Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 4
4 2. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Tregða til að fá tilboð varð til þess að LÍÚ samdi við erlent olíufyrirtæki: Olíuviðskiptin lygasögu líkust OLÍUFÉLÖGIN Olíufélögin brugðust harkalega við þegar Landssam- band Íslenskra útvegsmanna samdi við erlent fyrirtæki um að olíuskip á þess vegum kæmi til Íslands í lok ársins 2000 til að selja útgerðum olíu. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að sam- bandið hafi ákveðið þetta eftir að samningaviðræður við Úthafs- olíu/OW Icebunker, sem er félag að hluta í eigu olíufélaganna, hafi runnið út í sandinn. „Þetta var lygasögu líkast,“ segir Friðrik. „Það var ekki eins og ég hafi verið að reyna rukka þá eða selja þeim eitthvað heldur vildi ég kaupa af þeim olíu og fara yfir það hvernig hægt væri að lækka olíuverðið. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá tilboð frá Icebunker gekk það ekki. Ég skyldi eftir ótal skilaboð og fékk aldrei nein svör. Einn daginn var mér hrein- lega nóg boðið og fór á skrifstofu fyrirtækisins og neitað að fara út fyrr en tilboð lægi fyrir. Síðan var það náttúrlega alltof hátt og þess vegna sömdum við við er- lenda fyrirtækið.“ Icebunker miðlaði upplýsing- um um viðskipti LÍÚ og erlenda fyrirtækisins til olíufélaganna. Í kjölfarið funduðu olíufélögin um það hver viðbrögð þeirra ættu að verða. „Menn láti ekki hafa sig út í neinn verðslag heldur haldi sínu striki og ákvarði verð um næstu mánaðmót út frá sömu forsend- um og hingað til,“ segir í tölvu- pósti olíufélaganna. „Þar gildir að sjálfsögðu að nota rökin um birgðaverð, þjónustustigið, birgðaöryggi og aðgengi að olí- unni hvar sem er á landinu,“ segir í tölvupóstinum.“ - th Ríkislögreglustjóri: Rannsóknin enn í gangi OLÍUFÉLÖGIN Rannsókn Ríkislög- reglustjóra á meintu samráði olíufélaganna, sem hófst fyrir tæpu ári, er enn í gangi að sögn Jóns H. Snorrasonar, yfirmanns efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjóra. Aðspurður hvort það hylli undir lokin á rannsókninni segir Jón: „Ég vil ekki svara neinu um það.“ Rann- sókn ríkislögreglustjóra nær yfir sama tímabil og rannsókn Sam- keppnisstofnunar. Rannsókn Ríkis- lögreglustjóra snýr hins vegar að refsiábyrgð einstaklinga og fyrir- tækja í málinu. - th Eskja á Eskifirði: Útiloka ekki málsókn OLÍUFÉLÖGIN Forsvarsmenn sjávar- útvegsfyrirtækisins Eskju á Eski- firði eru að meta stöðuna vegna meints verðsamráðs olíufélag- anna á sölu olíu til fiskiskipa. „Við erum að skoða málið og umfang þess og í kjölfarið metum við hvað við gerum,“ segir Elfar Aðalsteinsson, stjórnarformaður Eskju. „Það er sama uppi á borð- inu hjá okkur eins og öðrum fyrir- tækjum að ef við teljum á okkur brotið á einhvern hátt þá að sjálf- sögðu leitum við réttar okkar án skilyrða og af fullum þunga.“ Elfar segir ekki tímabært að segja nokkuð um það hvort Eskja hafi orðið fyrir tjóni vegna hins meinta samráðs. - th Áróður gegn olíufélögunum: Bara bensín OLÍUFÉLÖGIN Fólk er hvatt til að kaupa bara bensín af Skeljungi, Olís og Essó í tölvupósti sem nú gengur á milli fólks á netinu. „Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár,“ segir í tölvupóstinum. „Við getum svarað fyrir okkur. Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun. Við refsum þeim með buddunni og kaupum bara bensín. Ekki sígaréttur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað. Hjá olíufélögunum kaup- um við bara bensín.“ ■ Er sjómannaafslátturinn sann- gjarn? Spurning dagsins í dag: Á Þórólfur Árnason borgarstjóri að taka sæti á Reykjavíkurlistanum næst? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 59,1% 40,9% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Sérsamningur: Sólbakur enn fyrir dómi KJARAMÁL Málflutningur vegna sérsamninga Sólbaksáhafnarinn- ar verður fyrir Félagsdómi 4. nóv- ember. Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segir málinu verða framhaldið þar til niðurstaða fáist þrátt fyrir að breytingar á Sólbakssamningnum hafi verið afturkallaðar fyrir utan þær á hafnarfríum áhafnarinnar. Í nýundirrituðum samningi sjómannaforystunnar og LÍÚ er opnað fyrir breytingar á hafnar- fríum. Konráð segir þó ekki hægt að ákveða breytingarnar einhliða eins og forstjóri Brims hafi gert. - gag Óvinir allt um kring Vítahringur fjallar um þræla, kappa, bardaga, galdra og strák sem reynir að lifa eðlilegu lífi - en það reynist ekki auðvelt. Ný frábær saga frá verðlaunahöfundinum Kristínu Steinsdóttur OLÍUSAMRÁÐ Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, f r a m k v æ m d a - stjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segir að LÍÚ sé þessa dagana að skoða málið í heild laga- lega meðal annars með hugsanlegan skaðabótarétt út- gerða í huga. Hann segir að nokkur útgerðar- fyrirtæki séu þegar byrjuð að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. Hann segir ekki ljóst hvað olíufélögin hafi haft mikið af út- gerðinni en það sé hans mat að olíufélögin eigi nú að hafa frum- kvæði að viðræðum. Þau eigi að fara yfir málin með einstökum út- gerðarfyrirtækjum og reyna að bæta fyrir tjónið sem þau ollu. Eitt dæmi um meint samráð olíufélaganna snertir kaup ís- lenskra fiskiskipa á olíu í Færeyj- um árið 2001. Vegna hás olíuverðs á Íslandi byrjuðu íslensk útgerð- arfyrirtæki að kaupa olíu í Fær- eyjum árið 1998 í ríkari mæli en þau höfðu gert. Landssamband ís- lenskra útvegsmanna gagnrýndi mikinn verðmun milli Íslands og Færeyja harðlega. Í skýrslu sam- keppnisráðs kemur fram að olíu- félögin hafi kunnað þessari gagn- rýni afar illa. Í kjölfarið hafi þau beitt sér fyrir því að olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á að olíuverð á Íslandi lækkaði myndi minnka. Beindust aðgerðir ís- lensku olíufélaganna gegn Statoil og Shell í Færeyjum. Í október árð 2001 höfðu íslensku olíufélögin í hótunum við Statoil um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á olíu til íslenskra fiskiskipa í Fær- eyjum. Í kjölfarið féllst Statoil á að hækka verðið í Færeyjum. „Mér finnst sorglegt hvað þessir annars ágætu menn virðast hafa leiðst út í,“ segir Friðrik. „Eins og þetta lítur út þá er þetta miklu verra heldur en nokkurn hefði grunað. Það sem mér finnst koma fram í þessu er algjört virð- ingarleysi fyrir viðskiptavinin- um“ trausti@frettabladid.is Vill að olíufélögin leiti sátta við útgerðirnar Statoil í Færeyjum hækkaði olíuverð til íslenskra fiskiskipa í kjölfar hótana olíufélaganna. Miklu verra en nokkurn hefði grunað að sögn framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útgerðarmanna. SKIP VIÐ BRYGGJU Í REYKJAVÍKURHÖFN Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að nokkur útgerðarfyrir- tæki séu að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. ,,Mér finnst sorg- legt hvað þessir ann- ars ágætu menn virð- ast hafa leiðst út í FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON „Það var ekki eins og ég hafi verið að reyna rukka þá eða selja þeim eitthvað heldur vildi ég kaupa af þeim olíu.“ LÖNDUN ÚR SÓLBAKI Sérsamningur við áhöfn Sólbaks hefur valdið titringi. Ágreiningur er um hvort hann standist lágmarks kjarasamninga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FERÐAMÖNNUM BJARGAÐ 00Hjálparsveit skáta í Hvera- gerði kom erlendum ferðamönn- um til bjargar um miðjan dag í gær. Ferðamennirnir höfðu fest jeppling sinn á vegarslóða fyrir ofan bæinn Gljúfur. ■ HJÁLPARSVEITIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.