vinnu og einkalífs í orði og verki.
gun@frettabladid.is
Atvinnuástandið:
Eftirspurn eykst
eftir afgreiðslufólki
„Eftirspurn eftir fólki í af-
greiðslustörf og þjónustu á höfuð-
borgarsvæðinu er verulega að
aukast,“ segir Kolbeinn Pálsson
hjá atvinnumiðluninni job.is og
sem vinnustaði tekur hann sem
dæmi verslanir, veitingahús og
pöbba. „Þarna er ekki lengur listi
af fólki sem er að leita starfa eins
og á sama tíma í fyrra. Þar er orð-
in veruleg breyting á,“ segir hann
og heldur áfram. „Nú eru fyrir-
tæki að auglýsa eftir starfsfólki
sem ekki hafa auglýst undanfarin
ár vegna þess að þá var nægilegt
framboð af vinnuafli.“ Kolbeinn
telur atvinnuleysis á höfuðborg-
arsvæðinu gæta einkum hjá þeim
sem fari ekki í þessi afgreiðslu-og
þjónustustörf, vegna þess hve
launin þar séu lág.
Auk þessa bendir Kolbeinn á
að mikið sé um að verslanir
bæti við mannskap fyrir jólin.
Margir skólanemendur ráði sig
í búðirnar í jólafríunum en jóla-
ösin sé hinsvegar alltaf að fær-
ast fram en frí skólafólks að
styttast. Því þurfi verslunareig-
endur að sækja sér vinnuafl í
auknum mæli út á hinn al-
menna markað. Hinsvegar sé
lítið um fastráðningar í jóla-
mánuðinum. „Fyrirtæki bíða
oft framyfir áramót með að
ráða starfsfólk til lengri tíma
þar til nýjar fjárhagsáætlanir
koma og svo framvegis,“ segir
Kolbeinn og bætir við að lokum
– bjartsýnn. „Þá fer allt á fulla
ferð að nýju.“
gun@frettabladid.is
Rán Viðarsdóttir hársnyrtifræð-
ingur, sem er ekki nema 21 árs,
festi nýverið kaup á hársnyrti-
stofunni Feimu í Ásholti 2, en hún
útskrifaðist sem hársnyrtir um
síðustu jól, dúxaði í sinni deild og
varð semídúx yfir skólann.
„Ég lærði í Feimu og ákvað að
slá til og kaupa þegar stofan var
til sölu. Það var reyndar áður en
ég útskrifaðist,“ segir Rán. „Það
var annaðhvort að hrökkva eða
stökkva og mér fannst best að slá
til meðan ég hefði nóga orku og
gaman af þessu.“
Hún segir marga fastakúnna
hafa fylgt sér en að kaupa stofu
sem nemi hafi bæði kosti og galla,
„Fyrir sumum verð ég alltaf bara
neminn,“ segir hún og hlær. „Það
breytist þó vonandi smátt og
smátt.“
Rán segir að þetta sé hörku-
vinna frá morgni til kvölds en hún
hefur hingað til verið ein á stof-
unni. „Það stendur nú til bóta og
ég er að fá manneskju í fullt starf.
Maður þarf að vera vakinn og sof-
inn yfir þessu, fylgjast vel með
öllum nýjungum og sækja nám-
skeið. Og ekki síst að vera skap-
andi sjálfur. Ég hef fengið
Magneu Elínardóttur snyrtifræð-
ing til liðs við mig og nú ætlum
við að halda námskeið í förðun og
snyrtingu,“ segir Rán. „Við höld-
um þessi námskeið hér á Feimu,
en förum líka í fyrirtæki og hitt-
um hópa úti í bæ ef fólk vill. Nám-
skeiðin snúast um að kenna kon-
um að hugsa um húðina og mála
sig, hvort sem er dagsdaglega eða
fyrir samkvæmið og sömuleiðis
að hugsa um hárið á sér þannig að
þær séu alltaf eins og nýkomnar
úr hársnyrtingu,“ segir hún og
hlær. „Námskeiðið fer þannig
fram að Magnea málar mig og ég
greiði henni og svo gera konurnar
þetta sjálfar með okkar aðstoð.
Það er mjög mikilvægt að kennsl-
an sé ekki bara sýnikennsla og
fyrirlestur heldur að þær spreyti
sig og fari heim með kunnáttuna í
farteskinu.“ Upplýsingar um
námskeiðin er hægt að fá í Feimu.
edda@frettabladid.is
Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur.
Viðurkenningin Lóð á vogarskálina
eftir Sigurð Steinþórsson, gullsmíða-
meistara.
Hollvinir hins gullna jafnvægis:
Veita Lóð á vogarskálina
Kolbeinn segir atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu einkum til komið af því að
fólk vilji ekki fara í láglaunastörfin.
Þegar nær líður jólum eykst annríkið í búðunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Rán dúxaði í hár-
snyrtináminu og
keypti sér hár-
greiðslustofu. Hún
og Magnea Elínar-
dóttir bjóða nú
upp á skemmtileg
námskeið fyrir
konur á öllum
aldri í förðun og
hársnyrtingu.
Ungt fólk í atvinnurekstri:
Keypti hársnyrtistofu
fyrir útskrift
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M