Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 38
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Árni Þór Sigurðsson Á hersjúkrahús í Frakklandi Sjómannaafslættinum 30 2. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Sérfræðingar á danska ríkisspít- alanum hafa rannsakað ginseng um nokkurt skeið með tilliti til forvarnargildis þess gegn flensu og kvefpestum. Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt málinu mikinn áhuga enda eru dönsku sérfræðingarnir farnir að hallast að því að fólk geti losnað við hvimleiðar umgangspestir með því að gleypa í sig ginseng þegar fyrstu einkenna verður vart. Sigurður Þórðarson í Eðalvör- um er stórtækasti heildsali rauðs eðal-ginsengs á Íslandi en selur einnig ginseng til Noregs og Danmerkur og fylgist því að vonum grannt með umræðunni í Danmörku. „Þetta er auðvitað mjög já- kvætt en ég vil kannski ekki taka alveg svo djúpt í árinni og segja að hægt sé að losna við pestina með því að taka ginseng þegar hún fer að gera vart við sig. Ann- ars finnst mér ekki neinn stóri sannleikur vera að koma fram í Danmörku enda er forvarnar- gildi ginsengs gegn sjúkdómum skráð í meira en 2000 ára göml- um Austrænum lækningabók- um.“ Sigurður segist því aldrei hafa efast um forvarnargildið en telji það skila sér best í reglu- bundinni notkun efnisins. „Ég hef hvorki menntun né þekkingu til að draga einhverjar stórar ályktanir af þessu en það má vel vera að það sé hægt að nota gin- seng svona sem töfralausn en ég hef trú á langtíma notkun þess. En það er alveg ljóst að það inni- heldur efni sem hjálpa ónæmis- kerfinu.“ Sigurður segist hafa heyrt í viðskiptavinum sínum í Dan- mörku sem séu mjög ánægðir en hann er ekki enn farinn að huga að stærri ginseng sendingum til Danmerkur þó það megi vissu- lega búast við aukinni eftirspurn eftir mikla fjölmiðlaumræðu um dönsku rannsóknina. „Ég hef verið að fikra mig með þetta út fyrir landsteinana en fer hægt í sakirnar enda hef ég haft lítið annað en kostnað af þessum útflutningi hingað til, „ segir Sigurður sem hefur engar áhyggjur af flensunni sem hefur verið að gera vart við sig undan- farið. „Ég er rosalega frískur og tek alltaf skammtinn minn.“ ■ Sjónvarpsþátturinn Laugardags- kvöld með Gísla Marteini er með 39,6% uppsafnað áhorf sam- kvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Gallup. Gísli Marteinn hækkar um rúmt prósent frá því könnunin var gerð í maí en hrapar úr 52,2% þegar könnunin var gerð í október í fyrra. Þrátt fyrir það er Gísli Marteinn hæstánægður með könnunina: „Þessi könnun var gerð í byrjun október en í fyrra var hún gerð í lok mánaðar- ins, þegar vetrardagskráin var komin á fullt. Þetta eru því í raun ekki sambæri- legar kannanir,“ segir Gísli Marteinn. „Könnun- in sem var gerð í sept- ember í fyrra er sam- bærileg og þessi nýja og miðað við það er þátturinn að bæta við sig. Ég er því mjög sáttur og vona að þátturinn haldi sínum dampi.