Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 46
Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, mun söðla um á sumri komanda. Þá kveður hann skólann eftir 25 ár í starfi. Hann ætlar að njóta hvíld- arinnar, en grípa jafnframt þau tækifæri sem gefast, hugnist hon- um þau. Og það hefur þegar gerst því nýlega festi hann kaup á fyr- irtækinu Leikbæ, ásamt tveimur sonum sínum. Það rekur fjórar leikfangaverslanir og er Þorvarð- ur orðinn stjórnarformaður þar. „Þetta er á engan hátt at- vinna,“ segir hann. „En þetta get- ur orðið viðfangsefni til að fást við þótt ekki sé í miklum mæli.“ Verzlunarskólinn hefur tekið miklum breytingum undir stjórn Þorvarðar, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands áður en hann settist á stól skólastjóra. Forveri hans í Verzl- unarskólanum var doktor Jón Gíslason, sem einnig sat í 25 ár. „Það hafa orðið meiri breyt- ingar í Verzlunarskólanum en öðrum skólum,“ segir Þorvarður. „Þegar ég kom að honum útskrif- aði hann nemendur með verslun- arprófi, en jafnframt verulega stóran hluta þeirra með stúdents- prófi. Nú ljúka nær allir nemend- ur skólans stúdentsprófi. Ég held að enginn komi inn í skólann í dag í þeim tilgangi að ljúka einungis verslunarprófi.“ Þorvarður segir að stúdents- próf frá skólanum spanni nú flestar þær námsbrautir sem boð- ið sé upp á í öðrum framhalds- skólum, að ógleymdum viðskipta- greinunum sem verið hafa undir- staða í náminu. „Skólinn hefur markað sér nýja stefnu á þessum tíma í sam- ræmi við þær breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Nú lít- um við svo á að það sé hlutverk skólans að búa allar stéttir þjóð- félagsins undir það að taka með einhverjum hætti þátt í viðskipta- lífi landsins, fjármálastjórn og efnahagslegri þróun. Í dag leikur markaðskerfið stórt hlutverk meðal vestrænna þjóða. Því er ákaflega mikilvægt að viðskipta- leg þekking sé tiltæk í öllum starfsgreinum. Hlutverk skólans í að móta efnahagslega þróun landsins sýnir sig til að mynda þegar ég kem inn í hin nýju verð- bréfafyrirtæki. Þar eru upp til hópa mínir nemendur í starfi.“ Þorvarður segir að nemendur hafi breyst mjög í gegnum tíðina. „Þegar ég var í framhalds- skóla voru það ákveðin forrétt- indi og þröngur hópur sem stund- aði slíkt nám. Nú er ætlast til þess að allir fari í framhaldsskóla og nemendur eru því meir þverskurður af þjóð- félaginu en áður var. Unga fólkið í dag er miklu betur gert heldur en það var áður. Það er jákvæð- ara, opnara og frjálslegra. Í mínu ungdæmi voru nemendur agaðri, kannski einbeittari, en jafnframt grimmari.“ jss@frettabladid.is 26 4. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR MATTHEW MCCONAUGHEY kvikmyndaleikari er 35 ára í dag. Nemendur voru grimmari SKÓLASTJÓRI VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS: KVEÐUR SKÓLANN OG SÖÐLAR UM „Mér líkar persónur með eigin siðareglur þar sem línan er ekki nauðsynlega dregin í sandinn, heldur í höfðinu og hjartanu.“ - Matthew McConaughey hefur oftar en ekki tekið að sér hlutverk góða gæjans. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Karl Ágúst Úlfsson leikari er 47 ára. ANDLÁT Guðni Már Baldursson, Hólmgarði 45, Reykjavík, er látinn. Hjördís Fjóla Ketilsdóttir, áður Vestur- götu 22, Reykjavík, lést 26. október. Ingólfur Sveinsson, fyrrv. lögregluþjónn, áður Kópavogsbraut 1, Kópavogi, lést 1. nóvember. Jóhanna Antonsdóttir, frá Skeiði, Hlíð- arvegi 45, Siglufirði, lést 1. nóvember Kristín Jónsdóttir, Suðurgötu 8, lést 1. nóvember. Vilborg Hjaltested lést 1. nóvember. Þórunn Hanna Júlíusdóttir lést 1. nóv- ember. Ásta Zoëga lést 2. nóvember. JARÐARFARIR 13.00 Ásgeir Guðmundsson, málara- meistari, Fannafold 11, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 13.00 Halldóra