Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 4
4 4. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL Davíðs Oddsson utan- ríkisráðherra sagði í gær að Hallgrímur Sigurðsson væri að hætta sem yfirmaður friðar- gæslunnar á alþjóðaflugvellin- um í Kabúl. Þetta kom fram í ut- andagskrárumræðu um árásir á íslenska starfsmenn utanríkis- þjónustunnar í Kabúl, sem fram fór að ósk Ögmundar Jónasson- ar, þingmanns Vinstri grænna. Davíð sagði að farið hefði verið ítarlega yfir atburðina, aðdrag- anda og aðstæður. Eftir það hefði verið ákveðið að flýta yfir- mannaskiptum sem fram eiga að fara. Þann 10. nóvember mun nýr yfirmaður fara til Kabúl til að endurskoða starfsemina á flugvellinum og að henni lokinni mun hann taka við starfi Hall- gríms. Ögmundur sagði í ræðu sinni að íhugandi væri hvort það að senda friðargæsluliða til starfa í Kabúl bryti gegn almennum hegningarlögum, en samkvæmt þeim getur hver sá sem ræður menn til herþjónustu sætt fang- elsisvist í allt að tvö ár. Ljóst væri að friðargæsluliðarnir hefðu fengið herþjálfun, þeir bæru vopn og titla og væru því hermenn. Þessu andmælti Davíð, sem sagði þá vinna borgaraleg störf og þrátt fyrir að þeir hafi fengið örskamma þjálfun í beit- ingu vopna væru þeir ekki her- menn. Hann viðurkenndi þó að íslenskir friðargæsluliðar hefðu réttarstöðu hermanna innan NATO. - ss STJÓRNMÁL Þórólfur Árnason borg- arstjóri hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki komið nálægt ákvörðun um verðsamráð olíufé- laganna og að hann hafi ekki vitað um náið samstarf forstjóra olíu- félaganna þegar hann starfaði sem markaðsstjóri Essó 1993 til 1998. Þórólfur er 127 sinnum nefndur í niðurstöðu Samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna og virðist í nokkrum tilvika hafa komið mjög við sögu í samráðinu. Samráð um bensínverð Í minnispunktum Þórólfs eftir sam- ráðsfund í ágúst 1994 segir meðal annars „Bensínhækkun allt að 3kr“. Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að samkvæmt þessu hafi verið rætt um eða ákveðið að hækka verð á bensíni um allt að þrjár krónur á lítra. Í handskrifuðu minnisblaði Þórólfs, frá 3. janúar 1995, sem lýsir fundi fram- kvæmdastjóra markaðssviða olíu- félaganna, segir „Ath. Breyta 92 okt „upp“ um ca. 1. kr. 15. jan.“ Þetta er túlkað af Samkeppnisráði á þann hátt að á fundinum sem Þórólfur sat hafi verið ákveðið að hækka verð á 92 oktana bensíni um eina krónu. Þann 18. janúar 1996 hittust Þórólfur og starfsbræður hans hjá Olís og Skeljungi og ræddu um verð á bensíni og ákváðu að lækka lítraverð á 95 oktana bensíni um 1 til 1,20 krónur. Þann 6. janúar 1997 sendi fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Olís tölvupóst til Þórólfs þar sem stung- ið var upp á fundi til að ræða m.a. „5 kr. afslátturinn í gasolíu og kortaafsláttur til stórkúnna“. Jafn- framt átti að ræða verð og fram- legð af sölu smurolíu og aðgerðir til að minnka samkeppni í sölu smur- olíu með því að koma keppinautn- um Bílanausti út af smurolíumark- aðnum. Þessum tölvupósti svaraði Þórólfur og ákveðið var að halda fund 13. janúar 1997. Fram kemur í niðurstöðu Samkeppnisráðs að Þórólfur hafi staðfest að honum hafi verið kunnugt um að forstjór- ar olíufélaganna hefðu rætt sín á milli um slæma afkomu félaganna og að við því yrði að bregðast með því að auka álagningu. Sjötta mars 1997 sendi Þórólfur tölvupóst til vörustjórans og spurði hvort „búið sé að ná samstöðu um hækkun á gasverðum“. Hann fékk svar um að nýtt verð hafi tekið gildi „samræmd milli olíufélag- anna“. Samráð vegna útboða Þórólfur virðist líka hafa tekið virkan þátt í samráði í verðtilboð- um til stærri viðskiptavina. Í minn- isblaði til Geirs Magnússonar þann 11. september 1994 segir Þórólfur að E.B. hafi verið sammála sér þeg- ar hann nefndi að að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi í því að láta ekki egna sig saman í verðstríð í útboðum. Í tölvupósti sem Þórólfur sendi til Geirs Magnússonar, fyrrverandi forstjóra Essó, í janúar 1997 vegna útboðs Ríkiskaupa á smurþjónustu gerði hann grein fyrir þeirri ákvörðun að gera ekki tilboð vegna útboðs og gefur tölvupósturinn til kynna að olíufélögin hafi rætt út- boðið sín á milli og að Essó hafi verið fullvissað um að Skeljungur og Olís myndu ekki bjóða. Í tölvupóstinum segir: „Ákveðið að senda ekki neitt inn. ... Miðað við njósnir smurstöðvanna og mín, þá tel ég öruggt að enginn sendi inn tilboð.“ Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að þann 3. janúar hafi Þórólfur talið öruggt að hin félögin myndu ekki senda inn tilboð. Í því fælist ekki spá hans heldur vissa um aðgerðir, meðal annars Olís og Skeljungs. Samráð um svæðaskiptingu Á árinu 1995 fóru fram um- fangsmiklar viðræður milli olíufélaganna um frekari markaðsskiptingu í rekstri bensínstöðva á landsbyggðinni. Minnisblað framkvæmdastjóra markaðssviðs smásölu hjá Olís lýsir í átta liðum því sem um var rætt. Undir öðrum lið er bókað: „Þórólfur tók vel í hugmyndina að Búðardalur og Þórshöfn yrðu lögð niður gegn því að Esso færi frá Neskaupstað og Reyðarfirði.“ Þann 28. ágúst gerði Þórólfur forstjóra félagsins grein fyrir stöðu málsins og lagði fram nýjar tillögur. Þar var meðal annars lagt til að Essó keypti skála Olís og Shell á Búðar- dal og þau hættu rekstri. Sama átti að gilda um Mývatn þar sem Olís og Shell áttu að hætta rekstri til að Essó sæti eitt að markaðnum. ghg@frettabladid.is Á að dæma forstjóra í fangelsi fyrir samráð sem bitnar á al- menningi? Spurning dagsins í dag: Ertu ánægð(ur) með úrslit forseta- kosninganna í Bandaríkjunum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 8,6% 91,4% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Bankaræningi: Fékk tvö ár í fangelsi DÓMSMÁL Bryngeir Sigurðsson var í gær dæmdur til tveggja ára fang- elsisvistar fyrir að ræna Lands- banka Íslands við Gullinbrú í Reykjavík vopnaður öxi sem hann ógnaði gjaldkera og braut glerskil- rúm með. Frá refsingunni dregst gæsluvarðstími. Félagi Bryngeirs sem keyrði hann á ránstað var dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar en ósannað þótti að maður sem var með þeim hefði lagt á ráðin um ránið með þeim. Hann var því sýknaður af ákæru. - hrs edda.is Malarinn sem spangólaði Gunnar Huttunen virðist heiðvirður maður og fyrirmynd annarra – en hann hefur einn galla: Hann þolir ekki reglugerðartal yfirvalda og fer þá út í skóg og spangólar, þorpsbúum til mikils ama. Stórkostuleg saga eftir höfund metsölubókarinnar Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð. BRYNGEIR SIGURÐSSON Bryngeir rændi Landsbankann til að greiða fíkniefnaskuld. HERMENN EÐA BORGARAR Hart var deilt um stöðu íslensku friðargæsluliðanna á þingi í gær, hvort þeir væru hermenn eða almennir borgarar. Þórólfur í samráði um bensínverð til almennings Nafn Þórólfs Árnasonar kemur 127 sinnum fyrir í niðurstöðu Samkeppnisráðs vegna verð- samráðs olíufélaganna. Samkvæmt henni virðist hann hafa tekið virkan þátt í samráði um verð- lagningu á bensíni og tilboð vegna útboða stærri viðskiptavina. Friðargæslan: Hallgrímur frá Kabúl FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Norðurlandaráð: Rannveig kosin forseti ALÞJÓÐAMÁL Rannveig Guðmunds- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, var kosin forseti Norðurlanda- ráðs við lok fundar þess í Stokk- hólmi í gær. „Ég met það persónu- lega mjög mikils að hafa verið valin í þetta embætti,“ segir Rannveig og bætir við að mikilvægasta markmið sitt innan norræns samstarfs sé að vernda og þróa norræna velferðar- kerfið. Hún vill jafnframt að barist verði gegn fátækt og gegn verslun með börn og konur í nánu samstarfi við Eystrasaltsríkin og Rússland. Næsta þing Norðurlandaráðs verður haldið á Íslandi. - ás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.