Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Sendu SMS skeytið JA FGF á númerið 1900 og þú gætir unnið. SMS LEIKUR 10. HVER VINNUR Vinningar eru: Bíómiðar á Forgotten Bolir, Bollar, Húfur, DVD myndir Margt fleira. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið BÍÓMIÐI Á 99KR? Hið gráa gaman Grikkur eða gotterí! görguðu ís-lenskir krakkaormar á útitröpp- um og mændu svo eftirvæntingarfull- ir á húsráðanda. Ha? hváði kerling. Æ, já, það er hrekkjavaka fyrir vestan. Sniðugt. Við ættum að taka upp alla þeirra hátíðisdaga. Hrifnust er ég af þakkargjörðarhátíðinni og persónu- lega finnst mér miklu heppilegra að halda upp á fjórða júlí en sautjánda júní. Veðrið er orðið svo miklu betra þá. Já, er það? tautuðu krakkakrílin og hristu tóma plastpoka sína. EN HVAÐ með ramada, carnival, oktoberfest, nautahlaup og dag hinna dauðu? hélt kerlingin áfram. Ha? Tak- ið þið ekki þátt í ramödunni líka? Nei , hvað er það? muldruðu krakkaskjóð- urnar. Nú, þá fastar maður allan lið- langan daginn. Svo getur maður hresst sig við með góðu nautahlaupi og þegar rökkva tekur má skunda út með poka og bjóða upp á grikk eða gotterí. Eftir það má dansa, syngja og spila á hljóðfæri úti í kirkjugarði alla nóttina og halda upp á dag hinna dauðu að hætti Mexíkóa. Krakkagrey- in voru hætt að brosa, orðin vand- ræðaleg og farin að tvístíga svo kerl- ing hætti sínu árlega þusi, náði í nokkra mola og stakk í pokann. OG NÚ ERU íslenskir hrekkjalóm- ar komnir í skólann, en bara í ör- skamma stund, svona rétt til að minna þá á hverju þeir eru að missa af. Svip- aðar aðferðir hafa nýst vel til pynt- inga í fjarlægum löndum. Höfuðlaus barnaherinn hefur verið iðjulaus í sex vikur og spurning hvort ekki sé hægt að nýta þessa starfskrafta ef aftur kemur til verkfalls með því að stofna teppagerðarverksmiðju og saumastof- ur. Í VILLTU VESTRINU ganga menn að kjörborðum í dag og óskandi að eft- irlit sé nákvæmt í sólríkum fylkjum. Kerry lofar blökkumönnum í Flórída að atkvæðin þeirra verði talin með í þetta sinn. Menn spyrja sig hvor sé sterkari í stríði, en enginn spyr hvor sé sterkari í friði. Hvað gerist eftir kosningar? Verður Kyoto-bókunin áfram hunsuð? Verður ráðist inn í fleiri lönd? Þjóðir heims fylgjast með úr fjarlægð, vitandi að nú fer fram val á yfirlögregluforingjanum á plánetu jörð. Báðir lofa að halda til- tektum áfram í henni veröld og Bússi heitir kúbverskum Bandaríkjamönn- um að koma Kastró frá. Hvað er grikkur og hvað er gotterí? Það er ekki gott að segja. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.