Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR FRUMBYGGJAKONUR Ástralski bókmenntafræðingurinn Anne Brewster flytur fyrirlestur um bókmenntir ástralskra frumbyggjakvenna á vegum Rannsóknar- stofu í kynja- og kvennafræðum í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands klukkan fimmtán mínútur gengin í eitt í dag. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 4. nóvember 2004 – 302. tölublað – 4. árgangur mormónar í utah gætu komið til bjargar Gömul lög torvelda ættfræði Oddur Helgason: ▲ SÍÐA 42 FORSTJÓRAR AXLI ÁBYRGÐ Þingmenn allra flokka eru sammála um að olíusamráðið hafi verið grafalvarlegt sam- félagsvandamál. Flest eru þau sammála um að forstjórarnir þurfi að axla sína ábyrgð og segja erfitt að meta hvaða áhrif skaðabótamál munu hafa. Sjá síðu 6 MARKAÐSSVEIFLUR ÝKTAR For- stjóri Fjármálaeftirlitsins telur hættu á að eignatengsl ýki sveiflur á markaði. Hann segir að í sumum tilvikum hafi ekki verið hugað nægjanlega vel að fjármögnun íbúðalána. Sjá síðu 8 ENGAR ENDURBÆTUR Ytri klæðning Þjóðleikhússins er illa farin af skemmdum. Stefnan var að ganga í endurbætur þegar Þjóðmenningarhúsi og Þjóðminjasafni væri lokið. Slíkt er þó ekki að finna í fjármála- frumvarpi fyrir næsta ár. Sjá síðu 10 ANDLEGUR MISKI RÁÐI Gunnleifur Kjartansson, hjá ofbeldisbrotadeild lögregl- unnar, vill neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis. Hann segir ákvæði í lög- um um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og á því þurfi breytingar. Sjá síðu 14 Kvikmyndir 38 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 36 Sjónvarp 40 ● tíska ● heimili ● ferðir ● tilboð Hannar föt úr ull Kolbrá Bragadóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS SV-horninu og Akureyri Me›allestur á tölublað* Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 (Vikulestur á Birtu) 72% 49% MorgunblaðiðBirta SNJÓKOMA EÐA ÉL á norðanverðu landinu. Hangir væntanlega þurr í borg- inni. Bjartviðri á Suðausturlandi. Varist vindstrengi við fjöll austan til. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Dagur verði borgarstjóri Innan R-listans liggur fyrir tillaga um að Dag- ur B. Eggertsson taki við starfi borgarstjóra. Óvíst um árangur af átakafundi í gærkvöld. ELDGOS „Þegar gosið fór að aukast um klukkan fimm og við að huga að heimferð urðum við varir við titring í jöklinum og vorum að tala um að þá hefði verið gaman að sjá jarðskjálftamælana hjá þeim á Veðurstofunni,“ sagði Jón Ólafur Magnússon fjallamaður, sem fór á þriðjudaginn í jeppaferð upp á Vatnajökul til að sjá Grímsvatna- gosið í návígi. Hann segir þá félaga sem lögðu í ferðina þó aldrei hafa verið í hættu stadda. „En þetta var alveg magnað og nokkuð sem maður á aldrei eftir að upplifa aftur.“ Virkni í Grímsvötnum hefur minnkað frá því gosið hófst í fyrrakvöld en talsverð gjóska fellur enn norðan jökuls. Hlaupinu í Skeiðará er lokið og vegurinn um sandana því öllum fær. - óká M YN D /JÓ M VIÐ GOSSTRÓKINN Á þriðjudag fóru nokkrir vanir fjallamenn í jeppaferð upp á Vatna- jökul til að sjá eldgos í návígi. Ferðin upp á jökul tók fleiri klukkustundir og náðu ferða- langarnir bæði að festa sig í á og jökulsprungu á leiðinni. Eldgosið í Grímsvötnum: Mögnuð upplifun Bush endurkjörinn með 59 milljón atkvæðum: Hefjum tímabil vonar BANDARÍKIN „Við hefjum nú tímabil vonar,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þúsundir stuðningsmanna sinna sem fögnuðu endurkjöri hans. „Bandaríska þjóðin hefur mælt og ég er auðmjúkur frammi fyrir því trausti sem samlandar mínir hafa sýnt mér. Því trausti fylgir skylda til að þjóna öllum Banda- ríkjamönnum,“ sagði Bush, sem beindi orðum sínum til þeirra sem kusu mótframbjóðanda hans, John Kerry. „Ég þarf á trausti ykkar og samstarfi að halda svo þjóð okkar megi verða sterkari og betri. Ég mun gera allt í mínu valdi til að ávinna mér traust ykkar,“ sagði Bush og bætti við: „Þegar við kom- um saman og vinnum saman eru engin takmörk fyrir því hvað Bandaríkin geta gert.