Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 65
MÁNUDAGUR 1. nóvember 2004 29 Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is ÞJÓNUSTUVERSHUGBÚNAÐUR FYRIR SÍMKERFI Aukinn árangur með skilvirkari símsvörun Toyota hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem framúrskarandi þjónustufyrirtæki. Enn betri þjónusta Með því að velja fullkominn þjónustuvershugbúnað frá Nýherja stuðlar Toyota að því að veita viðskiptavinum sínum skilvirka símsvörun og enn betri þjónustu í kjölfarið. Mikilvægar stjórnendaupplýsingar Þjónustuvershugbúnaðurinn sem Toyota valdi býr yfir margvíslegum kostum en hann gerir stjórnendum Toyota meðal annars kleift að nálgast tölulegar upplýsingar um innhringingar með auðveldum hætti. Þannig er hægt að gera tilfærslur til að halda svörun innan þeirra marka sem fyrirtækið setur sér. Mikil þekking og reynsla Nýherji hefur mikla reynslu í uppsetningu og þjónustu á samskiptalausnum en starfsmenn fyrirtækisins hafa sett upp nokkur af stærstu símkerfum og þjónustuverum landsins þar sem markmiðið er að ná fram auknum ávinningi fyrir viðskiptavini. Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja sem aðstoða þig við val á rétta þjónustuvershugbúnaðnum sem aðstoðar þig við að veita þínum viðskiptavinum úrvals þjónustu. Síminn er 569 7700 og netfangið er samskiptalausnir@nyherji.is Toyota keyrir á símkerfi frá Nýherja Margir möguleikar með fullkomnum þjónustuvershugbúnaði · Sjá hve margir hringja til þín. · Hve mörgum þú svarar. · Hve mörgum þú tapar. · Eftir hvað langan tíma leggur fólk á í bið. · Hvert er þjónustustigið. · Hvað eru margir í svörun. · Hvað eru margir fulltrúar ekki að svara. · Hversu marga þarftu til að anna álaginu. · Þjónustufulltrúi getur verið staðsettur hvar sem er. · Hvaðan er hringt til þín. · Hvenær er mesta álagið. N Ý H E R J I / 1 72 Stórvirkið Íslenski hesturinn erkomið út hjá Máli og menningu í ritstjórn Gísla B. Björnssonar og Hjalta Jóns Sveinssonar. Meðhöf- undar eru Kári Arnórs- son, Sigríður Sigurðar- dóttir og Þorgeir Guð- laugsson. Íslenski hest- urinn er langstærsta og yfirgripsmesta verk sem út hefur komið um þetta einstaka hrossakyn. Fjall- að er um nær allt sem viðkemur hestinum: uppruna hans, sögu, notkun, eiginleika, liti, lifnaðarhætti og hæfi- leika, en einnig hlutverk hans í daglegu lífi, á ferðalögum og í skáld- skap og listum auk hins ótrúlega landnáms hans erlendis. Bókin er í stóru broti með yfir 700 ljósmyndum og textar eru ritaðir af kunnáttufólki sem allt hefur mikla reynslu af hinum ýmsu hliðum hestamennsku og þekkir sögu hestsins. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verk- menntaskólans á Akur- eyri og fyrrverandi ritstjóri Eiðfaxa er meginhöfund- ur en kafla um sérstök efni rita þau Kári Arnórs- son, Sigríður Sigurðar- dóttir, safnstjóri Byggða- safns Skagfirðinga og Þorgeir Guðlaugsson, landfræðingur. Til ráðgjaf- ar við bókina var mikill fjöldi sérfræðinga og fag- manna og í henni koma fram fjölmargar nýjar upplýsingar um íslenska hestinn og sögu hans. NÝJAR BÆKUR JPV útgáfa hefur sent frá sér skáld-söguna Flóttinn eftir Sindra Freys- son. Þegar Bretar hernámu Ísland vorið 1940 lagði ungur Þjóðverji, Thomas Lang, á flótta. Hver var þessi maður og með hvaða u n d r a v e r ð a hætti tókst honum að fara huldu höfði í rúmt ár á flótta undan hæfustu þjón- um heims- veldisins? Líf hans var í s t ö ð u g u m háska – og oftast virtist skelfingin ein blasa við. Sögusvið Flóttans eru mestu um- brotatímar í sögu íslensku þjóðarinn- ar. Bókin er hlaðin litríkum persón- um og örlagaríkum atburðum. Höf- undur sýnir ekki aðeins nýjar hliðar á sjálfum sér heldur einnig á sögu Íslands, þegar stríðið og nútíminn komu í óvænta heimsókn. JPV útgáfa hefur sent frá sér bókinaHimnaför sem er saga frá Tíbet eftir kínverska h ö f u n d i n n Xinran en Dætur Kína eftir sama höf- und kom út á síðasta ári. Þegar Xinran var lítil stúlka barst út orðrómur í Kína um grimmileg ör- lög kínversks hermanns sem hafði verið kastað fyrir hrægamma í Tíbet, orðrómur sem í senn hrelldi hana og heillaði. Þrjátíu árum síðar hitti hún eldri konu sem sagði henni ótrúlegan sannleikann að baki þessarar sögu- sagnar. Hún hét Shu Wen og hafði meirihluta ævi sinnar flakkað ein um hásléttur Tíbets. Salka hefur gefið út ljóðabókinaMótmæli með þátttöku eftir Kristian Guttesen. Bókin er fimmta ljóðabók höfundar og í henni er ljóð- mælandinn á mörkum ljóss og myrkurs. Hann sér svip- myndir úr lífi sínu renna hjá eins og í kvik- mynd. Hér fara saman skörp mynd- skeið og hug- renningar sem gefa lesanda aðra sýn á veruleikann. Salka hefur sent frá sér ljóðabókinaÁ leiðinni eftir Sigurð Skúlason leikara, en áður hefur höfundur gef- ið út tvær ljóðabækur og unnið við þýð- ingar. Ljóð Sig- urðar eru afar persónuleg og í bókinni blandar hann saman hár- beittum örsög- um og tregafullum ljóðum um ást og ástleysi í viðsjárverðum heimi. NÝJAR BÆKUR Málþing um opinbera háskólastefnu á Íslandi fer fram í Háskóla Íslands í dag, mánudaginn 1. nóvember. Þingið hefst á ávarpi menntamála- ráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur en að því loknu flytur Páll Skúla- son háskólarektor inngang og Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi kynnir skýrslu Ríkisendurskoðunar “Háskóla- menntun - námsframboð og nemenda- fjöldi“. Þá flytja framsöguerindi þau Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Háskóla Íslands. Að lokum verða pallborðsum- ræður. Málþingið fer fram í Hátíðasal, Aðal- byggingu H.Í. kl. 13 - 17 og er öllum opið. ■ Málþing um opinbera háskólastefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.