Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 20
ARC hnífaparakassi fyrir 6 á frábæru verði. DUKA -vandaðar heimilis og gjafavörur Kringlunni                                     !  """ Til að forðast stressið sem fylgir flutningum þarftu að skipuleggja tíma þinn vel. Þvoðu þvott þremur dögum áður en þú flytur. Tveimur dögum áður ættirðu að afþíða ísskápinn og frystinn og henda útrunnum vörum. Deginum fyrir flutning geturðu hlaðið símann þinn og klárað að pakka, og þannig verður flutningadagurinn stresslaus. Hugmyndirnar sóttar til fortíðar Herragarður í Mosfellsdal Þeir sem leið eiga um Mosfellsdal veita eflaust athygli nýbygging- um sem sprottið hafa upp á síð- ustu misserum skammt fyrir neð- an Gljúfrastein, á hægri hönd þegar ekið er upp dalinn. Stíllinn minnir á danskan herragarð og frágangur allur er eftirtektar- verður. Álplötur eru á þakinu sem eru eftirlíkingar, gluggarnir gam- aldags með litlum rúðum og nokkrir vinalegir kvistir prýða þekjuna. Þá er eitt ótalið en það eru sperruendarnir sem njóta sín útskornir undir þakskegginu. Húsið er teiknað af Páli Val Bjarnasyni arkitekti en sá sem heiðurinn á af handbragðinu heit- ir Örn og er Haraldsson. Hann er húsasmiður og hefur verið að byg- gja þetta slot fyrir bróður sinn, Ólaf. Saman munu þeir nýta hest- húsið fyrir gæðingana sína en smíði þess er ekki að fullu lokið. Allt hefur þetta þorp samt risið með undra skjótum hætti. „Það var hafist handa í júlí í fyrra. Þá var byrjað að grafa,“ segir Örn og heldur áfram. „Svo var flutt inn í íbúðarhúsið um páskana í vor. Það var unnið dag og nótt.“ Hann við- urkennir að hafa auk þess verið að nánast öll kvöld og allar helgar síðan. „Það er gaman að byggja þetta hús, enda ekkert líkt því sem maður er að fást við dag- lega,“ segir hann. „Ég hef aldrei byggt svona áður og slíkt gerist áreiðanlega ekki aftur.“ Aðspurð- ur upplýsir hann að íbúðarhúsið með tvöföldum bílskúr sé 300 fer- metrar að grunnfleti en loft sé yfir stærstum hluta þess svo lík- lega séu um 400 fermetrar nýtan- legir. „Þó er ekki ris yfir hluta stofunnar og þar er 7 m lofthæð,“ segir hann. Enn er svolítið ógert af úti- verkum við húsið, til dæmis blikk- frágangur á göflunum og kjölur- inn á þakið. Eins þarf að klára hesthúsið fyrir jól svo hægt verði að hýsa hrossin. Eftir er að ganga frá þaki hússins, bæði að innan- verðu og að setja álið á, smíða stalla, kaffistofu, snyrtingu og fleira. Örn telur ekki eftir sér að vinna við það nokkur kvöld og helgar svo klárarnir þeirra bræðra hafi húsaskjól um jól. Nú standa þeir á beit á landskika sem Ólafur á neðan við nýbygginguna. Að sögn Arnar er búið að deiliskipuleggja þetta svæði allt sunnan við veginn og hið nýja hús telst til Roðamóa 19. Engin er samt gatan nema heimkeyrslan að herragarðinum. Enda hefur Örn lög að mæla þegar hann segir: „Svona hús verður að standa þar sem það hefur land í kringum sig og nýtur sín.“ gun@frettabladid.is Örn Haraldsson hefur séð um smíðina og haft gaman af. Roðamói 19 blasir við frá veginum um Mosfellsdal og setur sterkan svip á umhverfið. Smiðurinn stúderaði gömul hús við Lækjargötuna í Reykjavík til að líkja eftir frá- gangi sperranna. Stofan er með stórum, margskiptum gluggum og inni er sjö metra lofthæð. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.