Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 1. nóvember 2004 ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ AFRÍKA ■ EYJAÁLFA edda.is Bubbi Morthens Spennandi saga um ferðina miklu sem sérhver laxafjölskylda fer úr hafinu stóra upp í heimaána sína. Á leiðinni bíða bæði hættur og þrautir og ekki munu allir komast á leiðarenda. Laxveiðimennirnir Bubbi Morthens og Robert Jackson skapa ógleymanlegar persónur úr íbúum Djúpríkisins sem birtast lesendum ljóslifandi í sérlega fallegum myndum Halldórs Baldurssonar. KOMIN Í VERSLANIR Robert Jackson Sjónvarpsstöð í Bagdad: Sjö létust í sprengjuárás ÍRAK, AP Sjö létust er bílasprengja sprakk fyrir utan Al-Arabiya sjónvarpsstöðina í Bagdad í gær og nítján slösuðust. Að minnsta kosti fimm hinna látnu voru starfsmenn sjónvarpsstöðvarinn- ar. Tveir fréttamenn slösuðust alvarlega og voru fluttir með sjúkraflugi á sjúkrahús í Jórdaníu til aðhlynningar. Forstöðumaður sjónvarps- stöðvarinnar, sem er með höfuð- stöðvar í Dubai, lýsti því yfir að starfsemi stöðvarinnar verði hald- ið áfram í Bagdad þrátt fyrir árás- ina. Stöðin hefur verið sett upp í nýju húsnæði, en allur tækjakost- ur eyðilagðist í árásinni. Hópur vígamanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu. Þeir nefna sig „1920 hersveitina“, og sögðu að tilgangur árásarinnar hafi verið að jafna við jörðu byggingu sem hýsti „Ameríkusinnaða njósnara sem töl- uðu arabíska tungu“. Að minnsta kosti þrjátíu frétta- menn og aðrir starfsmenn fjölmiðla hafa látið lífið í Írak frá því að stríð- ið hófst í mars á síðasta ári. ■ REYKUR STÍGUR UPP ÚR RÚSTUM SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR AL-ARABIYA Sjö létust og nítján slösuðust er bílsprengja sprakk fyrir utan sjónvarpsstöðina í Bagdad í gær. HRYÐJUVERK ÚR FANGELSI Fang- elsisyfirvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu óttast að fangar sem snúist hafa til róttækrar íslams- trúar í fangelsum skipuleggi hryðjuverkaárásir. Margir fangar eru sagðir opinskáir í stuðnings- yfirlýsingum við Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída. ÖLVUNARAKSTUR Einn var tekinn grunaður um ölvunarakstur að- faranótt laugardags í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Öku- maður má búast við sviptingu ökuleyfis og tilheyrandi sekt. OF HRAÐUR AKSTUR Þrír voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt laugardags. Einn var á 117 kílómetra hraða, einn á 116 kílómetra hraða og sá þriðji á 114 kílómetra hraða. Allir ökumenn eiga von á viðeigandi sektum. FLEIRI HERMENN TIL SÚDAN Um hundrað rúandískum hermönnum var flogið til Darfur í Súdan í gær til að efla friðargæslustarf í héraðinu stríðshrjáða. 390 friðar- gæsluliðar á vegum Afríkusam- bandsins eru fyrir í héraðinu en þeir verða 3.320 fyrir lok mánað- arins. ÍRANSKA ÞINGIÐ Þingmenn kröfðust þess að auðgun úran- íums yrði haldið áfram. Íranska þingið: Verða að auðga úran ÍRAN, AP Írönsk stjórnvöld verða að hefja auðgun úraníums á nýjan leik samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingmenn á íranska þinginu samþykktu einróma. Auðgað úran- íum má nota til framleiðslu kjarn- orkuvopna en Íranar segjast aðeins ætla að nota það til friðsamlegra nota. „Dauði yfir Bandaríkjunum,“ kölluðu einhverjir þingmannanna meðan á umræðum og atkvæða- greiðslu um tillöguna stóð. Banda- ríkjamenn óttast að Íranar noti auðgað úraníum til að framleiða kjarnorkuvopn og þrýstir mjög á þá að hætta kjarnorkuáætlun sinni. ■ Tvær stjórnarskrár: Stjórnin á hálum ís SPÁNN, AP Spænska ríkisstjórnin kann að brjóta gegn stjórnar- skrá landsins með því að bera stjórnarskrá Evrópusam- bandsins undir þjóðaratkvæði án þess að athuga fyrst hvort samþykkt hennar samræm- ist spænsku stjórnarskránni. Þannig hljómar viðvörun ráð- gjafarnefndar sem hvetur stjórnvöld til að kanna stöðuna áður en lengra er haldið. Ef samþykkt stjórnarskrár ESB brýtur gegn spænsku stjórnarskránni þarf væntan- lega að breyta þeirri spænsku. ■ VARAFORSETINN OG AFABARNIÐ Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hjálpaði dótturdóttur sinni, Elizabeth, að setja á sig hauskúpugrímu. Gríman var hluti af hrekkjavökubúningi hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.