Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 1
MANNDRÁP Magnús Einarsson varð eiginkonu sinni, Sæunni Pálsdóttur, að bana í íbúð þeirra í Hamraborg í fyrrinótt og hafði samband við lög- reglu, prest og tengdaforeldra sína eftir að hafa banað henni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn í Kópavogi, segir málið vera fjölskylduharmleik og að lát Sæunnar virðist ekki hafa verið óviljaverk, heldur ásetningur. Magnús, sem er 29 ára, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Jón Ármann Guðjónsson, verjandi hans, segir meiri líkur en minni vera á að hann muni una gæsluvarðhaldsúrskurðinum en hann ákvað að taka sér frest til að ákveða hvort hann myndi áfrýja. Lögreglan kom á heimili Sæunn- ar og Magnúsar um klukkan þrjú í fyrrinótt. Áverkar voru á líkinu sem bentu til þess að átök hefðu orðið og þau leitt hana til dauða. Magnús var handtekinn á staðnum. Lögregla segir Magnús hafa verið allsgáðan nóttina örlagaríku. Við yfirheyrslur um nóttina játaði Magnús að hafa orðið eiginkonu sinni og móður tveggja barna þeirra að bana. Í tilkynningu frá lögreglunni í Kópa- vogi segir að svo virðist sem þrengt hafi verið að öndunarvegi Sæunnar og það leitt til köfnunar. Læknis- fræðilegar niðurstöður um lát henn- ar liggja ekki fyrir og því ekki hægt að fullyrða um dánarorsök. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins notaði Magnús meðal annars band við verknaðinn sem mun hafa átt upptök sín í afbrýðisemi. Sæunn Pálsdóttir var 25 ára og lætur hún eftir sig fjögurra ára dóttur og eins árs son. Páll Einars- son, faðir Sæunnar, baðst undan því að tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, en segir fjölskyldumeðlimi alla harmi slegna. Börn Sæunnar eru í umsjá foreldra hennar en þau fóru strax á heimili dóttur sinnar eftir að tengdasonurinn hringdi í þau og baðst afsökunar á voðaverkinu og bað þau jafnframt að gæta barna þeirra. hrs@frettabladid.is ● gæti þurft að senda stærri skammta út Sigurður Þórðarson: ▲ SÍÐA 30 Danir treysta á gin- seng gegn flensu ● á tónleikum í borgarleikhúsinu Ragnheiður Gröndal: ▲ SÍÐA 27 Syngur með Lúðra- sveit Reykjavíkur ● vonast til að spila á englandi Gylfi Einarsson: ▲ SÍÐA 23 Fundar með Cardiff í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR HÁDEGISFUNDUR Á hádegisfundi Sagnfræðingafélagsins í Norræna húsinu flytur Ragnheiður Kristjánsdóttur sagn- fræðingur erindið „Um mikilvægi orðs: „Alþýða“ og valdabarátta á Íslandi upp úr 1900.“ Fyrirlesturinn hefst klukkan fimm mínútur gengin í eitt. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 2. nóvember 2004 – 300. tölublað – 4. árgangur ÁTÖK UM ÞÓRÓLF Samfylking og Framsókn innan Reykjavíkurlista standa að baki borgarstjóra þrátt fyrir aðkomu hans að verðsamráði olíufélaganna. Óvíst er með stuðning Vinstri-grænna. Sjá síðu 2 SÁTTA VERÐI LEITAÐ Statoil í Færeyj- um hækkaði olíuverð til íslenskra fiskiskipa í kjölfar hótana olíufélaganna. Miklu verra en nokkurn hefði grunað að sögn fram- kvæmdastjóra Landssambands íslenskra út- gerðarmanna. Sjá síðu 4 KOSIÐ Í DAG Einhverjar mest spenn- andi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna fara fram í dag. Hvort sem litið er til fjárút- láta eða mannafla er ljóst að aldrei hefur verið lagt meira í kosningabaráttu en núna. Sjá síðu 6 MEST LESNA BLAÐIÐ Meðallestur Fréttablaðsins er stöðugur í 69 prósentum meðan lestur Morgunblaðsins fer undir 50 prósent. Stöð 2 er í mikilli sókn og er nú þriðji mest notaði fjölmiðillinn á eftir Fréttablaðinu og Sjónvarpinu. