Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 70
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Kleifarvatn. Páll Steingrímsson. Skaftafellsþjóðgarður. 34 1. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Þýska kvikmyndagerðarkonan Dörthe Eichelberg sótti Ísland heim í tvígang í fyrra ásamt stöllu sinni Katinku Kocher til þess að gera heimildarmynd um álfa og huldufólk. Þær gengu endanlega frá myndinni, Fairies and other tales, ekki alls fyrir löngu og hún hefur þegar ratað í nokkur kvikmyndahús og þannig hafa íslenskir álfar att kappi við sólbakaða kroppa á ströndum Rio de Janeiro. „Ég ákvað að reyna að vekja athygli á myndinni með því að senda hana á fullt af alþjóðleg- um kvikmyndahátíðum,“ segir Dörthe. „Margir höfðu nú ekki einu sinni fyrir því að svara okk- ur en það vildi þó svo skemmti- lega til að myndin fékk stóru heimsfrumsýninguna sína í Rio de Janero. Það var þó ekki auð- velt fyrir íslensku álfana í snjó- num að keppa við sólina í Brasil- íu og væntanlegir frumsýningar- gestir þurftu að velja á milli þess að horfa á sólbakaða kroppa á ströndinni eða rúllandi grjót í snjókomu. Meirihluti áhorfenda var samt mjög ánægður og marg- ir lýstu því fjálglega yfir að þeir ætluðu í sumarfrí til Íslands á næsta ári. Það má því segja að myndin sé okkar framlag til ís- lensks ferðamannaiðnaðar.“ Dörthe og Katinka byrjuðu á að halda nokkrar lokaðar sýning- ar í Ludwigsburg, Unna, Berlín og Zurich og fengu fín viðbrögð. „Það ber þó að hafa það í huga að flestir sýningagestirnir voru vin- ir okkar og kunningjar.“ Íslensku álfarnir hafa einnig staðið sig vel utan frændgarðs stúlknanna en myndin keppti á alþjóðlegri kvennakvikmyndahátíð á Ítalíu í október og vann til fyrstu verð- launa. „Nýjustu stórfréttir af mynd- inni eru að hún keppir til verð- launa við aðr- ar 18 heim- ildarmyndir á a l þ j ó ð l e g r i kvikmynda- hátíð í Taívan. „Þannig að það líður ekki á löngu þar til við m u n u m kynna þessa handanheima fyrir Asíu og við skulum sjá til hvort álfarnir geti ekki lokkað ferðamenn frá Taívan til Íslands. Sjálfar getum við auð- vitað ekki beðið eftir því að komast aftur til Íslands og erum enn að safna fyrir þriðju Í s l a n d s f e r ð i n n i okkar en það kemur vonandi að því að við getum sýnt myndina þar sem hún var tek- in og þakkað öllum þeim Íslendingum sem aðstoðuðu okk- ur á flakki okkar um landið.“ ■ Um síðustu helgi komu saman í Reykjavík 300 manns vegna fyrstu ráðstefnu íslenska tölvu- leikjarins Eve Online, þar af 150 erlendir spilarar frá tuttugu þjóð- löndum, meðal annars Kóreu og Brasilíu. Tilefnið var kynning á nýjasta kafla leiksins; Exodus. Að sögn Sigurðar Ólafssonar markaðsstjóra CCP eru nú 54 þús- und leikmenn í áskrift að leiknum; margir hverjir sem spila tólf tíma á dag eða lengur. „Meðalaldur spilaranna er 27 ár en það kom á óvart að flestir gestanna voru karlmenn um og yfir þrítugt. Sumir gætu eflaust kallað þá nörda, en dæmi hver fyrir sig. Harði kjarni spilaranna eru lang- skólagengnir einstaklingar með góð fjárráð. Nörda-skilgreiningin byggist á viðmiðum síðustu kyn- slóða, fremur en þeirra eigin gilda sem mælistiku. Eftir tíu ár mun engum finnast sérkennilegt að skilgreina þetta sem gott og gilt hobbí.“ Í tengslum við ráðstefnuna krýndu tugþúsundir leikmanna ís- lensku stúlkuna Evu Dögg úr hópi tólf fegurðardísa og andlit hennar notað á sérstakan Eve Online- drykk. Hafa margar stúlknanna fengið bónorð innan leiksamfé- lagsins í kjölfarið. „Það er ekki laust við að höf- undar og forritarar séu átrúnað- argoð í augum spilaranna, en eng- inn varð fyrir ónæði þótt eitthvað væri um eiginhandaráritanir. Flestir komu til að hitta einstak- linga sem þeir hafa talað við í gegnum leikinn á hverju kvöldi í ár eða lengur, en aldrei séð augliti til auglitis. Í gerviheimi hafa menn tækifæri til að sýna meira göfuglyndi en tíðkast, og sömu- leiðis grimmd, án þess að það hafi sömu afleiðingar og í veruleikan- um. Því hefur ábyggilega verið stórmerkilegt að hitta þarna svarna óvini eða einstaka velvild- armenn úr leiknum.