Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 24
Nú er haustið komið og heimilisskreytingar eftir því. Reyndu að komast í tengsl við um- hverfið og skreyttu til dæmis með þurrkuð- um greinum, laufum eða blómum. Það er hvort tveggja í tísku og voðalega huggulegt. Mjólkurþeytari Þetta litla tæki er ætlað til að flóa mjólk fyrir allskyns kaffidrykki eins og café latte, cap- puchino og macchi- ato. Það tekur aðeins tuttugu sekúndur að flóa full- komna mjólk fyrir kaffibollann en einnig er hægt að nota þeytarann í að léttþeyta rjóma, hræra saman mjólkurshake og þykkja uppí heitu súkkulaði. Fröken Nig- ella súperkokkur úr samnefndum sjón- varpsþáttum gefur mjólkurþeytaran- um hæstu einkunn og segir: „Hann er sannarlega eitt af mínum uppáhaldsleikföngum í eld- húsinu og fullkomnar cafe latteið mitt.“ Það eru til nokkrar gerðir af þeytar- anum smáa en þær vinsælustu eru Aerolatte og Latte Max. [ LJÓSIN Í BÆNUM ] Sveppurinn Skólavörðustíg 21 • Sími 551 4050 • Reykjavík Ný sending af rúmfatnaði Geysilegt úrval MIKIÐ ÚRVAL AF JÓLAKERAMIKI OG FÖNDURVÖRUM OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA Opið föndurkvöld alla fimmtudaga frá kl. 18-22 t.d. fyrir keramikmálun, korta- og lampagerð Kothúsum, Garði Vandaðar heimilis og gjafavörur Kringlunni fimmtudag til sunnudagsVetrarútsala í DUKA 20% afsláttur af matar og kaffistellum. Jólaföndrið í fullum gangi pergamano kortavörurnar eru komnar og verður kynning á þeim föstudaginn 5 nóv. milli kl. 14 og 16. Kortakvöld verður næst þriðjudaginn 9. nóv. DecoArt ehf Garðatorgi 3 • Garðabæ sími 555-0220 „Það eru náttúrlega algjör forrétt- indi að fá að vinna með systrum sínum. Við reynum auðvitað að halda fyrirtækinu innan fjölskyld- unnar eins lengi og við getum og ölum dæturnar upp í störfin,“ segir Stefanía Gunnarsdóttir en hún er eigandi verslunarinnar Duka í Kringlunni ásamt systrum sínum Sigrúnu og Aðalbjörgu Gunnarsdætrum. Systurnar þrjár hafa rekið verslunina í þrjú ár og hefur sam- starfið gengið eins og í sögu. „Okk- ur semur rosalega vel. Mamma var voðalega áhyggjufull í fyrstu því hún hélt að allt myndi fara í háaloft í fjölskyldunni en það hefur ekki gerst. Við erum mjög ólíkar en náum vel saman,“ segir Aðalbjörg en þær systur búa við mikinn skilning heima fyrir. „Karl- mennirnir skipta sér ekki af enda er þetta okkar. Þeir hafa sitt. Fjöl- skyldan hefur trú á okkur,“ segir Sigrún. „Það hefur reyndar verið eldað mikið af 1944 réttum síðan við byrjuðum með verslunina,“ bætir Stefanía við. Þó að systurnar vilji halda fyr- irtækinu innan fjölskyldunnar þá reyna þær samt að aðskilja einka- lífið og vinnuna. „Auðvitað dreym- ir mann verslunina stundum en við tölum til dæmis aldrei um hana í fjölskylduboðum. Við höldum versluninni alveg fyrir utan einka- lífið en ef umræður um hana myndast í boðum þá reynum við auðvitað að selja tólf manna stell,“ segir Stefanía og slær á létta strengi. „Við erum mjög samstillt- ar. Þetta er vinnan okkar, áhuga- málið og bara allt. Við förum sam- an út að panta vörur og það kemur aldrei upp ágreiningur um hvað á að selja í búðinni,“ bætir Sigrún við. Systurnar taka auðvitað púlsinn á tískunni og fylgjast vel með markaðinum. Duka er sænsk verslun og selur mikið af alls konar merkjum í búsáhöldum og gjafavörum. Það nýjasta eru Ritzenhoff-glösin sem reyndar voru seld í litlu magni fyrir síðustu jól. Ritzenhoff-glösin hafa þá sér- stöðu að þau eru öll teiknuð af listamönnum. Sérstaða Duka er hins vegar að þar fást aðeins glös eftir einn listamann, Lasse Åberg. „Lasse er afskaplega frægur, sænskur kvikmyndagerðamaður og leikari. Aðalþemað í glösum Lasse er músin en hann málar hana í öllum stærðum og gerðum. Í línunni eru allt frá snafsglösum upp í karöflur. lilja@frettabladid.is Þrjár systur í verslunarrekstri: Samstarfið gengur eins og í sögu Systurnar þrjár, frá vinstri: Stefanía, Sigrún og Aðalbjörg Gunnarsdætur. Þetta er þó ekki eftir aldursröð þar sem Aðalbjörg er elst og Sigrún yngst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Ritzenhoff-glösin eftir Lasse Åberg eru til sölu í Duka og er aðalþemað músin. Danski hönnuðurinn og arkitekt- inn Verner Panton á að baki lang- an og litríkan feril en hann hefur hannað hvert meistaraverkið á fætur öðru. Stólarnir hans og ljósin eru heimsfræg og undan- farin ár hafa margir af þeim hlutum sem hann hannaði á sjötta, sjöunda og áttunda ára- tugnum verið að fá uppreisn æru og eftirspurnin eftir þeim hefur aldrei verið meiri. Í fallegu húsi í stíl áttunda áratugarins niður við sjóinn í Kópavogi stendur einmitt einn af hinum ódauðlegu Panton-hlutum, lampinn Pant- hella. Faðir húsfreyjunnar festi kaup á lampanum fyrir um það bil tuttugu árum og lýsti hann upp æskuheimilið í fjöldamörg ár. Foreldrarnir fengu þó leið á lampanum einn daginn og hentu honum upp á háaloft þar sem hann mátti dúsa í þónokkur ár, eða þar til elsta dóttirin flutti í nýja húsið í Kópavogi og fór að sækjast eftir „sveppnum“ eins og lampinn hafði alltaf verið kallaður. Eftir skraf og fjas við móðurina sem að sjálfsögðu vildi lampann endilega aftur upp í stofuna sína eftir öll þessi ár, fékk unga húsmóðirin í Kópa- vogi „sveppinn“ sinn og hefur hann prýtt heimilið undanfarin fimm ár og er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni allri. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.