Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 16
Samræður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra við hóp kennara fyrir utan Borgir, hið nýja og glæsilega rann- sóknarhús á Akureyri, hafa vakið mikla athygli. Kennarar höfðu safnast saman fyrir utan húsið með mótmælaspjöld og vildu ræða við ráðherra í ríkisstjórninni um stöðu sína og verkfallið. Þrátt fyrir reiða kennara og sjónvarpsmyndavélar ákvað ráðherra að eiga orðaskipti við hópinn. Það hafði verið gagn- rýnt og meira segja komið fram sú skoðun að réttara hefði verið að setja undir sig hausinn og í besta falli bjóða góðan daginn eins og Benedikt Jóhannsson lagði til í pistli sínum á vefmiðlinum heimi.is. Það er ótrúlegt að fygjast með því að gert sé lítið úr því að menntamálaráðherrra landsins ræði málin við kennara fyrir opn- um tjöldum. Það að hún skyldi ræða málin hefur mælst mjög vel fyrir hjá kennurum og almenningi og þau orð sem þarna voru látin falla komu af stað umræðum um þessi mál. Meðal annars varpaði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fram hugmynd að lausn málsins sem Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur tók undir að töluverðu leyti. Það er afar nauðsynlegt að brýn úrlausnarefni á hverjum tíma séu rædd fyrir opnum tjöldum. Orð eru til alls fyrst og einmitt þetta tel ég vera einn helsta styrk Þorgerðar Katrínar. Hún þorir að hlusta á sjónarmið annarra og hún þorir að stoppa og mæta fólki þar sem aðrir hefðu sett undir sig hausinn og vaðið áfram, eða þá gengið inn bak- dyramegin. Það er karllæg lausn og fornaldarhugsun á erfiðum mál- um að setja undir sig hausinn og vona það besta. Annað nýlegt dæmi um að Þorgerður Katrín er óhrædd við að taka áskorun og ræða málin af hreinskilni er ánægjuleg heim- sókn hennar í Verkfræðideild HÍ. Menntamálaráðherra hefur ver- ið gagnrýnd fyrir þrennt. Í fyrsta lagi að tala við kennara. Í öðru lagi að lýsa því yfir að hún teldi laun kennara of lág. Í þriðja lagi að hún varpaði fram þeirri spurningu hvort ríkið ætti að taka yfir rekst- ur skólanna. Ég hef sjálf orðið þess áskynja að kennarar kunnu að meta að ráðherra sýndi þeim þá virðingu að hlusta á sjónarmið þeirra í stað þess að virða þá ekki viðlits. Og er nokkur maður ósam- mála því að kennarar eru ekki ofaldir af launum sínum? Vandinn er hins vegar hversu mikið er hægt að koma til móts við kröfur þeirra og hversu hratt. Þá tel ég ekki óeðlilegt að Þorgerður Katrín hafi varpað fram spurningunni um grunnskólann og ríkið. Ég tel sjálf – og veit raunar að menntamála- ráðherra er einnig þeirrar skoðun- ar að það væri ekki til góðs að rík- ið yfirtaki rekstur grunnskólans. Hins vegar er mikilvægt í þessu máli að blanda ekki saman kjara- baráttu kennara og tekjustofna- skiptingu ríkis og sveitarfélaga sem sumum sveitarstjórnarmönn- um hefur hætt til að gera í þessari orrahríð sem staðið hefur yfir. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna það hafi vakið upp gagnrýni að Þorgerður Katrín hafi sýnt kennurum þá sjálfsögðu virð- ingu og kurteisi að ræða við þá. Jafnframt er það umhugsunarefni að Fréttablaðið í „Manni vikunnar“ sl. laugardag geri orð Benedikts að sínum. Getur það verið vegna þess að hún gerir það sem aðrir þora ekki? Er það hugsanlega vegna þess að hún sem kona beitir ekki ávallt sömu hefðbundnu aðferðum í stjórnmálum og karlarnir heldur nálgast mál með öðrum hætti. Erum við að sjá hér enn og aftur sönnun þess að það er önnur mæli- stika lögð á konur í stjórnmálum og sú mælistika er hönnuð af mið- aldra körlum. Ég vona sem kona í stjórnmálum að sú sé ekki raunin en óttast hins vegar að svo sé. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks á Akureyri. U mræðan um víðtækt samráð olíufélaganna um árabiltekur á sig ýmsar myndir og kannski speglar hún aðmörgu leyti þau öfl sem iðulega togast á í samfélagsum- ræðunni. Upp eru komin átök milli siðferðis og lagatækni þar sem ýmislegt bendir til að lagatæknin ætli að hafa betur. Beinn hagnaður olíufélaganna af samráðinu, sem allt eins má bara kalla svindl, telst 6,5 milljarðar króna að lágmarki og þjóð- hagslegur skaði telst ekki undir 40 milljörðum króna. Það er erfitt fyrir leikmann að meta hvað þetta fjárhagslega tjón þýðir í raun og veru en eitt er þó víst að það er mikið. Forstjórar olíufélaganna eru uppvísir að langvarandi og skipulögðu samráði af margvíslegum toga og um misveigamik- il atriði; samráð um verð, samráð um skiptingu markaðar, sam- ráð um að útiloka erlendan keppinaut og samráð allt niður í jólagjafir til starfsmanna svo dæmi séu tekin. Þetta liggur ljóst fyrir sem og að um lögbrot er að ræða. Ýmsir gætu dregið þá ályktun að þessir