Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 20
2. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR 4 „Það skiptir mjög miklu máli í okkar starfi að vera í góðu formi. Við förum í þolpróf og styrktarpróf einu sinni á ári og við reynum þess vegna að æfa að minnsta kosti alla virka daga,“ segja Finnur Hilm- arsson og Hannes Páll Guðmundsson, starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þeir ásamt fjöl- mörgum öðrum slökkviliðsmönnum mæta í Hreyf- ingu á hverjum einasta degi og taka vel á því. „Þegar við erum á vakt þá mætum við í tíma klukkan 10.10 á morgnana. Ef við erum ekki á vakt þá mætum við frekar í tækjasalinn og lyftum og þess háttar. Við erum með fasta tíma á morgnana þegar við erum á vöktum sem skiptast í þolþjálfun og styrktarþjálfun. Stundum förum við í spinning, stundum í stöðvaþjálfun og stundum tökum við spretti og svoleiðis. Það er mjög mismunandi,“ segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmenn höfuð- borgarsvæðisins hafa æft af fullum krafti síðustu sextán ár í Faxafeninu. Þó að tímarnir séu fastir hjá félögunum eru allir velkomnir og tímarnir alls ekki lokaðir almenningi. Í Hreyfingu hittast slökkviliðsmenn úr stöðvun- um við Skógarhlíð og Tunguháls. Drjúgan part af morgninum má því segja að þeir stjórni slökkvi- liðsstöðinni úr annars konar stöð – líkamsræktar- stöðinni. „Þetta er mjög gott upp á móralinn. Það er fínt að gera eitthvað með starfsfélögunum í aðeins öðruvísi umhverfi og bindast sterkum böndum. Við líka peppum hver aðra upp í tímunum og höfum mjög gaman af,“ segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri, allt frá 24 og upp í rúmlega sextugt. Hraustu slökkviliðsmennirnir fá því miður ekki alltaf að klára æfingarnar sínar því oft kemur fyrir að þeir eru kallaðir út í miðjum klíðum. „Við erum með útkallstæki og síma á okkur þar sem við þurfum að bregðast mjög fljótt við öllum útköllum. Við erum með sérútgang í stöðinni þar sem fötin okkar og dót liggja tilbúin. Síðan er bílunum okkar lagt beint fyrir utan,“ segja Finnur og Hannes og því alveg ljóst að slökkviliðsmennirnir eru fljótir að bregðast við. En hvað finnst fólkinu í Hreyfingu um þetta? „Fólki finnst mjög gaman að hafa okkur hérna og svolítið spennandi þegar við erum kallaðir út.“ lilja@frettabladid.is Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru frá Matfugli. Þeir eru með ljúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. – Lostæti með lítilli fyrirhöfn Með ljúffengri fyllingu úr ostum og öðru góðgæti • Sérhæfð meðferð • Opið alla daga • Pantið tíma núna! • Munið gjafabréfin! Gefðu þér tíma fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði Námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna Einkatímar Hópatímar • Thai Chi • Hugræn teygjuleikfimi • Kung Fu Tek á móti dekurhópum. Heitur pottur, gufa og fleira. Ath. fleiri tilboð. Kínversk heilsulind • Skeifan 3j • 553 8282 Slökkviliðsmenn í spinning: Stjórna slökkvistöðinni úr Hreyfingu Strákarnir púla og púla í spinning hjá Heiðu Björk sem hvetur þá vel áfram með góðri og strákalegri rokktónlist. Hannes Páll Guðmundsson og Finnur Hilmarsson hjá neyðar- útgangi slökkviliðsmannanna þar sem fötin bíða tilbúin. Slökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri og ná vel saman í rækt- inni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Þann 11. nóvember verður haldin alþjóðleg flensuráðstefna í Genf í Sviss. Efnt er til ráðstefnunnar vegna þess að Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin hefur vakið athygli á möguleikanum á flensufaraldri um allan heim. Fuglaflensufaraldur- inn í Asíu vekur ugg meðal þeirra sem umhugað er um heilsu jarðar- búa en allt útlit er fyrir að fuglaflensa sé búin að festa sig í sessi í Asíu og því aðeins tíma- spursmál þangað til veiran þróast í þá átt að verða meira smitandi og þá er faraldur yfirvofandi. Enn- fremur er kominn tími á alþjóðleg- an flensufaraldur en síðasta stór- pest herjaði á heimsbyggðina árið 1968. Er þá um að ræða stökk- breytt afbrigði þekktra smitsjúk- dóma sem oft eru orðnir meira smitandi og jafnframt ónæmari fyrir bóluefnum. Flensa verður 36.000 manns að bana í Bandaríkj- unum árlega og um einni milljón jarðarbúa. Í flensufaraldri farast hinsvegar milljónir. Fulltrúar stærstu lyfjafyrirtækja heims munu sækja ráðstefnuna. ■ Búist er við flensufaraldri um allan heim á næstu árum. Alþjóðleg heilbrigðisráðstefna í Genf: Alheimsflensufaraldur yfirvofandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.