Fréttablaðið - 31.10.2004, Side 44
24 31. október 2004 SUNNUDAGUR
KÖRFUBOLTI Páll Axel Vilbergsson,
fyrirliði Grindavíkur og körfu-
boltamaður ársins á síðasta tíma-
bili, dregur svo sannarlega vagn-
inn hjá Grindavíkurliðinu sem
hefur nú tapað þremur leikjum í
röð.
Þetta sást vel í leiknum við
Fjölni í Grafarvogi í fyrrakvöld.
Páll Axel skoraði 27 stig og tók 12
fráköst á þeim 37 mínútum sem
hann spilaði. En þær 3 mínútur og
11 sekúndur sem Páll Axel sat á
bekknum í lok fyrri hálfleiks voru
liðinu heldur betur afdrifaríkar.
Leikur liðsins hrundi
Páll Axel settist á bekkinn í
stöðunni 37-36 fyrir Fjölni og ekki
minni maður en Darrel Lewis kom
inná í hans stað. En viti menn leik-
ur Grindavíkurliðsins hrundi
bæði varnar og sóknarlega og
þessar 3 mínútur unnu nýliðarnir
úr Grafarvogi með heilum 18 stig-
um, 20-2.
Það var ekki nóg með að liðið
skoraði aðeins eina körfu á þrem-
ur mínútum þá enduðu Fjölnis-
menn á því að skora sjö síðustu
körfur hálfleiksins þar af fjórar
þeirra fyrir utan þriggja stiga
línuna.
Fjölnismenn voru því komnir
19 stigum yfir í hálfleik og þeir
lifðu á þeim mun út leikinn.
Grindavíkurliðið vann þær 36
mínútur og 49 sekúndur sem Páll
Axel spilaði, 81-72, en tapaði engu
að síður leiknum með níu stiga
mun.
Þetta er lengsta taphrina
Grindavíkur í úrvalsdeildinni í
þrjú ár og í raun hafði liðið aðeins
tapað 9 af 44 leikjum sínum und-
anfarin tvö tímabil.
ooj@frettabladid.is
PÁLL AXEL STÓÐ SÍNA PLIKT Páll Axel Vilbergsson skoraði 27 stig og tók 12 fráköst
gegn Fjölni en það dugði ekki til.
Hvíldin hans Páls
afdrifarík fyrir Grindavík
Eftir góða byrjun í Intersportdeildinni hefur allt gengið á afturfótunum
hjá Grindavík í síðustu leikjum. Þeir mega illa vera án Páls Axels.
Heilagar hempur
Sjónvarpsáhorfendur sem fylgdust með
viðureign Athletic Bilbao og Barcelona í
gær hafa kannski veitt því eftirtekt að
hvorugt þessara liða leikur með auglýsing-
ar á búnngum sínum. Hafa reyndar aldrei
nokkurn tímann gert þrátt fyrir fjölmörg
gylliboð. Er mér
ekki kunnugt
um önnur stór-
lið sem svo
háttar um og
þykir tíðindum
sæta á tímum
milljarðasamn-
inga þar sem
allt virðist falt
fyrir aurinn,
nöfn á liðum og
leikvöllum jafn-
vel. En þeir Bilbæingar og Börsungar eru
sérstakir fyrir margt og liðin tákngervingar
þeirrar þjóðernishyggju er ríður röftum í
Baskalandi og Katalóníu. Eru liðsbúning-
arnir hálfgerðir þjóðbúningar Baska og
Katalóna, heilagar hempur sem ekki má
saurga með kapítalískum áróðri. Þetta er
virðingarverð afstaða en liðin eru þó ekki
heilagari en það að þau sækja mikið fé til
íþróttavöruframleiðenda og merki þeirra
verða vegna auglýsingaleysisins meira
áberandi fyrir vikið. Og ekki virðast neinar
stórpólitískar kröfur gerðar til þeirra sem
útvega treyjurnar, Börsungar hafa í hið
ekki minnsta ekki sett fyrir sig framferði
hins ameríska Nike í þriðja heiminum.
Gegn konungsveldinu
Athletic Bilbao var stofnað af Englending-
um og útskýrir það hinn enska rithátt í
nafni félagsins. Búningar liðsins tóku mark
af búningum Atletico Madrid, liðin eiga
auk nafnsins sameiginlegt rauðhvítrönd-
óttar treyjurnar. Á Spáni endurspeglast
þjóðernisátökin í nöfnum liðanna og
minnihlutahóparnir hata öll lið sem votta
konungsveldinu hollustu sína með for-
skeytinu Real. Þannig er Athletic Bilbao
ekta Baskaliðið en nágrannar þeirra í Real
Sociedad Spánverjasleikjur. Alvöru
Andalúsíumenn styðja Sevilla en líta niður
á Real Betis. Katalónar þyrpast um Barca
en þeir sem kjósa sameinaðan Spán
styðja vitaskuld Espanyol eins og nafn
þess félags gefur til kynna. Espanyol hlýtur
að teljast óheppnasta félag í heimi, nokk-
urs konar Fram Spánar sem dæmt er til ei-
lífrar fallbaráttu og ofan í ófarir á velli bæt-
ist við andúð utan vallar. Katalónar hata
þá fyrir að vera kvislingar og allir hinir hata
þá fyrir að vera Katalónar af óæðri sort-
inni! Espanyol gengur reyndar allt í haginn
þessa dagana, vermir þriðja sætið í deild-
inni leitt af framherjunum Raul Tamundo
og Ivan de la Pena sem er búinn að end-
urheimta sitt fyrra form.