“ thordis@frettabladid.is Óvinir fallast í faðma ÚR LEIKNUM EVE ONLINE Mikill fjöldi leikmanna er í áskrift að leiknum og spila margir þeirra í tólf tíma á dag eða lengur. Leikmenn voru því mjög spenntir fyrir nýjum kafla leiksins sem var kynntur á ráðstefnu í Reykjavík um síðustu helgi. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ... fá sjómenn og útvegsmenn fyrir að hafa tekist að gera kjara- samning í fyrsta sinn í áratug. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? KRISTINN BJÖRNSSON SVINDLAÐI Á RÁÐUNEYTI EIGINKONUNNAR: Ráðherra grunlaus um olíusvik eiginmannsins SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Lárétt: 1 ánægjumerki, 5 nár, 6 tímabil, 7 keyrði, 8 sjáðu til, 9 bíltegund, 10 bær, 12 rödd, 13 borða, 15 fimmtíu og einn, 16 glufa, 18 lengdareining. Lóðrétt: 1 jurt í fréttum, 2 auðug, 3 jökull, 4 al- valdur, 6 bæn, 8 hreinsa, 11 utandyra, 14 forföður, 17 verkfæri. Lausn: ÍSLENSKT HULDUFÓLK: VEKUR ATHYGLI Í ÖÐRUM HEIMSHLUTUM Álfar kynna Ísland í Brasilíu Lárétt: 1 bros,5lík,6ár, 7ók,8sko,9 fíat,10bú,12alt,13eta,15li,16rifa, 18alin. Lóðrétt: 1blóðberg,2rík,3ok,4drott- inn,6ákall,8sía,11úti,14afa,17al. Erna Ómarsdóttir dansari segir sýninguna Jean Babtiste, eða Jóhannes skírari, eftir belgíska leikstjórann Wayn Traub bera af flestu sem hún hefur séð í dansheiminum upp á síðkastið. „Hann er ungur og upprennandi leikstjóri í Belgíu sem skín skært núna. Sýningin er blanda af öllu, bæði dans, leiklist, tónlist og vídeó. Það sem sló mig var hvað þessi samsetning virkaði vel. Oft er erfitt að láta þessa ólíku miðla virka saman, en þarna einhvern veginn tókst það.“ Á sviðinu eru tveir sjónvarpsskjáir. Á öðrum þeirra er sýnd mynd frá réttarhöldum en á hinum er fylgst með æfingu Sinfóníuhljómsveitar. Tvær konur eru einnig á sviðinu, önnur yngri en hin eldri, og látbragð þeirra og raddir minna helst á teiknimyndapersónur. „Þetta er alveg ótrúlega vel gert allt saman. Þessar þrjár sögur fléttast saman og þetta er næstum eins og heil bíómynd. Konurnar á sviðinu eru búnar að læra að beita röddunum eins og dýr úr teiknimyndum, og hreyf- ingarnar eru líka þannig. Það sem gerist á skjáunum er hins vegar miklu raunverulegra. Réttarhöldin snúast um stúlku sem er sökuð um að hafa hálshöggvið prest og konurnar á sviðinu leika báðar í þessum réttarhöldum. Önnur þeirra er líka óperusöngkona og á hljómsveita- ræfingunni kemur líka leikstjórinn sjálfur og syngur ótrúlega flott í falsettu.“ Inn í söguna fléttast atriði úr þjóðsögum, goðsögum og ævintýrum. Jean Babtiste er franska nafnið á Jóhannesi skírara, sem missti höfuðið í skiptum fyrir dans hinnar fögru Salóme. „Þetta er mjög kraftmikið, ekki beint nútímadans en viðbrögð áhorfenda eru misjöfn. Það eru margir sem fíla þetta ekki, en mér fannst þetta virkilega spes og áhrifamikið.“ Erna hefur búið úti í Belgíu í um það bil áratug og segir að þar sé mikil gróska, bæði í dansheiminum, leik- listinni og tónlist sem hefur skilað af sér mjög spenn- andi hlutum. | SÉRFRÆÐINGURINN | ERNA ÓMARSDÓTTIR Hreifst af dansverki eftir belgíska leikstjórann Wayn Traub. Dansverk: Jóhannes skírari í nútímanum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T DÖRTHE EICHELBERG Kom til Íslands tvisvar í fyrra til þess að taka upp heimildarmynd um álfa og huldufólk. Myndin hefur vakið athygli í Brasilíu og á Ítalíu og Dörthe vonast til þess að hafa fljótlega efni á að koma með hana til Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.