Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 59
MÁNUDAGUR 1. nóvember 2004 23 Juventus er komið með 5 stiga for-skot í ítölsku a-deildinni eftir 3-0 sigur á Chievo í gær. Marcelo Zala- yeta, Pavel Nedved og Zlatan Ibra- himovic skoruðu mörkin sem öllu voru mikið augna- konfekt og sáu til þess að liðið hefur náð í 25 stig af 27 mögulegum út úr fyrstu 9 leikjum tímabilsins. Andrei Shevchenko tryggði AC Milan 1-0 sigur á Sampdoria eftir að hafa komið inn á sem varamaður og Milan-liðið er í öðru sæti. Spútniklið Lecce er síðan í þriðja sæti þrátt fyrir 0-4 tap fyrir Fiorentina en þó tíu stig- um á eftir toppliðinu. Búlgarinn Martin Petrov skoraðifernu í 4-3 sigri VfL Wolfsburg á FSV Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Wolfsburg er á toppi deildarinnar eftir leiki helgarinnar með þremur stigum meira en Schalke 04 sem vann sinn fimmta leik í röð, 3- 2, á Stuttgart en lið- in höfðu í kjölfarið sætaskipti. Schalke tapaði þremur af fyrstu fjórum leikj- um sínum í vetur og var í 15. sæti fyr- ir aðeins mánuði síðan. Brasilíumað- urinn Ailton sem var meistari með Werder Bremen í fyrra, skoraði í þrið- ja leiknum í röð fyrir Schalke. Bor- ussia Moenchengladbach vann aftur á móti óvæntan 2-0 sigur á Bayern Munchen. Hinn 25 ára framherji var í skýjunum eftir leikinn en tvö marka hans komu úr vítaspyrnum. „Ég skor- aði einu sinni þrennu fyrir Servette en ég hef aldrei skorað fjögur mörk í einum leik,“ sagði Petrov sem hafði aðeins skorað eitt mark í fyrstu tíu umferðum tímabilsins. Jon Inge Hoiland gerði Malmö aðsænskum meisturum í 15. sinn þegar hann skoraði eina markið í 1- 0 sigri á Elfsborg í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar um helg- ina. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar hans í Halmstad voru í efsta sæti fyrir síðustu umferðina en urðu að sætta sig við 1-1 jafntefli við IFK Gautaborg og þar með annað sætið. Gunnar Heiðar kom inn á í stöðunni 1-1 þegar 16 mínútur voru eftir. Malmö hlaut 52 stig, Halmstad fékk 50 og Gautaborgarliðið endaði í 3. sæti með 47 stig. AIK Stokkhólmi og Trelleborg féllu úr deildinni. Brasilíumaðurinn Rivaldo var ísviðsljósinu með liði sínu Olymp- iakos Piraeus í grísku knattspyrnunni um helgina en kappinn hefur ekki verið valinn i brasilíska landsliðið upp á síðkastið. Hann var þó í lands- liðsformi í 5-1 sigri á PAOK Salonika þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö fyrir félaga sína í liðinu. Mörkin skoraði Rivaldo á 13. og 26. mínútu. Olympiakos er í harðri toppbaráttu í grísku deildinni með Panathinaikos og AEK Athens sem er í bestu stöðunni eins og staðan er í dag. Glasgow Rangers vann stærstasigur tímabilsins í skosku úrvals- deildinni þegar liðið vann 5-0 sigur á Aberdeen í gær. Aberdeen hafði unnið topplið Celtic í vikunni en lenti illa í því í gær en þetta var stærsta tap þeirra gegn Glasgow-liðinu frá upphafi. Nacho Novo skoraði tvö mörk fyrir Rangers og lagði upp það þriðja en Steven Thompson, Peter Lovenkrands og Fernando Ricksen skoruðu hin mörk liðsins. Celtic vann 3-2 sigur á Motherwell á laugardaginn og er á toppnum með 31 stig en Rangers er í öðru sæti með fjórum stigum færra. Barcelona náði aðeins stigi út úrleik sínum gegn Athletic Bilbao og það dugði ekki liðinu að leika manni fleiri í 11 mínútur eða að Samuel Eto’o hafi komið liðinu yfir á 11. mínútu leiksins. Bilbao-liðið jafn- aði strax og hélt síðan út leikinn en þetta var aðeins í annað sinn sem Börsungar tapa stig- um. Mark Eto’o var hans áttunda á tímabilinu. Meistar- arnir úr Valencia sem höfðu tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum misstu niður for- ustu gegn Atletico Madrid þrátt fyrir að vera manni fleiri þegar Fernando Torres tryggði sínum mönnum í Atletico 1-1 jafntefli. