Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 8
8 4. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR MANNDRÁP Hugsanlega verða send sýni utan til rannsóknar vegna manndrápsins í Hamraborg aðfaranótt mánudags að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns í Kópavogi. Magnús Einarsson sem varð Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og móður tveggja barna þeirra, að bana hefur verið yfir- heyrður einu sinni. Friðrik segir koma í ljós á næstu dögum hvort senda þurfi sýni eins og lífsýni utan til rann- sóknar en ekki er víst að þörf sé á því. Vettvangsrannsókn á heimili fjölskyldunnar í Hamraborginni er langt komin og lýkur að öllum líkindum í dag. Magnús verður hugsanlega yfirheyrður öðru sinni í dag. Yfirheyrsla annarra vitna er lokið að mestu. Friðrik Smári segir ekki enn hægt að segja til um ástæðu verknaðarins, rannsóknin sé einfaldlega ekki það langt komin, hann segir erfitt að segja til um hvort Magnús sé trúverðugur í frásögn sinni um at- burði næturinnar örlagaríku. - hrs VIÐSKIPTI Forstjóri Fjármálaeftir- litsins telur brýnt að fjármála- stofnanir hugi að áhættustýr- ingu og áhættustöðu sinni vegna nýrra íbúðalána. „Almenningur hefur nýtt sér þetta í talsvert miklum mæli, en í september síðastliðnum numu heildarupp- greiðslur á lánum Íbúðalána- sjóðs um 12,3 milljörðum króna,“ sagði Páll Gunnar Páls- son á ársfundi Fjármálaeftirlit- isins. Hann segir að í sumum til- vikum hafi ekki verið hugað nægilega vel að fjármögnun þessara lána eða arðsemi að teknu tilliti til afskrifta, rekst- arkostnaðar og annarra tekna. Páll Gunnar telur einnig að Íbúðalánasjóður búi sig undir breytta tíma og hugi að eigin áhættustjórnun og boðar að Fjármáleftirlitið muni fylgjast með framvindunni. Fjármáleftirlitið telur einnig ástæðu til þess að huga að eigna- tengslum fjármálafyrirtækja. Fjármáleftirlitið hefur áhyggj- ur af því að eignatengsl sem víða sé að finna, ekki síst með aðild fjármálafyrirtækja, kunni að ráða nokkru um gengisþróun hlutabréfa. „Þannig geta gagn- kvæm eignatengsl haft áhrif á gengisþróun félaga á víxl þan- nig að hætta er á að í hækkun spinnist gengið upp langt um- fram eðlilega verðþróun. Þessi áhrif geta líka komið til sögunn- ar í lækkunarferli,“ sagði Páll Gunnar. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hvatti banka og sparisjóði til að huga vel að áhættu sinni bæði gagnvart einstökum lántakend- um, svo og gagnvart eiginfjár- stöðu sinni í vexti og útrás. „Frekari vöxtur þeirra er háður því að þeir geti með ítarlegum álagsprófum fullvissað sjálfa sig, eftirlitið og aðra um að þeir geti staðið af sér hugsanleg áföll.“ haflidi@frettabladid.is Hákon Eydal: Enn í gæslu- varðhaldi LÖGREGLA Hákon Eydal, banamaður Sri Rahmawati, var úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur til að sæta áframhaldandi gæsluvarð- haldi til tólfta janúar næstkom- andi. Hákon var fyrst úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald 7. júlí sem síðan hefur verið fram- lengt nokkrum sinnum. Hákon hef- ur játað að hafa orðið Sri að bana með kúbeini. Mikil leit var gerð að líki Sri og vísaði Hákon á rangan stað í fyrstu en nokkur tími leið þar til líkið fannst í hraunsprungu sunnan Hafnarfjarðar. - hrs Leikskólakennarar: Fjórtán fundir KJARAMÁL Fjórtán fundir leikskóla- kennara og launanefndar sveitar- félaga hafa farið fram frá því að kjarasamningur þeirra á milli rann út í lok ágúst. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir stefnuna setta á sambærileg laun fyrir leikskólakennara og grunn- skólakennara. Tölur Kjararannsóknarnefnd- ar sýna að munurinn á meðaldag- vinnulaunum allra aldurshópa er ríflega 20 prósent. - gag NÆRRI SJÚKRAHÚSINU Myndum af Arafat hefur verið komið fyrir nálægt sjúkrahúsinu sem hann dvelur á. Veikindi Arafats: Ekki með hvítblæði FRAKKLAND, AP Gengið hefur verið úr skugga um að það er ekki hvít- blæði sem hrjáir Jasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínu- manna. Læknar hafa hins vegar ekki skorið úr um hvað það er sem hrjáir Arafat og því þurfti að flytja hann til Frakklands til að- hlynningar. „Síðustu tvo sólarhringa hefur hann getað talað við lækna sína, nána ættingja, samstarfsmenn og þjóðarleiðtoga,“ sagði Leila Shahid, sendifulltrúi Palestínu- stjórnar í Frakklandi um Arafat. ■ Breska þingið: Mega flengja börnin sín LONDON, AP