Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 26
Öndvegissúlur bankanna Landsbankinn hefur verið í örum vexti undanfarin misseri og eignaaukning bankans verið veruleg. Ekki er nema eðlilegt að við kynningu á uppgjöri bankans væri dregið fram sérstaklega hversu mikill vöxturinn væri og hann settur í samhengi við vöxt annarra fjármálastofnana. Landsbankamenn bjuggu af þessu tilefni til fínasta súlurit til að sjá mætti vöxtinn með berum augum. Athygli vakti að súluritið var látið enda við 800 milljarða króna. Eignir Landsbankans voru í lok september 638 milljarðar króna. Eignir KB banka voru á sama tíma 1.522 milljarðar króna. Súla KB banka varð því næstum helmingi of lág á þessu annars upplýsandi súlu- riti. Afnám bindisskyldu Norska blaðið Aftenposten gerir talsvert úr innrás íslenskra banka á norskan bankamarkað. Þar er fullyrt að bæði Íslandsbanki og KB banki ætli að koma sér fyrir á norskum bankamarkaði. Blaðamaður Aften- posten ræðir bæði við Bjarna Ármannsson, for- stjóra Íslandsbanka og Hreiðar Má Sigurðsson, for- stjóra KB banka. Báðir taka því líklega að fyrirtæki þeirra muni fjárfesta frekar á norskum fjármála- markaði. Íslandsbanki hyggst hasla sér völl í sjávar- útvegi og KB banki að byggja upp starfsemi af svipaðri stærð og í Svíþjóð og Danmörku. Með greininni fylgir mynd af Bjarna Ármannssyni þar sem hann stendur í fjörunni við Laugarnesið. Athygli vekur að hann er íklæddur peysu, en ekki í jakka með bindi eins og venjan er. Norðmenn hafa löngum þótt svolítið sveitó og kannski að þarna sé um aðlögun að norskum klæðaburði að ræða. Nema að búið sé að slaka á bindis- skyldu bankanna. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.307 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 776 Velta: 2.953 milljónir -1.71% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Miklar hræringar voru á skulda- bréfamarkaði í gær. Ávöxtunar- krafa verðtryggðra og óverð- tryggðra bréfa hækkaði innan dagsins í 6,9 ma.kr. viðskiptum. Strax við opnun markaða hækk- aði ávöxtunarkrafa ríkisbréfanna sem má rekja til vaxtahækkunar Seðlabankans á föstudag. Agnar Már Jónsson hefur verið ráðinn forstjóri Opinna kerfa ehf. og mun hann hefja störf 16. nóvember. Agnar Már kemur þar í stað Gylfa Árnasonar sem í október tók við starfi for- stjóra Opin Kerfi Group hf. Krónan styrktist á markaði í gær um hálft prósent. Styrkingu krónunnar má rekja til hækkunar stýrivaxta á föstudag. 18 2. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Hlutabréfamarkaður sló enn eitt lækkunarmetið með mestu níu daga lækkun í röð frá upphafi íslensks hluta- bréfamarkaðar. Þessa níu daga er lækkunin 14,1 pró- sent. Hlutabréfamarkaður hélt áfram að lækka í gær níunda dag- inn í röð. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,71 prósent í gær. Leita þarf aftur til ársins 2001 eitt til að finna samfellda lækkun í níu daga. Þá lækkaði vísitalan stöðugt dagana 22. október til 1. nóvember sem eru sömu dagsetn- ingar og í níu daga lækkun nú. Lækkunin þá var mun minni eða 2,5 prósent. Lækkunin í gær var minni en dagana í síðustu viku og viðskipt- in minni. Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur Greiningar Íslands- banka segir það benda til þess að meiri ró sé yfir markaðnum. Verðmat greiningardeilda bankanna hefur verið talsvert lægra en verð félaga á markaði. Eftir lækkanir nú er verð nokk- urra hlutafélaga komið nær verð- mati greiningardeilda bankanna. „Verðmat miðar við mat á horfum fyrir núverandi rekstur,“ segir Atli. Greiningardeildir taka ekki inn í mat sitt væntingar um útrás eða kaup á öðrum fyrirtækjum. Atli segir að úrvalsvísitalan sé nú á svipuðum slóðum og hún var um miðjan ágúst. „Þetta er ekki meiri lækkun en það.“ Verð sem er nær greiningu á fyrirtækjum og minni velta geti bent til þess að lækkunin sé að stöðvast. „Mark- aði hættir til að bregðast of hart við í báðar áttir.“ Hugsanlega sé komið nóg, en hann geti lækkað meira. „Að þeim punkti að öllum finnist þetta komið út í tóma vit- leysu eða niður fyrir verðmats- gengi.“ Hann segir að líklegt sé að enn um sinn muni reyna á verð fé- laga á markaði. „Vonandi er mesta lækkunin að baki,“ segir Atli. Síðustu vikuna hafa fjárfestar selt hlutabréf og sérfræðingar segja hækkun markaðar á ný ráð- ast af því hvort þeir fjármunir leiti aftur inn á markaðinn þegar fjárfestar telja botninum náð. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis -0,23%... Bakkavör -2,55%... Burðarás -2,44%...Atorka -1,96%... Grandi 0,00%...Íslandsbanki hf. +1,46%... KB banki -2,82%... Landsbankinn -5,53%... Marel +0,41%... Medcare Flaga +4,17%...Og fjarskipti -1,39%... Opin Kerfi +1,14%... Samherji hf. -0,41%...Straumur -1,72%... Össur hf.+0,00% Níundi í lækkun Medcare Flaga 4,17% Hlutabréfsj. Búnaðarb. 2,97% Kaldbakur, fjárf.f. hf 1,94% Landsbanki Íslands hf. -5,53% SÍF hf. -3,74% Kaupþing Búnaðarb. hf. -2,82% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is LEITAÐ AÐ BOTNI Níundi lækkunardagur á hlutabréfamarkaði leit dagsins ljós í gær. Sérfræðingar telja ýmis merki þess að draga kunni úr lækkun. Hins vegar er markaður kunnur að því að haga sér allt annað en skynsamlega. Góð ávöxtun kaupréttar Tilkynnt var um nýtingu kaup- réttar nokkurra lykilstarfsmanna KB banka í gær. Kaupréttarsamningurinn er við starfsmenn bankans sem voru starfsmenn Kaupþings árið 2000. Kaupréttirnir eru á genginu 102,5 en gengi bankans við lok markað- ar í gær var 430 og hefur það lækkað nokkuð að undanförnu. Miklar breytingar hafa orðið á fyrirtækinu frá því að samning- arnir voru gerðir og endurspegl- ast það í ávöxtun kaupréttarsamn- inganna sem er tæplega 320 prósent á tímabilinu. - hh

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.