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Betri myndir en þú átt að venjast! www.sonycenter.is *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Nýtt! 4.995 krónur á mánuði vaxtalaust eða 59.940 krónur staðgreitt.* 5.1 Megapixels effective Super HAD CCD myndflaga • Carl Zeiss Vario-Tessar linsa 3x optical aðdráttur (6x digital aðdráttur) • Leðurtaska og aukarafhlaða fylgja. 5.495 krónur á mánuði vaxtalaust eða 65.940 krónur staðgreitt.* 5.1 Megapixels effective Super HAD CCD myndflaga • Carl Ceiss Vario-Tessar linsa Linsan innbyggð í vélinni • 2.5" litaskjár Hybrid LCD(211K upplausn) Stamina tæknin hjá Sony tryggir þér lengri endingu á hleðslu og eins fljótari endur- hleðslu ásamt rauntíma í notkun. 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Carl Zeiss linsa. Einn stærsti linsu fram- leiðandi í heiminum framleiðir linsurnar fyrir Sony. Taska og rahlöður. Vönduð leðurtaska og aukarafhlöður fylgja myndavélinni. Stamina tæknin hjá Sony tryggir þér lengri endingu á hleðslu og eins fljótari endur- hleðslu ásamt rauntíma í notkun. 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Carl Zeiss linsa. Einn stærsti linsu fram- leiðandi í heiminum framleiðir linsurnar fyrir Sony. Hleðslustöð. Það er leikur einn að hlaða myndavélina. Sama gildir um tenginguna vði tölvuna. 128 MB minniskort á aðeins krónur ef keypt er P120 eða T3. Venjulegt verð er 7.995. DSC-P120 DSC-T3 995 krónur Enn fækkar í leikmannahópi bikarmeistaranna: Haraldur til Noregs? FÓTBOLTI Ástandið í herbúðum bik- armeistara Keflavíkur er ekki burðugt þessa dagana. Þeir eru þjálfaralausir og enn er ekki farið að ræða við neina þjálfara. Svo eru þeir byrjaðir að missa leik- menn frá liðinu og líklegt er að þeir missi einn sinn besta mann í vikunni. Varnarmaðurinn Harald- ur Freyr Guðmundsson kom með samning í farteskinu heim frá Noregi í síðustu viku eftir dvöl hjá norska félaginu Aalesund. „Mér leist ágætlega á samninginn sem þeir sendu mig heim með en ætla samt að gera gagntilboð. Þannig ganga þessir hlutir víst fyrir sig,“ sagði Haraldur í sam- tali við Fréttablaðið í gær. Þetta norska félag sem Haraldur var hjá lék í 1. deild á þessari leiktíð en vann sér sæti í úrvalsdeild og mun því leika meðal þeirra bestu á næstu leiktíð. „Mér líst vel á þetta félag. Þetta er frekar lítill klúbbur en það er brennandi áhugi á fótbolta í bænum. Þeir munu vígja nýjan 10 þúsund manna völl fyrir næsta tímabil og veitir ekki af því eftir- sókn í miða er gríðarleg. Ég sá þá spila og leist ágætlega á. Þeir ætla að bæta 5-6 mönnum við sig fyrir næsta tímabil og ég býst við að verða einn þeirra. Vonandi klár- um við málið í vikunni,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson. - hbg BÁÐIR Á FÖRUM? Haraldur Freyr Guðmundsson og Zoran Daníel Ljubicic hlaupa hér með VISA-bikarinn eftir sigurinn gegn KA. Það var hugsanlega síðasti leikur beggja með Keflavík því Zoran er farinn til Völsungs og Haraldur er væntanlega á förum til Noregs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.