menn væru þá tilbúnir til að taka afleiðingum gerða sinna en annað kemur á daginn. Viðurlögin, sektir olíufélaganna upp á samtals 2,6 milljarða króna, telur forstjóri Samkeppnisstofnunar hörð og að minnsta kosti lögmaður eins félagsins ekki í samræmi við það sem bú- ast mátti við. Við hverju mátti þá búast? Yfirleitt er það þannig að þegar yfirvöld á annað borð hafa hendur í hári þeirra sem hafa tekið eitthvað ófrjálsri hendi, þá er þeim hinum sama gert að skila þýfinu og greiða sekt að auki. Hér teljast sektir sem nema innan við helmingi af beinhörðum hagnaði olíufélaganna af svindlinu og ekki nema broti af þeim fjárhagslega skaða sem samfélagið hefur orið fyrir, hörð viðurlög og jafnvel úr sam- hengi við tilefnið og þó talar enginn um að skila þýfinu. Gripið er til lagatæknilegra raka eins og að brotin séu fyrnd, málsmeðferð sé ólögmæt og að ekki hafi verið gætt að and- mælarétti. Og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvað hafi orðið um siðferðisvitund þessara manna og sómatilfinn- ingu? Telja þeir sig bara hólpna af því að brotin eru fyrnd. Kunna þeir ekkert að skammast sín? Það hefur lengi verið mál manna að olíufélögin hefðu samráð um verðskrá sína og ýmislegt fleira. Með samkeppnislögunum var tekinn af allur vafi um að þetta samráð væri ólögmætt en samt hélt það áfram. Rannsókn Samkeppnisstofnunar um sam- ráð um grænmetisverð var ákveðinn vendipunktur og áhlaup starfsmanna stofnunarinnar á skrifstofur olíufélaganna fyrir tæpum þremur árum var eðlilegt framhald af því. Almenning- ur taldi að nú ætti að taka til og stöðva þetta svínarí. Vonandi mun það takast en ekki verður þó séð að samkeppni milli olíufélaganna sé sérlega virk í dag, að minnsta kosti sér þess ekki stað í verði á eldsneyti til neytenda þessa lands. ■ 2. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Ljóst er að stjórnendur olíufélaganna hafa framið lög- brot. Þess vegna eiga þeir að taka afleiðingunum. Siðferði og lagatækni FRÁ DEGI TIL DAGS Gripið er til lagatæknilegra raka eins og að brotin séu fyrnd, málsmeðferð sé ólögmæt og að ekki hafi verið gætt að andmælarétti. ,, Þorgerður og kennararnir „Shit happens“ Það vakti athygli að íslensku friðar- gæslumennirnir sem særðust í Afganist- an klæddust við heimkomuna á föstu- daginn bolum sem þeir höfðu látið prenta á textann „Chicken street - shit happens“ en gatan í miðborg Kabúl þar sem sjálfsmorðsárásin á þá var gerð heitir Chicken street. Með þessu hafa mennirnir væntanlega viljað gera lítið úr atvikinu. En ekki finnst öllum þetta smekklegt. Á vefritinu Múrinn er spurt: „Fannst íslensku hermönnunum virkilega fyndið og snið- ugt að hafa orðið fyrir sjálfs- morðsárás þar sem 11 ára af- gönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust?“ Og Múrverjar bæta við: „Þeir eru vissulega kátir að sjá, á þeim mynd- um sem af þeim hafa verið teknar eftir árásina, með bjór í annarri og vopnaðir. En ætli upplitið á þeim hefði ekki orðið annað ef þessi stúlka sem lést hefði verið dóttir einhvers þeirra. Hefðu þeir þá gert grín að öllu saman og gengið um í bol sem á stæði „shit happens“?“ Engin frétt Vefþjóðviljinn er hissa á því að það skuli hafa talist heimsfrétt á dögunum þegar bandaríska dagblaðið The New York Times lýsti yfir stuðningi við John Kerry forsetaframbjóðanda. Þetta eru gamlar fréttir segir þar. Blaðið „hefur stutt hvern einasta frambjóðanda demókrata eftir 1956“. Til viðbótar við þá syndaskrá segir Vefþjóðviljinn: „Í einstökum mál- um tekur blaðið eins neikvæða afstöðu í garð Bandaríkjanna og það treystir sér til. Sá söngur glymur af ritstjórnarsíðum og úr dálkum þessa blaðs ár eftir ár, áratug eftir áratug. Meira að segja rúss- neskir njósnarar, eins og til dæmis Alger Hiss, þeir áttu skjól hjá „stórblaðinu“ ... sem aldrei trúði á sekt þeirra heldur skrifaði og skrifaði um ofsóknir sem blessaðir mennirnir yrðu fyrir. Á Vestur- löndum láta fréttamenn hins vegar eins og The New York Times sé virðulegt stórblað. Ótal Vesturlandabúar treysta þessu blaði til að draga upp rétta mynd af heimsmálum og vitna svo í pistlahöf- unda þess með velþóknun.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SIGRÚN BJÖRK JAKOBSDÓTTIR UMRÆÐAN MENNTAMÁLA- RÁÐHERRA MEÐ KENNURUM Á AKUREYRI Samtal menntamálaráðherra við kennara á Akureyri á dögunum hefur verið gagnrýnt en greinarhöfundur segir að kennarar kunni að meta að ráðherrann hafi sýnt þeim þá virðingu að hlusta á sjónarmið þeirra. Erum við að sjá hér enn og aftur sönn- un þess að það er önnur mælistika lögð á konur í stjórnmálum og sú mæli- stika er hönnuð af mið- aldra körlum. ,, SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.