“ Gísli Marteinn segir að könn- unin beri þess merki að innlendu þættirnir séu ekki komnir á fullt og að Fréttir og Laugardagskvöld njóti góðs af Spaugstofunni sem hefur verið vinsælasti þátturinn í íslensku sjónvarpi síðustu ár. Sem fyrr er Gísli Marteinn vin- sælastur hjá elsta aldurshópnum. Rúm 71% í aldurshópnum 60-80 ára fylgdist með þættinum og rúm 50% í aldurshópnum 50-59 ára. Konur virðast einnig hrifnari af Gísla Marteini en um 41% kvenna fylgdist með honum í október en rúm 38% karla. ■ GÍSLI MARTEINN BALD- URSSON Er ánægður með uppsafnað áhorf í nýrri fjöl- miðlakönnun Gallup. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON Er stórtækur í sölu á rauðu eðal-ginsengi frá Kóreu. Danir virðast hafa fengið tröllatrú á ginsengi sem lækningu við flensu þannig að það er aldrei að vita nema Sigurður auki útflutning sinn til frænda okkar í Danmörku. DANSKIR VÍSINDAMENN: RANNSKA GINSENG GEGN FLENSU: Danir kokgleypa ginseng 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fær Eiður Smári Guðjohnsen fyrir að peppa allhressilega upp íslensku fótboltavitundina með endalausu markaregni á gervi- grasvöllum ensku úrvalsdeildar- innar, en skotskór Eiðs Smára hafa skilað fimm mörkum í netið á aðeins tveimur vikum. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? Móðurfélag Allianz telur alka óæskilega Stór hluti þjóðarinnar hefur þó farið í meðferð Dótið? PhotoVu Sem er? Stafrænn mynda- rammi sem uppfyllir þarfir spenntra ljósmyndara, hvort sem þeir mynda af áhuga eða vegna atvinnu. Þar sem stafrænar mynda- vélar eru nú að tröllríða öllu getur oft verið mikið vesen að sýna myndirnar sem teknar eru á þær. Flestir þurfa að opna tölv- urnar sínar og sýna þær þar eða brenna á disk og sýna í DVD-spilaranum. Með PhotoVu er hins vegar hægt að sýna myndasafnið án þess að nota tölvu eða sjónvarp. PhotoVu er staf- rænn myndarammi með 19 tommu LCD skjá. Ramminn tekur við flestum gerðum mynda- véla og hægt er að flokka þær og raða að vild. Snilldin við svona ramma er sú að hægt er að forrita hann þannig að hann sýnir nýja mynd með ákveðnu millibili. Myndirnar safna því ekki lengur ryki í kassa eða tölvu heldur eru nýttar jafn- óðum – öll- um til gleði. Tækið? Sem fyrr segir er 19 tommu skjár á rammanum með ágætri upplausn; 1280x960, 24 bita og með 170˚/170˚ sjónarhorni. Ramminn er með USB tengi og getur sýnt myndirnar sjálf- krafa. Hægt er að sýna allar myndirnar sem ramminn tekur. Ramminn styður bæði þráð- laust net sem og venjulegt net án þess að til- skilinn hugbúnaður sé til staðar. Hann styður Windows, Macintosh, Linux og Unix. Þar sem engin laus drif eru á honum er hann alveg hljóðlaus. Einfaldur spil- unarbúnaður. Ramminn vegur um tíu kíló en það fer þó allt eftir stærð hans. Verð? Rammi sem er 20“x25“x2.25“ á stærð kostar 1199 dollara eða rúmar 80 þúsund krónur. Rammi sem er 19“x24“x2.25“, kostar 1299 dollara en aukafídusar fylgja honum. | DÓTAKASSINN | Lárétt: 1 kjáni, 5 óþrif, 6 rykkorn, 7 jök- ull, 8 karlfugl, 9 veltingur, 10 á fæti, 12 rússnesk flugvélategund, 13 rödd, 15 sól- guð, 16 þvaður, 18 rifa. Lóðrétt: 1 fínni, 2 enda, 3 ármynni, 4 hressast, 6 gramir, 8 sár, 11 fiska, 14 tíu, 17 leit. LAUSN. Lárétt: 1flón,5lýs,6ar, 7ok,8ara,9 rugg,10tá,12mig,13alt,15ra,16raus, 18gátt. Lóðrétt: 1flottari,2lýk,3ós,4braggast, 6argir, 8aum,11ála,14tug,17sá. Gísli Marteinn fellur SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.