Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 2
2 2. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Kárahnjúkavirkjun: Jarðskjálftamælum komið fyrir IÐNAÐUR Veðurstofa Íslands er að beiðni Landsvirkjunar að setja upp þrjá nýja jarðskjálftamæla við Kárahnjúka og er það gert til að fylgjast með virkni áður en og á meðan fyllt er í lón virkjunar- innar. Hingað til hefur virkni ver- ið lítil á svæðinu, en hjá Veður- stofunni fengust þó þær upplýs- ingar að ekki sé víst að öll virkni hafi verið numin vegna þess hve mælanet stofnunarinnar sé gisið á þessum slóðum. Vonir standa til að gögn frá nýju mælunum taki að berast eftir um tvær vikur þegar tölvubúnaði hefur verið komið fyrir. „Vegna þess hve lónið er hátt og djúpt má alltaf búast við að einhverjar hræringar verði þegar fyllt verður í það,“ segir Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kára- hnjúkavirkjunar. „Síðan verða settir upp frekari mælar en það gerum við á öllum virkjanasvæð- um.“ Sigurður segir að Kára- hnjúkastíflan standi utan við mestu skjálftasvæði þó þarna geti vissulega orðið jarðskjálftar. „Öll þessi mannvirki eru hönnuð til að þola meira en jarðskjálfta sem mestir geta orðið á hverju svæði,“ segir hann og bætir við að stífla eins og við Kárahnjúka þyki hvað öruggust af öllum með tilliti til jarðskjálfta. - óká Þórólfur líklega ekki á R-listanum Borgarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks standa þétt að baki Þórólfi Árnasyni borgarstjóra þrátt fyrir aðkomu hans að verðsamráði olíufélaganna. Óvíst er með stuðning vinstri grænna. STJÓRNMÁL Tvísýnt er um pólitíska framtíð Þórólfs Árnasonar, borg- arstjóra eftir að skýrsla Sam- keppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hund- rað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Þórólfur hefur sagt í fjölmiðl- um að hann hafi ekki haft vineskju um náið samstarf forstjóra olíufélaganna. Margt í skýrslunni virðist þó benda til annars. Meðal annars segir frá minnisblaði hans til forstjóra Essó þar sem hann lýsir fundi sín- um með forstjóra Olís þann 8. september 1994 þar sem margvís- leg málefni voru rædd. Í minnis- blaðinu segir Þórólfur að forstjóri Olís hafi verið sammála honum þegar hann nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi yfir því að láta ekki egna sér sam- an í verðstríð í útboðum. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Reykja- víkurlistanum, sagði í gær að fréttir um afskipti Þórólfs af verðsamráðinu breyti engu um þá skoðun hans að Þórólfur eigi að vera pólitískur leiðtogi Reykja- víkurlistans í næstu borgarstjórn- arkosningum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi Samfylking- arinnar á Reykjavíkurlistanum, hefur nýlega sagt að flokkarnir þrír sem standa að listanum ættu að sammælast um Þórólf sem fyrsta kost í sameiginlegu fram- boði fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar. Hún segist enn standa við orð sín nú eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar er komin út. Þegar verðsamráð olíufélag- anna komst í hámæli fyrir rúmu ári var haldinn fundur með formönnum Framsóknarfélag- anna í Reykjavík, formanni Sam- fylkingarfélags Reykjavíkur og formanns vinstri grænna í Reykjavík þar sem pólitísk fram- tíð Þórólfs var rædd. Þá vildi full- trúi vinstri grænna setja Þórólf samstundis af. Hins vegar var tekin ákvörðun um að bíða þar til endanleg skýrsla Samkeppnis- stofnunar lægi fyrir. Nú þegar skýrslan liggur fyrir er búist við öðrum slíkum fundi nú á næst- unni. Auk þess koma fulltrúar vinstri grænna saman til fundar á næstu dögum. Greina má mikla undiröldu í þeirra röðum vegna málsins og telja margir viðmæl- endur blaðsins útilokað að Þórólf- ur verði nokkurn tímann í fram- boði fyrir Reykjavíkurlistann. ghg@frettabladid.is Hlutabréfamarkaður: Meiri ró VIÐSKIPTI Lækkunarhrina á hluta- bréfamarkaði hélt áfram í gær. Úrvalsvísitalan hefur lækkað níu daga í röð. Alls hefur vísitalan lækkað um 14,1 prósent sem er met. Áður lækkaði vísitalan níu daga í röð 22 oktober til 1. nóvember 2001, en þá aðeins um 2,5 prósent. Lækk- unina nú ber upp á sömu dagsetn- ingar. Viðskipti á hlutabréfamarkaði í gær voru minni en í síðustu viku sem bendir til þess að markaður- inn sé að róast. Verð nokkurra fé- laga er komið í nánd við greining- ar bankanna og einhver vel undir mat sérfræðinga á verðmæti rekstrar fyrirtækjanna. sjá síðu 18 Uppbót vegna verkfalls: Kennsla auk- in og frí stytt MENNTAMÁL Stytt páskafrí og kennsla á laugardögum eru kostir sem koma til greina til að bæta 10. bekkingum í grunnskólum lands- ins „það tjón sem þeir hafa orðið fyrir í verkfallinu“, eins og Stefán