Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 4
4 1. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Samráð olíufélaganna: Taka skýringar Þórólfs gildar STJÓRNMÁL Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að fáir innan borgarinnar hafi haft tíma til að fara yfir alla skýrslu samkeppnisráðs um samráð olíufé- laganna en minnir á að borgar- stjórn hafi áskilið sér allan rétt fyrir um ári síðan til skaðabóta. „Mér finnst rétt að við athugum það að fá óháðan aðila til að meta það hvort við eigum rétt á skaða- bótum og eyða þeirri óvissu sem fyrst. Það eru verulegir hagsmunir í húfi hér fyrir borgarbúa og við þurfum að meta hvernig við gætum hagsmuna þeirra.“ Hvað varðar mál Þórólfs Árna- sonar í þessu máli, segir Árni að Þórólfur hafi verið ráðinn til starfa af hálfu Reykjavíkurlistans en R-listinn geti ekki borið pólitíska ábyrgð á því hvað Þórólfur gerði áður en hann varð borgarstjóri. „Við töldum þær skýringar sem við fengum í fyrra fullnægjandi. Það er ekkert í þessu neitt nýtt sem breytir því.“ Að undanförnu hefur farið fram umræða um Þórólf sem pólitískan leiðtoga R-listans í næstu kosning- um. Árni vildi ekki tjá sig um hvaða áhrif þetta mál hefði á slíka mögu- leika þar sem þessi umræða hefði ekki verið að hálfu Vinstri grænna. Hann segir ótímabært að ræða um einstaka frambjóðendur. - ss Kraumandi óánægja á meðal kennara Launalækkanir, langur samningstími og engin rauð strik er meðal þess sem kennarar eiga erfitt með að sætta sig við í miðlunartillögu sátta- semjara. Búast má við uppsögnum í vor. KENNARADEILAN Þungt hljóð er í mörgum kennurum vegna miðlun- artillögu ríkissáttasemjara, sem þeir þurfa að samþykkja eða hafna í atkvæðagreiðslu innan viku. Búast má við uppsögnum í vor verði tillagan samþykkt. „Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja,“ segir kenn- ari í Rimaskóla, sem segist hik- laust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. Mesta óánægjan virðist vera meðal þeirra kennara sem lækka í launum 1. ágúst næstkomandi vegna þess að svokölluðum skóla- stjórapotti verður jafnað út, þannig að þeir sem meira höfðu haft úr honum en aðrir fá minna en áður. Þeir sem ekki hafa tekið að sér stór verkefni fyrir aukagreiðslur úr skólastjórapottinum gætu hins vegar grætt á þessari miðlunar- tillögu. Yngri kennarar koma auk þess að jafnaði betur út úr þessu en þeir sem eldri eru. Óánægja kennara beinist ein- nig samningstímanum, sem er fjögur ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum rauðum strikum í miðlun- artillögunni, eins og flestar aðrar stéttir hafa samið um til að tryggja stöðu sína. „Það er alveg sama hvernig að- stæður breytast í þjóðfélaginu, við verðum föst með þessa samn- inga í fjögur ár hvað sem á dynur,“ segir fyrrnefndur kennari í Rimaskóla. Almennt voru þeir kennarar sem Fréttablaðið hafði samband við mjög óánægðir með niðurstöð- una og vilja helst halda verkfall- inu áfram. „Mér heyrist að kennurum þyki þetta ekki nægar launahækk- anir, enda eru þeir ennþá á ansi lágum launum þó að sumum þyki prósentan allnokkur,“ segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. „Öðrum finnst sér stillt upp við vegg nú þegar börnin eru komin í skólana. Þeim finnst þetta óþægi- leg staða, þegar tilfinningamálin koma svona inn í þetta.“ Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það vera „erfitt fyrir alla að þurfa að lenda þessu svona, en það er spurning hvort einhver annar kostur er í stöðunni. Auðvitað skilur maður að kennarar þurfi tíma til að átta sig og fara yfir málin í sínum hópi, en það má öllum ljóst vera að sveitarfélögin eru komin alveg út á ystu brún, og sum komin fram af.