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Sólveig Einarsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Æfir armbeygjurnar ● heilsa VÍÐA SKÚRIR Þungbúið á öllu landinu og fremur milt en fer þó hægt kólnandi, fyrst á Vestfjörðum. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 25-50 ára Me›allestur dagblaða Höfuðborgarsvæðið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 80% 50% MorgunblaðiðFréttablaðið Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar Játaði verknaðinn fyrir tengdaforeldrunum Magnús Einarsson varð Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og móður tveggja barna þeirra, að bana í fyrrinótt. Lögregla segir málið vera fjölskylduharmleik en lát Sæunnar virðist hafa verið ásetningur. Magnús bað tengdaforeldra sína afsökunar og bað þau að gæta barnanna. Starfsfólk Ingunnarskóla í kynnisferð í Minneapolis: 350 án kennslu út vikuna MENNTAMÁL Um 350 börn í Ingunn- arskóla í Grafarholti eru án kennslu og verða það alla vikuna. Ástæðan er sú að skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, kennari og starfsmenn eru í kynnisferð í Minneapolis. Svanhildur Ólafsdóttir, skóla- stjóri í Korpuskóla, staðfesti þetta við blaðið, en hún er talsmaður Ingunnarskóla á meðan starfs- fólkið er í ferðinni. Svanhildur sagði jafnframt að skóladagvist yrði rekin fyrir þá nemendur sem skráðir væru í hana, en það eru einungis 1.-4. bekkur. Um 300 börn eru í Ingunn- arskóla en um 50 í Sæmundarseli, sem er eins konar útibú frá honum fyrir fjóra fyrstu bekkina. „Þau tóku þarna starfsdaga og vetrarfrí saman og eiga rétta á því,“ sagði Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavík- ur. „Þetta er í höndum viðkomandi skólastjóra og viðkomandi starfs- manna. Mitt álit kemur fram í ályktun fræðsluráðs frá því á föstudag, þar sem eindregið er mælst til þess að vetrarfrí verði felld niður en viðurkenndur verði réttur skólastjóra og kennara til að haga því með öðrum hætti hafi fyrri áform gefið þeim ástæðu til.“ Elfa Bergsteinsdóttir, móðir nemanda í 6. bekk í Ingunn- arskóla, kvaðst hlynnt þessari gagnlegu ferð og vonast til þess að starfsfólkið geti rifið upp andann eftir erfitt verkfall og byrjað að kenna af eldmóði þegar það kemur aftur. jss@frettabladid.is ÁN KENNSLU Elfa Bergsteinsdóttir ásamt dóttur sinni, Erlu Harðardóttur, sem er í 6. bekk í Ingunnarskóla. Á HEIMILI FORELDRA SÆUNNAR Sæunn lætur eftir sig tvö börn, fjögurra ára dóttur og eins árs son. Börnin eru í umsjá foreldra Sæunnar. Á innfelldu myndinni sést Magnús Einarsson við Héraðsdóm Reykjaness þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í sex vikur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Grímsvötn: Eldgos hafið ELDGOS „Margt bendir til að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki hvort það er í vatninu sjálfu eða undir ís eða hvort það hefur brotið sér leið upp,“ sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlis- fræðingur í gærkvöld. Í framhaldi af vaxandi jarð- skjálftum hófst hrina jarðskjálfta og óróa upp úr klukkan 20 í gær- kvöld. Veðurstofan og Almanna- varnir fylgdust með framvind- unni. „Við höfum ekki séð merki goss í radar en ef gosið brýst upp á yfirborðið og nær nokkurri hæð má sjá gosmökkinn í radar. Það er reyndar alls ekki víst að neitt að ráði sé farið að koma upp, þetta er trúlega undir jökli ennþá. Við telj- um þó rétt að skýra frá þessu fyrr en síðar,“ sagði Ragnar Stefáns- son í gærkvöld. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.