Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 9
9ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 2004 es.xud.www Héraðsdómur: Dómur fyrir rán og árás DÓMSMÁL Tvítugum maður var í gær dæmdur í tíu mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir rán og líkams- árás fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn, í félagi við aðra óþekkta manneskju, kom inn í sölu- turninn Vídeóspóluna í Reykjavík í mars í fyrra og ógnaði afgreiðslu- stúlku með því að bera hníf upp að hálsi hennar, ýta henni upp við vegg og niður á gólf á meðan samverka- maður hans hrifsaði 57 þúsund krónur úr peningakassa. Auk skilorðsins var manninum einnig gert að greiða afgreiðslu- stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur. ■ ÁRNI MAGNÚSSON Áætlun hans um stórfellda fækkun sveitar- félaga á næsta ári er nú í lausu lofti. Ráðstefna sveitarfélaga: Sameining stöðvuð SVEITARSTJÓRNARMÁL Fjármálaráð- stefna sveitarfélaga hófst í gær. Í viðræðum um tekjuskiptingu rík- is og sveitarfélaga kom greinilega í ljós óánægja meðal sveitarstjórn- armanna með það hve hægt miðar í samningaviðræðum þeirra á milli. Árni Þór Sigurðsson, annar fulltrúa sveitarfélaganna í svo- nefndri tekjustofnanefnd segir að sveitarstjórnarmenn á ráðstefn- unni hafi verið sammála um að gera kröfur um að ríkið leiðrétti tekjuskiptinguna. Fyrr verði ekki haldið áfram í viðræðum um sam- einingu sveitarfélaga. „Þetta var þverpólitísk afstaða og það voru allir sammála um að það þyrfti að leiðrétta tekjustofnana áður en ný verkefni verða flutt þangað eða sameining samþykkt.“ Árni Magnússon, félagsmála- ráðherra, hefur boðað átak til að fækka sveitarfélögum á landinu úr 103 í 39 á næsta ári. Ljóst er að sú ætlun hans er í lausu lofti eftir fund sveitarfélaganna í gær. - ghg ANDERS FOGH RASMUSSEN Minntist á veitingastað íslendings í ræðu. Norðurlandaráð: Vinsæll á Nörrebro STJÓRNMÁL Anders Fogh Rasmuss- en, forsætisráðherra Danmerkur nefndi sem dæmi í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþingi í gær um blómleg samskipti Norðurlanda- þjóðanna að eins líklegt væri að sænskur þjónaði manni til borðs í Kaupmannahöfn og allt um kring væru menn að tala í sænska eða finnska farsíma. „Og svo er nýjasti „inn“ staðurinn á Nörrebro íslenskur,“ bætti ráð- herrann við. Staðurinn sem danski forsætis- ráðherrann nefndi mun vera nýr veitingastaður í eigu Friðriks Weisshappels, kunns íslensks athafnamanns. - ás

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.