Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 17
Peningahyggja og misskipting ingsins á íslenskt efnahagslíf enda þótt flokkurinn hafi í fyrstu verið al- gerlega á móti því að Ísland gerðist aðili að EES. Það var Jón Baldvin Hannibalsson, sem knúði aðildina í gegn en hann var þá utanríkisráð- herra og formaður Alþýðuflokksins. EES samningurinn færði okkur við- skiptafrelsið. Talsmenn Sjálfstæðis- flokksins töluðu einnig fjálglega um mikinn hagvöxt og mikla kaupmátt- araukningu á þessu 13 ára stjórnar- forustutímabili Sjálfstæðisflokks- ins. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að mun meiri uppgangur á þessu sviði hefur verið á fyrri tíma- bilum. Ef bornir eru saman síðustu 4 áratugir kemur eftirfarandi í ljós: Mestur er hagvöxtur og mest kaupmáttaraukning á áratugnum 1971-1980 í stjórnartíð Ólafs Jóhann- essonar, Geirs Hallgrímssonar og Benedikts Gröndals. En þá varð hag- vöxtur rúm 5 % að meðaltali á ári á mann og kaupmáttur jókst um 5,7% að meðaltali á ári. En minnstur er hagvöxtur á áratugnum 1991-2002, þegar Sjálfstæðisflokkurinn er sam- fellt í forustu, eða aðeins um 2% að meðaltali á ári á mann og kaupmátt- araukning er einnig minnst á þessu tímabili eða aðeins um 1,8% að með- altali á ári. Kaupmáttaraukning varð mjög mikil á viðreisnarára- tugnum eða um 5,2% að meðaltali á ári. Það versta við tímabil stjórnar- forustu Sjálfstæðisflokksins er þó það að velferðarkerfið hefur látið undan síga. T.d. hafa kjör aldraðra og öryrkja versnað í samanburði við kjör hinna lægst launuðu á almenn- um vinnumarkaði, þar eð tengsl líf- eyris þessara hópa við lægstu laun á vinnumarkaðnum voru rofin árið 1995. Síðan hafa aldraðir og öryrkj- ar fengið mun minni lífeyrishækk- anir en nemur kauphækkunum láglaunafólks. Skattbyrði láglauna- fólks og fólks með meðaltekjur hefur aukist. Félagslega íbúðakerfið hefur verið rústað. Ástandið í sjúkrahúsmálum er mjög slæmt. Einkenni tímabils stjórnarforustu Sjálfstæðisflokksins hefur verið peningahyggja og gróðahyggja. At- vinnulífið stjórnast nú alveg af gróðahyggju og manneskjuleg sjón- armið eiga ekki upp á pallborðið lengur. Þetta ástand hefur skapast í kjölfar einkavæðingar og frelsis- væðingar atvinnulífsins. Ég tel að gengið hafi verið of langt í einka- væðingu og mál að linni. T.d. tel ég enga þörf á því að einkavæða Sím- ann. Síminn er vel rekið fyrirtæki, hlutafélag í eigu ríkisins. Það skilar miklum og góðum hagnaði eins og það er rekið. Það er rekið á sam- keppnisgrundvelli og nýtur engra sérréttinda þó ríkið eigi mestallt hlutaféð. Fátækt er mikil á Íslandi og mikil misskipting auðs. Á tímabil- inu 1995-2001 jókst fátækt úr 8,8% í 13,2% af tölu framteljanda. Hið rangláta kvótakerfi hefur fært mikla fjármuni til tiltölulega fárra. Það er blettur á íslensku samfélagi að hafa ekki útrýmt fátækt og búið öldruðum og öryrkjum sómasamleg kjör. ■ 17MÁNUDAGUR 1. nóvember 2004 Jörðin er flöt Trúir nokkur maður því að jörðin sé flöt? Þótt ótrúlegt megi virðast geld ég já- kvæði við þessari spurningu. Svo virðist sem málfeigðarsinnar trúi því að jörðin líkist pizzu. Í fljótu bragði virðist jörðin flöt, fljótt á litið virðist herkostnaður af íslenskri tungu. En eins og ég hef marg- bent á þá myndi Ísland fara á hausinn ef við skiptum yfir í ensku. T.d. yrði gífur- legur kostnaður af að þýða alla laga- bálka og skýrslur yfir á fjármálið göfuga, en$ku. Þetta sjáum við fyrst við nánari aðgæslu rétt eins og við sjáum hið sanna sköpulag jarðarinnar við nánari athugun. Stefán Snævarr á kistan.is Staðbundnir fjölmiðlar Staðbundnir fjölmiðlar geta verið bæði skemmtilegir og gagnlegir, rétt eins og þeir geta verið leiðinlegir og til óþurftar. Þetta breytir hins vegar engu um það að ríkið ætti ekki að taka fé af þeim sem engan áhuga hafa á útgáfunni og neyða þá til að styrkja hana. Þeir sem telja staðbundna fjölmiðla mikilvæga geta styrkt þá og þeir sem telja sig hafa beint gagn af þeim geta keypt þá. Margir hverjir gera það nú þegar. Þeir sem vilja fá að vera í friði fyrir útgáfu staðbund- inna fjölmiðla ættu hins vegar að fá að vera það. Vefþjóðviljinn á andriki.is Skopstælingarbragur Ég kíkti í hið undarlega smásagnasafn Hermanns Stefánssonar, 9 þjófalyklar, áðan. Þetta virðist vera einn stór bók- menntalegur brandari og persónan Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur kemur fyrir í öllum sögunum. Þetta er fyndið og lipurlega skrifað en spurning til hvaða hóps þetta getur höfðað. Og kannski gildir það einu. Skopstælingar- bragurinn á Hermanni er síðan búinn að smitast úr bókinni sjálfri og yfir í kynn- inguna á henni en á bjartur.is var í gær tilkynnt að Hermann hefði hlotið Bók- menntaverðlaun Guðbjarts Jónssonar og væri fyrsti karlmaðurinn sem þau hlyti. Ágúst Borgþór Sverrisson á agust- borgthor.blogspot.com BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN STJÓRNARFORUSTA SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS BRÉF TIL BLAÐSINS Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. „Stjórnarskipti“ urðu 15.september sl., a.m.k. að nafninu til. Talsverðar umræður urðu af þessu tilefni í fjöl- miðlum um hið liðna þrettán ára tímabil stjórnarforustu Sjálfstæðis- flokksins. Sitt sýnist hverjum um þetta tímabil. Sjálfstæðisflokkurinn reynir að eigna sér áhrif EES-samn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.