Hreint Baskalið
Athletic Bilbao verður að teljast þjóðernis-
sinnaðasta félag í heimi. Með liðinu leika
eingöngu Baskar eða leikmenn af
baskneskum ættum. Útlendingur hefur
aldrei klæðst búningi félagsins. Börsungar
hafa hinsvegar áratuga hefð fyrir útlend-
ingahersveitum en þurfi þeir á leikmönn-
um frá Spáni að halda kjósa þeir helst
Katalóna eða Baska. Þannig hafa þeir
keypt fjölmarga leikmenn frá Bilbao í
gegnum tíðina, frægasta þeirra í seinni tíð
má nefna Zubizareta, Abelardo, Bakero og
Beguristain sem mynduðu kjarnann í
draumaliði Johans Cruyff á níunda ára-
tugnum. Beguristain er nú yfirmaður
knattspyrnumála hjá Barcelona og hefur
verið duglegur að lokka unga og efnilega
Baska til liðsins.
Gullöld baskneska boltans var í upphafi
níunda áratugarins þar sem Sociedad hóf
áratuginn á að landa tveimur titlum og Bil-
bao fylgdi á eftir með tvo
í beit. Liðin voru bæði
eingöngu skipuð heima-
mönnum og litu
aðrir Spánverjar
baskneska mód-
elið öfundar-
augum. Munoz
þjálfari landsliðs-
ins sem mætti til
leiks á heimavelli á
HM 1982 notaði mik-
ið Baska og síðar var
Baskinn Javier Clem-
ente ráðinn landsliðs-
þjálfari og raðaði hann
inn Böskum í landsliðið
svo mörgum
þótti nóg um.
Hið bask-
neska fley
Clemente beið
mikið skipbrot á alþjóðavettvangi og skip-
stjórinn hvarf úr brúnni.
Hryðjuverkasamtökin ETA hafa komið
miklu óorði á baskneska þjóðernishyggju
og hefur Athletic Bilbao gert mikið í því að
sverja af sér samtökin og hinn pólitíska
arm þeirra Batasuna. En þjóðrembur eru
duglegar að samsama sig við fótboltafélög
hvar sem er í veröldinni og verður vart
breyting á því um ókomna tíð að rembing-
urinn fái útrás í boltanum enda er það
ágætis vettvangur til að losa um spenn-
una!
EINAR LOGI
VIGNISSON
Spá Fréttablaðsins um NBA
Heat í sérflokki
KÖRFUBOLTI Í suðausturriðlinum í NBA
munu augu flestra beinast að Shaquille
O’Neal og félögum hans í Miami Heat.
Lamar Odom er farinn til Lakers þannig að
leikstjórnandahlutverkið verður í höndum
Dwyane Wade, sem stjórnendur Heat sjá
sem eina af stórstjörnum framtíðarinnar.
Shaq sameinast nú gömlum samherja frá
fyrri árum sínum hjá Lakers, sjálfum Eddie
Jones. Eftir að leiðir þeirra skildu þurfti sá
síðarnefndi að breyta leikstíl sínum tölu-
vert en með tilkomu Shaq gæti Jones
sprungið út á nýjan leik.
Það eru ár og dagar liðnir síðan Shaq var í
öðru eins formi og raun ber vitni. Trukkur-
inn er búinn að hrista af sér ein 15 kíló og
ætlar sér ekki að láta sitt eftir liggja. Miami
Heat saltar suðausturriðilinn og verður í
slagnum um toppsæti Austurdeildarinnar.
Önnur lið standa ekki jafn vel að vígi.
Engu að síður verður fróðlegt að sjá hvern-
ig Steve Francis finnur sig hjá Orlando
Magic og þá hefur framganga Grants Hill á
undirbúnings-
tímabilinu lofað
góðu.
Washington
Wizards heldur
áfram sinni uppbygg-
ingu og nýliði deild-
arinnar, Charlotte
Bobcats, byrjar á
núllpunkti. Það er
einna helst Atlanta
Hawks sem gæti
strítt Orlando um
annað sætið
en liðið styrkt-
ist til muna með tilkomu Antoine
Walker frá Dallas Mavericks.
