Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 32
24 2. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Mér leiðist daglegt amstur og finnst þess vegna allir dagar í dagatalinu jafn leið- inlegir. Laugardagar eru mér til jafn mik- illar mæðu og mánu- dagar. Það gildir nefni- lega einu hvað dagur- inn heitir, hann rúmar jafn margar leiðinlegar klukkustundir og allir hinir. Kannski er lífið svona eintóna af því að ég er hættur að drekka brenni- vín, kannski vegna þess að þvotta- vélin mín er biluð. Veit það ekki. Síðasta vika var jafnvel leiðin- legri en allar hinar vikurnar á undan og ég lofaði mér því á mið- vikudegi að ef ég lifði föstudaginn af skyldi ég slæpast alla helgina, gera ekki neitt. Það er mikil kúnst að gera ekki neitt án þess að láta sér leiðast og það er sérstaklega erfitt ef maður þarf ekki að gera neitt. Það er nefni- lega ekkert varið í það að slæpast nema maður sé að koma sér undan einhverju öðru. Stolnar stundir eru bestar. Ég var sem sagt búinn að búa þannig um hnútana að ég þyrfti ekk- ert að gera um helgina en í stað þess að sofa til tvö var ég sprotttinn upp fyrir klukkan 10 að morgni laugar- dagsins og fann enga eirð í mér til að slæpast. Ákvað því að það væri best að fara út í bakarí, rölta svo niður Laugaveginn og sá í hendi mér að það væri mjög mikilvægt að ég færi í Kolaportið að kaupa gaml- ar og illa lyktandi bækur. Það var svo eins og við manninn mælt að um leið og ég var búinn að þaulskipu- leggja daginn féllust mér hendur og ró færðist yfir mig. Ákvað að leggja mig í 5 mínútur áður ég legði upp í leiðangurinn og svaf til sex. Góndi út í loftið um kvöldið og ákvað að vinna allt þetta tímatap upp á sunnudeginum. Verkkvíðinn helltist yfir mig áður en ég komst fram úr þannig að ég svaf þann daginn líka. Þegar upp var staðið, síðdegis á sunnudegi, var ég sannfærður um að þetta væri besta helgi sem ég hefði upplifað í háa herrans tíð. Samt er ég með smá samviskubit og finnst eins og ég hafi verið að stela tíma frá sjálfum mér. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON TELUR SLÆPING OG AÐGERÐALEYSI VERA LIST Listin að gera ekki neitt M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Og hér ertu kominn aftur með skítugan þvottinn þinn þvolega kki? að neinn annar geri það! fyrir erk er dilega já þér jaður! Þú bara fyllir á og fyrir eitthvað kraftaverk er þvotturinn skyndilega komin inní skáp hjá þér hreinn og straujaður! Skiluru? ekki flinu yndi trax! Ég þoli ekki meira af röflinu í henni! Ég myndi flytja strax! Heldurðu það já! Hver á síðan að þvo þetta allt? Væntanlega ég er það ekki? Ég býst ekki við að neinn annar geri það! Skiluru? Ég er hin eina sanna prinsessa sem ræð öllu í heiminum, og þetta er prins Bóbó! Hæ! Þú verður að gera allt sem ég segi því ég er prinsessan! Jáhá! Jabb! Ef mig langar í ís verður þú að gefa mér ís! Ef ég vil nammi verður þú að gefa mér nammi! Skilur þú? Þú og þinn stóri munnur Var gaman í eftirpartíinu í gær? Já, það var fínt. En þegar ég ætlaði að fara heim vildi Sunna fara með mér. Þetta var frekar skrýtið. Virkilega. Hvað sagðir þú við hana? Ég sagði aaaaeeeee, hérna... öööööööö, amm. Ring, ring, ring. Hún er lausnin á vandanum. Annað hvort hittirðu hana í dag eða heldur áfram aumingja- skapnum. Þú verður alla vega að gera eitthvað í þínum málum Af hverju stamarðu svona? Þú hefur ekki sofið hjá síðan þú hættir með Maríu. Þarna hafð- irðu tækifæri til að sofa hjá fínni gellu og síðan hefðirðu get- að stungið hana af. Þetta var jú hennar hugmynd! Ætlið þið ekki að hittast í dag og spjalla ? Ég býst við því. TATTOO ALEX verður gestaflúrari hjá okkur frá 4-13. nóv Alex hefur starfað um alla Evrópu og er einn virtasti tattooverari Norðurlanda (www.tattoosbyalex.com) Bókið tíma núna Tattoo og Skart • Hverfisgata 108 • Opið þri-lau frá 13 – 20 FDGOUS Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Siglufjörður » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.