“ gudsteinn@frettabladid.is Borgarstjórn: Alfreð vill enn Þórólf STJÓRNMÁL Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í borgarstjórn, segir fréttir um af- skipti Þórólfs Árnasonar borgar- stjóra af samráði olíufélaganna engu breyta í mati sínu á því að Þórólfur eigi að taka að sér að verða pólitískur leiðtogi R-list- ans í næstu sveitarstjórnarkosn- ingum. Hann segir að þær skýringar sem Þórólfur gaf þeim í fyrra á þátttöku sinni í samráði olíufé- laganna séu enn fullnægjandi. Ekkert nýtt hafi komið fram nú að undanförnu sem breytir mati hans á því. ■ KOLANÁMUMENN LÉTUST Fimmt- án kolanámumenn létust af völd- um gaseitrunar í námu nærri Fushun borg í Liaoning héraði. Fimmtíu menn voru að störfum, 400 metra neðanjarðar, þegar mikið gas barst inn í námuna. Fimmtán þeirra létust strax en 35 tókst að flýja upp á yfirborðið. Forsetakosningar: Viktorar í efstu sætum ÚKRAÍNA, AP Stjórnarandstæðing- urinn Viktor Júshtsjenko hlaut flest atkvæði allra frambjóðenda í úkraínsku forsetakosningunum samkvæmt útgönguspám. Hann náði þó ekki helmingsfylgi og því þarf að kjósa aftur á milli tveggja efstu. Júshtsjenko fékk 45 prósent at- kvæða samkvæmt útgönguspánni, Viktor Janúkovítsj forsætisráð- herra fékk 37 prósent en aðrir minna. Alls voru 24 einstaklingar í framboði. ■ TÓBAK TEKIÐ Brotist var inn á skyndibitastað á sunnudagsmorg- un. Eigandi staðarins fór á stað- inn eftir að viðvörunarkerfi fór af stað heima hjá honum. Þá sá hann að hurð hafði verið spennt upp og tóbaki verið stolið af lager. DRUKKINN MEÐ RIFFIL Aðfara- nótt sunnudags veittu lögreglu- menn í Keflavík því athygli að maður, sem var staddur fyrir utan veitingastaðinn Paddy's, hafði riffil í hendinni. Riffillinn var tekinn af manninum sem reyndist undir áhrifum áfengis. Í ljós kom að þetta var eftirlíking af riffli og sagði maðurinn að hann væri hluti af hrekkjarvöku- búningi sínum, en Bandaríkja- menn héldu upp á hrekkjarvöku í gærkvöld. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ ASÍA Mun sekt samkeppnisráðs stöðva samráð olíufélaganna? Spurning dagsins í dag: Er sjómannaafslátturinn sanngjarn? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 78,18% 21,82% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Veikindi Arafats: Á batavegi FRAKKLAND, AP Jasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu- manna, er á batavegi að sögn tals- manns hans en ekkert hefur þó verið gefið út um hvað það var sem hrjáði forsetann að öðru leyti en því að stað- hæft er að hann er ekki með hvít- blæði. Í gær h r i n g d i hann í sam- starfsmenn sína í Palestínu, las skeyti sem þjóðarleiðtogar sendu honum og mataðist. Arafat hefur farið mikið fram eftir að hann var fluttur til París- ar til aðhlynningar. „Honum líður miklu, miklu betur,“ sagði Nabil Shaath, utanríkisráðherra Palest- ínu. ■ edda.is Tröllastrákurinn Dynkur er hræddur við dags- ljósið. Þorir hann með tröllamömmu út í hábjartan daginn? Hvað gerist ef mennirnir eru á ferli? Falleg og frumleg tröllasaga eftir Brian Pilkington, besta vin íslenskra trölla. Kennsla í grunnskólum hefst í dag: Óvíst um bætta kennslu KENNARADEILAN „Við vitum ekkert hvernig eða hvort á að bæta börn- um upp þennan tíma sem fallið hefur úr,“ segir Hanna Hjartar- dóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands. Kennsla hefst í grunnskólum landsins í dag. Eftir því sem hægt er verður reynt að taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið, en afar misjafnt er hvernig nemendur eru í stakk búnir til að halda áfram námi eftir sex vikna verkfall. „Það skýrist ekkert fyrr en þessu linnir, hvernig tekið verður á þessu.“ Menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að starfshópur á vegum ráðuneytisins sé að skoða þetta, og hann hafi samstarf við skólayfir- völd. - gb SKÓLINN BYRJAR Í DAG Í dag hefst kennsla að nýju að loknu sex vikna verkfalli. Eftir viku skýrist hvort verkfallið heldur áframMYNDIR AF ÞJÓÐAR- LEIÐTOGUM Myndum af Jasser Arafat og Jacques Chirac Frakk- landsforseta var stillt upp í Gazaborg. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON FORSETI BORGARSTJÓRNAR Verulegir hagsmunir í húfi fyrir borgarbúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.