Miami Heat verður engu að síður í algjör-
um sérflokki í riðlinum, svo framarlega
sem menn haldist við heilsu þar á bæ. -sj
Spá Fréttablaðsins um NBA:
Úlfarnir sterkastir
KÖRFUBOLTI Í norðvesturriðlinum er að
finna ung og spennandi lið á borð við
Utah Jazz og Denver Nuggets. Jazz hefur
að geyma menn á borð við Carlos Boozer,
Matt Harpring og Andrei Kirilenko þannig
að Jerry Sloan mun hafa úr nægu að
moða næstu árin, björt framtíð þar.
Sömu sögu má segja um Nuggets þar
sem Carmelo Anthony er fremstur í flokki.
Liðið fékk Kenyon Martin frá New Jersey
Nets og á eftir slást við Jazz um annað
sætið í norðvesturriðlinum.
Það verða hins vegar Kevin Garnett og fé-
lagar hans í
Minnesota Tim-
berwolves sem
verða í algjörum
sérflokki í riðlin-
um. Með Shaquille
O’Neal á
bak og
burt úr
Vestur-
deild-
inni
munu
Úlfarnir fara langt með að
sigra deildina. Árangur
liðsins frá síðasta ári er frábær,
sérstaklega í ljósi þess að lykilmenn voru
meiddir meðan á úrslitakeppninni stóð.
Rasheed Wallace, Bonzi Wells og Dales
Davis eru allir horfnir frá Portland Trail
Blazers en liðið hefur ekki náð að fylgja
eftir góðum árangri frá árinu 2000 þegar
Blazers tapaði í oddaleik Vesturdeildarinn-
ar gegn Lakers. Forráðamenn Blazers horfa
fram á uppstokkun og mun árangurinn
verða í samræmi við það í vetur.
Seattle Supersonics verður á botni norð-
vesturriðilsins en stórskyttan Ray Allen
mun væntanlega láta til sín taka í vetur og
kemur reynsla hans ungum leikmönnum
Sonics vonandi til góða. -sj
FLOTTASTUR Margir spá því að Miami
Heat fari langt með Shaq innanborðs.
Nýliðar Fjölnis í Intersportdeildinni í körfubolta hafa komið skemmtilega á óvart:
Halda uppi heiðri höfuðborgarinnar
KÖRFUBOLTI Fjölnismenn hafa byrj-
að Intersportdeildina frábærlega
í vetur og unnið fjóra af fimm
fyrstu leikjunum. Það er óhætt að
segja að nýjasta Reykjavíkurfé-
lagið í úrvalsdeildinni hafi haldið
uppi heiðri höfuðborgarinnar í
fyrstu fimm leikjum tímabilsins.
Fjölnismenn hafa unnið fjóra
af fyrstu fimm leikjum sínum í
hópi þeirra bestu líkt og hinir ný-
liðarnir úr Skallagrími en nýliðar
hafa aldrei byrjað betur. Hin
Reykjavíkurfélögin, KR og ÍR,
hafa á móti tapað 7 af 10 leikjum
og Fjölnir hefur því unnið leik
meira en nágrannar þeirra úr höf-
uðborginni til samans.
Eina tap Fjölnis er reyndar á
móti Reykjavíkurliðinu hinum
megin við Átrúnsbrekkuna en 11
stiga sigur á KR-ingum á þeirra
eigin heimavelli bætir upp fyrir
það enda hafa Vesturbæingar
ekki tapað heimaleik fyrir
Reykjavíkurliði í fimm ár eða síð-
an Valsmenn unnu þá 73-80 í
Hagaskóla 11. mars 1999.
Benedikt öflugur
Fjölnisliðið er undir stjórn
Benedikts Guðmundssonar sem
tók við liðinu fyrir ári síðan og
hefur frá þeim tíma unnið mark-
visst að því að undirbúa unga og
stórefnilega stráka í liðinu fyrir
átökin meðal þeirra bestu.
Benedikt valdi vel þegar hann
fékk þá Darrel Flake og Jeb Ivey
til liðsins og eins hefur Nemanja
Sovic spilað mjög vel. Allir eru
þeir félagar að skora yfir 19 stig
að meðaltali.
Ungir leikmenn liðsins hafa
líka sýnt góð tilþrif þá sérstaklega
hinn 17 ára gamli Brynjar Þór
Kristófersson sem hefur þegar
aflað sér orðsporðs sem góður
varnarmaður. Nú er að sjá hvort
Grafarvogspiltar nái að halda út
og sýna enn frekar að þeir séu til-
búnir í deild þeirra bestu.
ooj@frettabladid.is
SIGGA ÓSÁTT Hinn eitilharði stuðnings-
maður Grindavíkur, Sigga, er vart ánægð
með gengi síns liðs þessa dagana.
DARREL MEÐ 25,6 STIG Í
LEIK Darrel Flake hefur leikið
vel fyrir Fjölni það sem af er
tímabilinu og hér skorar hann
gegn Grindavík á dögunum.
Fréttablaðið/Valli