Fréttablaðið - 01.11.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 01.11.2004, Síða 1
Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. Meistaradeild í handbolta: ▲SÍÐA 20 Sjö marka sigur Hauka ● setur upp annie ● lögðu franska liðið creteil Rakel Kristinsdóttir: ▲ SÍÐA 26 Vildi setja upp söngleik fyrir börn ● heimildarmynd um álfa og huldufólk Dörthe Eichelberg: ▲ SÍÐA 34 Álfar kynna Ísland MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG TALSVERÐ RIGNING SÍÐDEGIS Rigning um sunnan- og vestanvert landið. Þurrt að kalla fram á kvöld norðaustantil. Hlýtt í dag en kólnar á morgun. Sjá síðu 4. 1. nóvember 2004 – 299. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Smíðar herragarð í Mosfellsdal Örn Haraldsson: SJÓMANNAAF- SLÁTTURINN FORSENDA Loforð fjármálaráð- herra um skattaaf- slátt sjómanna til ársins 2008 var for- senda þess að sjó- menn og útvegs- menn náðu saman á laugardag. Afsláttur- inn nam 1.700 milljónum króna á síðasta ári. Sjá síðu 2 BLIKUR Á LOFTI Alþýðusambandið telur blikur á lofti í efnahagsmálum og spá- ir aukinni verðbólgu árin 2005 og 6. Grétar Þorsteinsson var endurkjörinn forseti ASÍ á ársfundi sambandsins. Sjá síðu 12 ÞORVALDUR FORMAÐUR BÍL Þor- valdur Þorsteinsson var kjörinn formaður Bandalags íslenskra listamanna á laugardag í stað Tinnu Gunnlaugsdóttur sem hefur verið skipuð Þjóðleikhússtjóri. Sjá síðu 12 VILHJÁLMUR VILL FYRSTA SÆTIÐ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill leiða lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hann vill að prófkjör verði haldið og stefnir þar á sigur. Sjá síðu 14 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 20 Sjónvarp 32 KJARAMÁL Pétur Blöndal alþingis- maður hafnar því að ríkið sé stikk- frí í kennaradeilunni og bendir á að ef kennarar samþykkja miðlun- artillögu ríkissáttasemjara hækka lífeyrisskuldbindingar ríkisins um níu milljarða. Kennarar eru í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, ýmist í A- deild eða B-deild en síðarnefndu deildinni var lokað árið 1996 fyrir nýjum félögum. Stór hluti kenn- ara er í B-deildinni en í henni eru einnig núverandi lífeyrisþegar úr þeirra hópi og fyrrverandi kenn- arar sem farnir eru til annarra starfa. Þeir hækka í lífeyri þegar ráðinn er kennari með meiri menntun í þeirra gamla starf eða þegar dagvinnulaun kennara hækka, til dæmis þegar yfirvinna er færð inn í dagvinnulaunin. „Samningarnir fyrir þremur árum hækkuðu lífeyrisskuldbind- ingar ríkisins um 23 milljarða. Það gera fimm milljónir á hvern starfandi kennara. Miðlunar- tillagan sem nú er á borðinu hækkar þessar skuldbindingar um aðra níu milljarða,“ segir Pétur Blöndal. - shg. Íslendingar utan funda Norðurlandaþjóðirnar í Evrópusambandinu og Eystrasaltsríkin funduðu sérstaklega í tengslum við Norðurlandaráðsþingið STJÓRNMÁL Forsætisráðherra Ís- lands og Noregs voru tveir einir boðaðir seinna til fundar þegar starfsbræður þeirra frá Norður- löndunum þremur sem eiga að- ild að Evrópusambandinu sátu fund ásamt forsætisráðherrum Eystrasaltsríkjanna í Stokk- hólmi í gær. Fundurinn var hald- inn í tengslum við Norðurlanda- ráðsþing sem hefst í dag. Hall- dór Ásgrímsson segir að sér og Kjell Magne Bondevik hafi ver- ið skýrt frá viðræðum hinna á hálftíma fundi eftir fund hinna sex, en síðan verði forsætisráð- herrafundur Norðurlandanna fimm í dag. „Ég met mikils að hafa þennan möguleika á að fylgjast með en ég myndi kjósa að þetta væri á annan veg og við sætum allan fundinn.“ Halldór segir að samstarfið við Norðurlöndin og Eystra- saltsríkin innan Evrópusam- bandsins hafi nýst Íslandi vel, til dæmis í fiskimjölsmálinu. Hann sagði að strax á næstu vikum reyndi enn á þessa „hauka í horni“ innan ESB þeg- ar stækkun EES kæmist aftur á dagskrá þegar samningum við Búlgaríu og Rúmeníu um aðild að sambandinu lyki á næstu vik- um. Ísland skilar af sér for- mennsku í norrænu ráðherra- nefndinni á fundi Norðurlanda- ráðs í dag og mun Halldór Ás- grímsson skýra frá árangri ís- lensku formennskunnar í ræðu sinni í dag. „Það hefur orðið talsverð framþróun í að ryðja úr vegi hindrunum í samskipt- um borgara innan Norðurland- anna en þar hefur Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekið að sér sér- stakt verkefni. Við höfum líka náð að styrkja samstarf Vestur- Norðurlanda. Þá hefur verið lagt í vinnu á sviði lýðræðisþró- unar sem ég tel mjög gagnlega.“ Þing Norðurlandaráðs hefst í dag og lýkur á miðvikudag. Helstu mál á dagskrá þingsins eru einmitt hindranir í sam- skiptum innan Norðurlanda, vandi lýðræðis, sjálfbær þróun, samskipti við Eystrasaltsríki og Rússland og jafnréttismál svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og Íslendingar láta af formennsku í samstarfi nor- rænna ráðherra, taka þeir við for- ystu í Norðurlandaráði og verður Rannveig Guðmundsdóttir, Sam- fylkingu, næsti forseti. a.snaevarr@frettabladid.is BIKARBARÁTTA Tveir leikir fara fram í Hópbílabikar kvenna í kvöld. Grindavíkur- stúlkur sækja Njarðvíkurstúlkur heim og Breiðablik fær Keflavík í heimsókn. Lífeyrir kennara: Skuldbindingar ríkisins hækka um níu milljarða PÉTUR BLÖNDAL Lífeyrisskuldbindingar ríkisins snarhækka við kennarasamningana. GRIKKUR EÐA GOTTERÍ? Hrekkjavaka að bandarískum sið var haldin hátíðleg í gærkvöld, þegar rúmur tugur barna gekk á milli húsa á Laugarnesvegi í búningum sínum og hótaði hrekkjum ef ekkert nammi var til á heimilinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Hlustar á spurningar fréttamanna á blaða- mannafundi í Stokkhólmi. Ísland skilar af sér formennsku í norrænu ráðherranefnd- inni í dag. Skólastarf: Kennsla hefst í dag KJARAMÁL Kennsla hefst í dag, en meðal kennara ríkir mikil óá- nægja með miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara. Kennarar fá ekki útborgað um þessi mánaðamót og verður beðið eftir því hvort kennarar samþykkja miðlunar- tillögu sáttasemjara áður en farið verður að huga að launa- greiðslum til þeirra. Sjá síðu 4 og 6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.