Breskir þingmenn felldu í gær lagafrumvarp þess efnis að foreldrum væri óheimilt að flengja börnin sín. Frumvarpið var fellt með miklum mun, 424 þingmenn voru andvígir því en 75 greiddu atkvæði með því. Þingmenn sem studdu frum- varpið sögðu tilganginn með því að veita börnum sömu lagalegu vernd gegn ofbeldi og fullorðnir njóta. Andstæðingar þess sögðu hins vegar að ef það yrði sam- þykkt væri verið að grípa um of inn í málefni fjölskyldunnar. Núverandi lög heimila foreldr- um að beita börn líkamlegri refs- ingu svo fremi sem hún er hæfi- leg. ■ Drukkinn Japani: Braust inn og sofnaði JAPAN, AP Japanskur innbrotsþjóf- ur í borginni Kobe var handtekinn þar sem hann svaf úr sér ölvímu í íbúð sem hann hafði brotist inn í. Maðurinn braust inn til að ræna heimilið en sofnaði áður en honum tókst að taka til eitthvað verð- mætt. Eigandi hússins kom að honum sofandi og kallaði á lögregluna. Við það vaknaði innbrotsþjófur- inn og reyndi að flýja en var hand- tekinn og færður í fangaklefa. ■ SVONA ERUM VIÐ FLUGSTUNDIR Á LOFTFÖRUM SKRÁÐUM HÉR FRÁ 1994 TIL 2003: Ár Flugstundir Ár Flugstundir 1994 80.694 1995 88.278 1996 103.092 1997 113.060 1998 131.480 1999 134.578 2000 139.567 2001 137.562 2002 132.192 2003 157.728 Heimild: Ársskýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa 2003. – hefur þú séð DV í dag? Stakk Binna bankastjóra á hol Fórnarlambið tekið úr öndunarvél í gær FJÖLMIÐLAR Tímaritið Birta sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum er mest lesna tímarit landsins og annar vinsælasti fjölmiðill suð- vesturhornsins og Akureyrar, þar sem Fréttablaðinu og Birtu er dreift í hvert hús. Á því svæði er Birta með 62% lestur, Fréttablað- ið er mest lesið með 75% meðal- lestur en RÚV er í þriðja sæti með 60% notkun. Þetta kemur fram í nýrri fjölmiðlakönnun Gallups en niðurstöður hennar voru birtar á mánudag. Birta er fjórði sterkasti fjöl- miðillinn á landsvísu, fylgir þar á eftir Fréttablaðinu, RÚV og Stöð 2. Birta skýst þar með fram fyrir Morgunblaðið. Konur á suðvest- urhorninu og Akureyri lesa Birtu nær jafn mikið og Fréttablaðið. Meðallestur Fréttablaðsins er 74% en Birtu 72%. Í þessum flokki er forskotið á Ríkisútvarpið 24% en 47% á Morgunblaðið. Sigríður Björg Tómasdóttir og Steinunn Stefánsdóttir, ritstjórar Birtu, segja þetta góð tíðindi og til marks um þá sókn sem Birta hef- ur verið í um hríð. Útlit Birtu var endurhannað í sumar, sjónvarps- dagskrá aukin og endurbætt og ýmsum efnisþáttum bætt við. „Birta er í stöðugri þróun og á ef- laust eftir að eflast enn meira,“ segja Steinunn og Sigríður. ■ HAMRABORG Vettvangsrannsókn í Hamraborg er að mestu lokið og klárast hún líklega í dag. Manndráp í Hamraborg: Sýni hugsanlega send utan til rannsóknar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Fjölmiðlakönnun Gallups: Birta er annar vinsælasti miðillinn ALLIR Á ALDRINUM 12-80 ÁRA Meðallestur dagblaða, uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi og uppsafnaður lestur yfir viku eða mánuð í tímaritum. Frétta- blaðið Birta RÚV Stöð 2 Mbl. S1 Lifun Séð & Heyrt Mann- líf VikanTíma- rit Mbl. Dagskr. Vík 75 % 62 % 60% 55 % 53% 52% 43 % 41% 28 % 27 % 18 % 11 % SUÐVESTURHORNIÐ OG AKUREYRI Jafnréttisnefnd: Lítið gert úr ofbeldi JAFNRÉTTI Jafnréttisnefnd Reykja- víkurborgar gagnrýnir harðlega í ályktun nýlegan dóm Héraðs- dóms Reykjaness þar sem refs- ingu manns sem dæmdur var fyrir líkamsárás gegn eiginkonu sinni var frestað. Í dómnum hafi verið látið að því liggja að hegðun konunnar hafi valdið ofbeldinu. Nefndin vonist til að dómurinn verði leið- réttur í Hæstarétti. „Jafnréttisnefnd Reykjavíkur- borgar telur dóminn senda hættu- leg skilaboð til karla og kvenna og gera lítið úr alvarleik heimilisof- beldis í samfélagi okkar.“ - gag HUGAÐ AÐ HÆTTU Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftir- litsins, telur sum fjármálafyrirtæki verða að huga betur að áhættu í rekstri sínum. Hann hefur áhyggjur af að eignatengsl ýki sveiflur á verðbréfamörkuðum og auki áhættu fjármálafyrirtækja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R Eignatengsl og ný lán áhyggjuefni Forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur hættu á að eignatengsl ýki sveiflur á markaði. Hann segir að í sumum tilvikum hafi ekki verið hugað nægjanlega vel að fjármögnun íbúðalána.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.