Jón Hafstein, formaður fræðslu- ráðs Reykjavíku,r orðaði það. Hann sagði að þegar væri farið að huga að því máli. Stefán Jón sagði að enn væri ekkert komið haldfast á blað. Hins vegar hefðu hann og starfsmenn Fræðslumiðstöðvar rætt málið. Spurður hvaða hugmyndir væru uppi á borðinu í þeim efnum sagði Stefán Jón að til greina kæmu aukakennsludagar, auka- tímar og leiðsögn, en hún yrði keypt af kennurum, undir sömu formerkjum og vetrarfríin. „Það er ekki hægt að neyða kennara til neins,“ sagði Stefán Jón. „En það er mögulegt að stytta páskafríið, kenna á laugardögum og bjóða upp á aukatíma. Það er ýmislegt til í stöðunni og við erum að ræða það núna. Um leið og ligg- ur fyrir hvað verður um samninga þarf að huga frekar að þessum málum. En þetta er eitt af því sem gerist ekki nema í góðri samvinnu við kennara.“ - jss „Jú, vissulega er oftast vont að vera skil- inn útundan. En í þessu tilviki er ósköp notalegt að vera á hliðarlínunni.“ Atlantsolía er eina olíufélagið sem var ekki þátt- takandi í verðsamráði olíufélaganna. Hugi Hreiðarsson er markaðsstjóri Atlantsolíu. SPURNING DAGSINS Hugi, ertu ekki sár yfir því að hafa verið skilinn útundan í verðsamráði olíufélaganna? Rektor Háskóla Íslands: Einar býður sig fram FRAMBOÐ Einar Stefánsson, pró- fessor við læknadeild Háskóla Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í rektorskjör. Einar segist leggja áherslu á tvö markmið. „Ég vil stuðla að uppbyggingu Háskólans sem rannsóknaháskóla sem jafnast við þá bestu á Norðurlöndum. Þá vil ég að allir Íslendingar fái tæki- færi til að stunda það háskólanám sem þeir hafa getu og vilja til.“ Einar er fyrrverandi forseti læknadeildar og hefur verið prófessor við læknadeild HÍ í 16 ár. Áður var Einar lektor við háskólann Duke í Bandaríkjunum og vísindamaður við Heilbrigðis- rannsóknastofnun Bandaríkjanna (NIH). Einar er einn afkastamesti vísindamaður HÍ og eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. - ás Heimssýningin 2005: Norðurlönd með skála HEIMSSÝNING Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð sam- einast um sýningarskála á heim- sýningunni EXPO 2005 í Aichi í Japan. Sýningin hefst 25. mars 2005. Norræni skálinn er 1300 fer- metrar að stærð og þar verður gestum kynnt framsækin evrópsk lýðræðisríki og framlag þeirra á mikilvægum sviðum eins og á sviði náttúru- og umhverfisvernd- ar, í svæðasamstarfi, menningu og hönnun. „Mörg sameiginleg gildi og sérkenni, einkenna Norðurlönd- in,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir samstarfsráðherra Norðurlanda þegar hún kynnti sameiginlega þátttöku Norðurlandanna á EXPO á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi í gær. - ás STEFÁN JÓN HAFSTEIN Hefur rætt málefni 10. bekkinga við starfs- menn Fræðslumiðstöðvar. STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður vinstri grænna kvaddi sér hljóðs að lokinni ræðu Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Dana, við setningu Norðurlandaráðsþings í gær. Gagnrýndi hann Anders Fogh harðlega fyrir að víkja ekki auka- teknu orði að Írak í ræðu sinni. Fogh svaraði Steingrími með því að veifa pésa með áherslum Dana í forystu Norðurlandasam- starfsins og sagði að mörgum hefði þótt einkennilegt ef í honum og ræðu hans hefði verið fjallað um Íraksstríðið. Steingrímur spurði hvaða afstöðu Danir tækju þegar þeir settust í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, til dæmis ef Bandarík- in vildu ráðast á Íran. „Hvar eru norrænu stjórnvitringarnir eins og Olof Palme sem kröfðust þess að allir skyldu fara að alþjóðalög- um, einnig stórveldin. Anders Fogh Rasmussen er ekki einn af þeim,“ sagði Steingrímur. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, segir ræðu Steingríms hafa verið mjög óvið- eigandi enda Írak ekki á dagskrá. „Þetta var hreinn dónaskapur,“ sagði hann. - ás Norðurlandaráðsþing: Steingrímur reifst við Fogh STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Steingrímur kvaddi sér hljóðs að lokinni ræðu forsætisráðherra Dana við setningu Norðurlandaráðsþings og gagnrýndi hann harðlega fyrir að víkja ekki að málefnum Íraks í ræðu sinni. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Fulltrúar vinstri grænna vildu að Þórólfur yrði látinn taka pokann sinn þegar þátttaka hans í verðsamráði olíufélaganna komst í hámæli fyrir um ári. Hann sættist á að bíða endan- legrar niðurstöðu Samkeppnisstofnunar sem nú liggur fyrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L KÁRAHNJÚKASTÍFLA Sprengingar vegna framkvæmda við Kára- hnjúkavirkjun koma fram á jarðskjálfta- mælum Veðurstofunnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.