“ Bush sagði helstu mál seinna kjörtímabils síns vera að bæta úrelt skattkerfi, ráðast í endurbætur á velferðarkerfinu og hafa málefni fjölskyldu og trúar í fyrirrúmi. Sigur Bush var stærri en búist var við. 59 milljónir Bandaríkja- manna, 51 prósent kjósenda, greiddu honum atkvæði sitt í kosn- ingum sem einkenndust af óvenju mikilli kjörsókn. Hingað til hefur mikil kjörsókn helst verið talin gagnast demókrötum en því var öfugt farið í þetta skipti. Sjá síðu 2 STJÓRNMÁL Tillaga liggur fyrir inn- an Reykjavíkurlistans um að Dag- ur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við starfi borgarstjóra og Þórólfur Árnason segi af sér vegna þátttöku í samráði olíu- félaganna. Borgarfulltrúar Reykjavíkur- listans komu saman til fundar í gærkvöld þar sem rætt var um framtíð listans. Fundur stóð enn þegar blaðið fór í prentun og óvíst um áran- gur, en vitað að tillaga um Dag sem borgarstjóra ligg- ur fyrir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fundahöld- um í dag. Árni Þór Sigurðs- son, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna á Reykjavíkurlistanum, er staddur í Þýskalandi og talið er að það hafi tafið fyrir um úrlausn málsins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og grasrótin í flokknum hafa ekki getað sætt sig við áframhaldandi setu Þórólfs Árna- sonar sem borgarstjóra. Vara- þingmaður flokksins sagði við Fréttablaðið að Þórólfur yrði að þekkja sinn vitjunartíma og að borgarstjóri þyrfti að vera hafinn yfir allan vafa. Þáttur hans í sam- ráði olíufélaganna varpaði skugga á samstarfið. Miklar annir voru hjá fulltrúum Reykjavíkurlistans vegna málsins í gær. Fyrst komu þeir saman um morguninn þar sem fulltrúar Vinstri grænna voru gagnrýndir harðlega fyrir að neita að lýsa yfir stuðningi við borgarstjóra. Að sama skapi gagnrýndu Vinstri grænir Önnu Kristinsdóttur, full- trúa Framsóknar í borgarstjórn, fyrir ótímabærar yfirlýsingar um að borgarfulltrúar treystu allir borgarstjóra; hún hafi ekki haft umboð til slíks. Formenn flokkanna standa að Reykjavíkurlistanum komu svo saman í hádeginu og sammæltust um að flokksmenn fengju að taka þátt í ákvörðunum um framtíð listans, í stað borgarfulltrúa einna. Fulltrúar flokkanna funduðu svo síðdegis hver í sínu lagi með stjórnum sinna flokks- félaga. Að þeim fundum loknum hittust borgar- fulltrúarnir á skrifstofum borgar- fulltrúa við Tjarnargötu, gegnt ráðhúsinu, á meðan Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður borgar- ráðs, komu til fundar í ráðhúsinu. Skömmu síðar gengu borgarfull- trúarnir allir á fund með borgar- stjóra þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bættist í hópinn. Spurð hvort Þórólfur nyti enn hennar stuðnings sagði hún: „Vandamálið snýst um að Þórólfur er búinn að starfa sem borgarstjóri, heill í sínu starfi og heiðvirður. Fyrir alla sem standa að Reykjavíkur- listanum snýst málið um hvort þeir geti staðið vörð um borgar- stjórann sinn án þess að standa vörð um þetta samráð olíufélag- anna sem allir fordæma að sjálf- sögðu.“ - ghg DAGUR B. EGGERTSSON LEITAÐ AÐ LYKLAVÖLDUNUM Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, koma til fundar í ráðhúsinu í gærkvöld til fundar um framtíð R-listasamstarfsins. FORSETAHJÓNIN FAGNA George og Laura Bush fögnuðu sigri repúblikana, sem var afgerandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.