Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 6
6 1. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Sveitarfélögin bíða afdrifa miðlunartillögunnar: Engin laun til kennara KENNARADEILAN Þótt kennarar í grunnskólum, sem verið hafa í verkfalli, mæti til vinnu sinnar þessa viku fá þeir engin laun útborguð um þessi mánaðamót. Beðið verður eftir því hvort kenn- arar samþykkja miðlunar- tillögu sáttasemjara áður en farið verður að huga að launagreiðslum til þeirra. „Það skýrist ekkert fyrr en ljóst verður hvað verður um miðlunartillöguna,“ segir Birgir Björn Sigurjóns- son hjá Reykjavíkurborg. „Kennarar sem hafa verið í starfi á undanþágu fá laun greidd en ekki þeir sem eru í verkfalli. Verkfallið hófst 20. september og þeir voru flestir búnir að fá fyrirfram greidd laun fyrir septembermánuð, þannig að þarna hallar frekar á þá en vinnuveitandann.“ Gunnar Rafn Sigur- björnsson, starfsmannstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segist telja að þessi háttur verði hafður á í öllum sveitarfé- lögum, enda sé það venjan þegar verkföllum lýkur að gert sé upp eftir að samning- ur hefur verið samþykktur. „Við getum ekki borgað út eftir sáttatillögu, samn- ingi sem ekki er búið að sam- þykkja.“ ■ Segir engan hafa verið í lífshættu Páll Björnsson sýslumaður segir að mennirnir sem voru skammt frá sprengingunni í Almannaskarði hafi ekki verið í lífshættu. Þeir hefðu átt að vera farnir af svæðinu ef þeir hefðu viljað sýna aðgæslu. SPRENGING Páll Björnsson, sýslu- maður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráð- herra sprengdi í Almannaskarðs- göngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verið gerð og verði einhverjir eft- irmálar séu gögnin á vísum stað. Geir Þorsteinsson bygginga- verktaki segist algjörlega ósam- mála sýslumanninum og segir að ekki verði fram hjá því horft að sex menn sem voru í vinnu hjá honum hafi verið í hættu. Menn- irnir voru sextíu metra frá sprengjunni þegar hún sprakk og sagði vinnufélagi mannanna, í við- tali við Fréttablaðið, að mennirnir hefðu þurft að henda sér á jörðina til að verja sig fyrir grjóti sem rigndi yfir þá. Páll sýslumaður segir spreng- ingunni hafi verið flýtt á síðustu stundu en hún hefði samt verið innan þess tíma sem allir hefðu átt að vera farnir af svæðinu. „Þeir hefðu átt að vera farnir ef þeir hefðu viljað sína aðgæslu. Það er þeirra mál hvort þeir fóru ekki nógu langt eða hvort þeir töfðust of lengi. Þeir voru í sjálfu sér ekki í lífshættu og enginn slas- aðist,“ segir Páll og bætir við að viðhorfið hefði verið töluvert ann- að hefði einhver slasast í spreng- ingunni. Geir Þorsteinsson segist vilja fá upp á yfirborðið hvað gerðist nákvæmlega og hvar mis- tökin liggja. „Í tilkynningu frá sýslumanni segir að greinilegt hafi verið að mistök hafi verið gerð beggja megin skarðs. Hvort það hafi verið við eða sá sem átti að rýma svæðið vitum við ekki,“ segir Geir. Hann segir jafnframt að þeir hefðu átt að vera búnir að yfirgefa svæðið en í þetta skipti hafi hins vegar ekki komið maður til að sækja þá og sjá til þess að svæðið væri hreint eins og venja var. „Við teystum á að vinnueftir- litið klári málið og geri skýrslu um það. Við erum svo sem ekki að sækjast eftir lögreglumáli,“ segir Geir. hrs@frettabladid.is Gíslar í Kabúl: Viljum öll fara heim AFGANISTAN, AP „Við viljum öll fara heim til fjölskyldna okkar,“ sagði Angelito Nayan, sendimaður Filippseyja í Afganistan, í mynd- bandi sem afganskir gíslatöku- menn sendu til fjölmiðla í gær. Nay- an er einn þriggja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem gísla- tökumenn hnepptu í gíslingu. Hinir eru Annetta Flanigan frá Norður-Ír- landi og Shqipe Habibi frá Kosovo. Gíslatökumenn hótuðu að myrða fólkið ef Sameinuðu þjóðirnar og breski herinn hyrfu ekki á brott frá Afganistan. Af myndunum að dæma hafði fólkinu ekki verið unn- ið mein en öll virtust þau hrædd. ■ Bílveltur á Suðurlandi: Bílbeltin björguðu UMFERÐIN Tveir bílar ultu, svo að segja á sömu mínútunni, í um- dæmi lögreglunnar á Hvolfsvelli um sjö leytið í gær. Í öðru tilvik- inu valt nýlegur jepplingur á Suð- urlandsvegi í Varmadal á Rangár- völlum. Í bílnum voru hjón með barnabarn en engan sakaði enda allir með beltin spennt. Í hinu til- vikinu valt bílaleigujeppi í Ása- hreppi. Þrír Spánverjar voru þar á ferð og björguðu beltin þeim einnig. Báðir skemmdust bílarnir illa og þurfti að fjarlægja þá með krana. - bþs ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir nýjasta bók ArnaldarIndriðasonar? 2Hver hlýtur heiðursverðlaun Eddunn-ar í ár? 3Hvað heitir stærsti þjóðgarður í Evr-ópu? Svörin eru á bls. 34 ANDRÉS JÓNSSON Klappaður upp eftir að hann var kosinn forseti Norðurlandaráðs æskunnar. Norðurlandaráð æskunnar: Íslendingur forseti NORÐURLANDARÁÐ Andrés Jónsson, formaður ungra jafnaðarmanna, var í gær kosinn forseti Norður- landaráðs æskunnar á þingi þess í Stokkhólmi eftir all snarpa kosn- ingabaráttu. „Ég vildi upphaflega stuðla að því að fulltrúi frá Vest- ur-Norðurlöndum kæmist í stjórn, en svo fór að það var skorað á mig að gefa kost á mér til for- mennsku.“ Íslendingar og Færeyingar studdu Andrés sem atti kappi við finnska íhaldskonu um embættið. Fyrsta embættisverk hans verður að ávarpa Norðurlandaráðsþing á morgun. - ás LAUS ÚR HALDI Maður sem hefur verið í haldi lögreglu á Ísafirði vegna gruns um fíkniefnainn- flutning var sleppt í gær. Hann átti að vera í haldi til dagsins í dag, en ekki voru taldar ástæður til að halda honum svo lengi. Rannsókn málsins er ekki lokið. SLAGSMÁL Á KÁRAHNJÚKUM Lögreglan á Egilsstöðum var kölluð til Kárahnjúka vegna slagsmála tveggja manna. Engin kæra hefur verið lögð fram. ERFITT Á HELLISHEIÐI EYSTRI Nokkuð hefur verið um að lög- reglan á Vopnafirði hafi verið kölluð til aðstoðar ökumönnum á Hellisheiði eystri, sem ekki kom- ast yfir heiðina sökum hálku. HÆTTULEGT GRÍN Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af tveim- ur mönnum á Hafnargötu sem voru með andlitsgrímur og stukku í veg fyrir bifreiðar sem ekið var hjá með tilheyrandi lát- bragði. Var mönnum gefið tiltal fyrir háttalagið. RÉTT EFTIR SPRENGINGUNA ÁTTUNDA OKTÓBER Sex menn voru í hættu þegar síðasta haftið í Almannaskarðsgöngum var sprengt of snemma en þeir voru aðeins um sextíu metra frá sprengingunni. Sólbaksmálið: Annar samningur fyrir félagsdómi KJARAMÁL Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambands Ís- lands, segir Sólbakssamningana sem liggja nú sem gögn fyrir fé- lagsdómi vera allt aðra en þá sem styrr stóð um í september. Gögnin voru lögð fram 26. október. Sér- staklega var tekist á um það ákvæði samningsins við áhöfn Sólbaks að þeir stæðu utan verka- lýðsfélaga en það ákvæði er ekki inni í nýja samningnum. „Mér sýnist að það sé búið að lagfæra allt nema ákvæðið um hafnarfrí,“ segir Sævar. „En við viljum dóm um gerð þessa samninga, því þetta eru furðuleg vinnubrögð.“ Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, segir ákvæðið um hafnarfrí alltaf hafa verið eina málið. „Sævar hlustaði aldrei á okkur og las ekki neitt. Það var alltaf allt í lagi að vera í stéttarfé- lagi, ef það samþykkti að skipið þyrfti ekki að stoppa í 30 tíma eftir hverja löndun. Það var bara ekkert stéttarfélag sem vildi sam- þykkja það,“ segir Guðmundur. „Við leiðréttum klukkutímann í kringum sjómannadag og áramót, eins og við sögðumst ætla að gera.“ - ss GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Segir alltaf hafa átt að leiðrétta samninginn við áhöfn Sólbaks. En vill ekki samþykkja 30 tíma hafnarfrí eftir hverja löndun. ÓLÆTI Eitthvað var um ólæti í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Fimm tilkynningar bárust vegna minniháttar líkams- árása. KENNARAR Verða að bíða í það minnsta viku eftir því að fá laun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.