Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 01.11.2004, Qupperneq 1
Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. Meistaradeild í handbolta: ▲SÍÐA 20 Sjö marka sigur Hauka ● setur upp annie ● lögðu franska liðið creteil Rakel Kristinsdóttir: ▲ SÍÐA 26 Vildi setja upp söngleik fyrir börn ● heimildarmynd um álfa og huldufólk Dörthe Eichelberg: ▲ SÍÐA 34 Álfar kynna Ísland MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG TALSVERÐ RIGNING SÍÐDEGIS Rigning um sunnan- og vestanvert landið. Þurrt að kalla fram á kvöld norðaustantil. Hlýtt í dag en kólnar á morgun. Sjá síðu 4. 1. nóvember 2004 – 299. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Smíðar herragarð í Mosfellsdal Örn Haraldsson: SJÓMANNAAF- SLÁTTURINN FORSENDA Loforð fjármálaráð- herra um skattaaf- slátt sjómanna til ársins 2008 var for- senda þess að sjó- menn og útvegs- menn náðu saman á laugardag. Afsláttur- inn nam 1.700 milljónum króna á síðasta ári. Sjá síðu 2 BLIKUR Á LOFTI Alþýðusambandið telur blikur á lofti í efnahagsmálum og spá- ir aukinni verðbólgu árin 2005 og 6. Grétar Þorsteinsson var endurkjörinn forseti ASÍ á ársfundi sambandsins. Sjá síðu 12 ÞORVALDUR FORMAÐUR BÍL Þor- valdur Þorsteinsson var kjörinn formaður Bandalags íslenskra listamanna á laugardag í stað Tinnu Gunnlaugsdóttur sem hefur verið skipuð Þjóðleikhússtjóri. Sjá síðu 12 VILHJÁLMUR VILL FYRSTA SÆTIÐ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill leiða lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hann vill að prófkjör verði haldið og stefnir þar á sigur. Sjá síðu 14 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 20 Sjónvarp 32 KJARAMÁL Pétur Blöndal alþingis- maður hafnar því að ríkið sé stikk- frí í kennaradeilunni og bendir á að ef kennarar samþykkja miðlun- artillögu ríkissáttasemjara hækka lífeyrisskuldbindingar ríkisins um níu milljarða. Kennarar eru í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, ýmist í A- deild eða B-deild en síðarnefndu deildinni var lokað árið 1996 fyrir nýjum félögum. Stór hluti kenn- ara er í B-deildinni en í henni eru einnig núverandi lífeyrisþegar úr þeirra hópi og fyrrverandi kenn- arar sem farnir eru til annarra starfa. Þeir hækka í lífeyri þegar ráðinn er kennari með meiri menntun í þeirra gamla starf eða þegar dagvinnulaun kennara hækka, til dæmis þegar yfirvinna er færð inn í dagvinnulaunin. „Samningarnir fyrir þremur árum hækkuðu lífeyrisskuldbind- ingar ríkisins um 23 milljarða. Það gera fimm milljónir á hvern starfandi kennara. Miðlunar- tillagan sem nú er á borðinu hækkar þessar skuldbindingar um aðra níu milljarða,“ segir Pétur Blöndal. - shg. Íslendingar utan funda Norðurlandaþjóðirnar í Evrópusambandinu og Eystrasaltsríkin funduðu sérstaklega í tengslum við Norðurlandaráðsþingið STJÓRNMÁL Forsætisráðherra Ís- lands og Noregs voru tveir einir boðaðir seinna til fundar þegar starfsbræður þeirra frá Norður- löndunum þremur sem eiga að- ild að Evrópusambandinu sátu fund ásamt forsætisráðherrum Eystrasaltsríkjanna í Stokk- hólmi í gær. Fundurinn var hald- inn í tengslum við Norðurlanda- ráðsþing sem hefst í dag. Hall- dór Ásgrímsson segir að sér og Kjell Magne Bondevik hafi ver- ið skýrt frá viðræðum hinna á hálftíma fundi eftir fund hinna sex, en síðan verði forsætisráð- herrafundur Norðurlandanna fimm í dag. „Ég met mikils að hafa þennan möguleika á að fylgjast með en ég myndi kjósa að þetta væri á annan veg og við sætum allan fundinn.“ Halldór segir að samstarfið við Norðurlöndin og Eystra- saltsríkin innan Evrópusam- bandsins hafi nýst Íslandi vel, til dæmis í fiskimjölsmálinu. Hann sagði að strax á næstu vikum reyndi enn á þessa „hauka í horni“ innan ESB þeg- ar stækkun EES kæmist aftur á dagskrá þegar samningum við Búlgaríu og Rúmeníu um aðild að sambandinu lyki á næstu vik- um. Ísland skilar af sér for- mennsku í norrænu ráðherra- nefndinni á fundi Norðurlanda- ráðs í dag og mun Halldór Ás- grímsson skýra frá árangri ís- lensku formennskunnar í ræðu sinni í dag. „Það hefur orðið talsverð framþróun í að ryðja úr vegi hindrunum í samskipt- um borgara innan Norðurland- anna en þar hefur Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekið að sér sér- stakt verkefni. Við höfum líka náð að styrkja samstarf Vestur- Norðurlanda. Þá hefur verið lagt í vinnu á sviði lýðræðisþró- unar sem ég tel mjög gagnlega.“ Þing Norðurlandaráðs hefst í dag og lýkur á miðvikudag. Helstu mál á dagskrá þingsins eru einmitt hindranir í sam- skiptum innan Norðurlanda, vandi lýðræðis, sjálfbær þróun, samskipti við Eystrasaltsríki og Rússland og jafnréttismál svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og Íslendingar láta af formennsku í samstarfi nor- rænna ráðherra, taka þeir við for- ystu í Norðurlandaráði og verður Rannveig Guðmundsdóttir, Sam- fylkingu, næsti forseti. a.snaevarr@frettabladid.is BIKARBARÁTTA Tveir leikir fara fram í Hópbílabikar kvenna í kvöld. Grindavíkur- stúlkur sækja Njarðvíkurstúlkur heim og Breiðablik fær Keflavík í heimsókn. Lífeyrir kennara: Skuldbindingar ríkisins hækka um níu milljarða PÉTUR BLÖNDAL Lífeyrisskuldbindingar ríkisins snarhækka við kennarasamningana. GRIKKUR EÐA GOTTERÍ? Hrekkjavaka að bandarískum sið var haldin hátíðleg í gærkvöld, þegar rúmur tugur barna gekk á milli húsa á Laugarnesvegi í búningum sínum og hótaði hrekkjum ef ekkert nammi var til á heimilinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Hlustar á spurningar fréttamanna á blaða- mannafundi í Stokkhólmi. Ísland skilar af sér formennsku í norrænu ráðherranefnd- inni í dag. Skólastarf: Kennsla hefst í dag KJARAMÁL Kennsla hefst í dag, en meðal kennara ríkir mikil óá- nægja með miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara. Kennarar fá ekki útborgað um þessi mánaðamót og verður beðið eftir því hvort kennarar samþykkja miðlunar- tillögu sáttasemjara áður en farið verður að huga að launa- greiðslum til þeirra. Sjá síðu 4 og 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.