Júlíusdóttir, Gnoðarvogi 68, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju. 13.00 Þórdís Björk Aspar, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju. ÞORVARÐUR ELÍASSON Ætlar að njóta hvíldarinnar þegar hann hættir sem skólastjóri í Verzlunarskóla Íslands, en jafnframt að grípa þau tækifæri sem gefast, hugnist honum þau. Á þessum degi árið 1942 bjarg- aði áhöfn Brúarfoss 44 skipverj- um af ensku flutningaskipi sem varð fyrir tundurskeyti frá þýsk- um kafbáti. Við upphaf stríðsins urðu flutningaskipin gjarnan fyrir árás frá þýskum kafbátum og ferðuðust því skipin saman í lest og útbúin vopnum. Þjóðverjar létu þá lest af kafbátum sitja fyrir skipunum og reyndu þeir að rjúfa varnir skipalestanna og voru flutningaskipin þannig í enn meiri hættu en hefðu þau verið ein á ferð. Ein slík skipalest lagði upp frá New York seint í október og voru í henni um 50 skip og var Brúarfoss þar á meðal. Skipalest- in varð fyrir árás á þriðja degi, en um þriðjungur skipanna var enn á floti eftir 4 daga af sífelld- um árásum og var herskipið sem hafði það hlutverk að bjarga skipverjunum orðið fullt og var ákveðið að Brúarfoss tæki við og færi aftast í lestina tilbúið þess að nema staðar við sökkvandi skipin og bjarga skip- verjum. Brúarfoss var þannig í mikilli hættu en var til happs að veður versnaði og náði kafbát- arnir færi á einu skipi til viðbótar sem þeir sökktu. Skipið hét Daleby og náði Brúarfoss að bjarga 44 mönnum af skipinu. 4. NÓVEMBER 1942 Brúarfoss bjargaði 44 skipverjum af ensku flutningaskipi. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1922 Í Egyptalandi finnst inn- gangurinn að týndri gröf Pharaoh Tutankhamen. 1956 Sovétmenn ráðast inn í Ungverjaland til að bæla niður byltinguna sem hófst 23. október. 1979 Íranskir hermenn hertaka sendiráð Bandaríkjanna í Teheran og taka 63 amer- íska gísla. 1989 Um milljón Austur-Þjóð- verja fyllti stræti Austur- Berlínar í göngu til stuðn- ings lýðræðinu. 1990 Írak sendir út yfirlýsingu um að landið sé tilbúið að há hættulegt stríð frekar en að gefa frá sér Kúveit. 1995 Ísraelski forsætisráðherr- ann Yitzhak Rabin var ráð- inn af dögum af Ísraela eftir að hafa tekið þátt í friðargöngu. Brúarfoss bjargar 44 skipverjum lést á líknardeild Landspítalans þann 2. nóvember sl. Útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 15.00. Bjarni Heiðar Johansen, Anna Björk Bjarnadóttir, Tómas Holton, Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Erlendur Pálsson, Ragnheiður Lilja Bjarna- dóttir, Axel Aðalgeirsson, Halldór Heiðar Bjarnason, Tómas Heiðar og Bergþóra, Kristín María og Bjarni Magnús, Aðalgeir og Katrín, Guðrún Bergþórsdóttir, Halldór Bjarnason, Antonía Bjarnadóttir, Sigurlaug Halldórsdóttir, Helga Halldórsdóttir og Magnús Guðjónsson. Okkar ástkæra, Kristín Þorbjörg Halldórsdóttir Fljótstungu, Í dag hefst í Gerðubergi Málþing Félagsþjónustu Reykjavíkur þar sem kynnt verða nýmæli í þjónustu og ýmis þróunar- og átaksverkefni. „Við höfum í auknum mæli staðið fyrir rannsóknum og könnunum sem nýtast okkur við stefnumótun, og eru oft forsendur fyrir nýsköp- un og nýjungum í starfi,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og verkefnastjóri þróunarsviðs fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík. Á málþinginu verða meðal ann- ars kynnt stuðningsúrræði fyrir notendur og nýjungar í starfi og eru þar til dæmis tvær smiðjur sem fjalla um stuðning við atvinnu- lausa og fólk í fjárhagserfiðleikum. „Við höfum verið að þróa þar ýms- ar leiðir bæði innan og utan veggja félagsþjónustunnar, og má þar nefna kvenna- og karlasmiðjunna,“ segir Edda, en það er samstarfs- verkefni með Tryggingastofnun ríkisins. Einnig eru málstofur um nýj- ungar í vinnuaðferðir við barna- vernd, þjónusta við barnafjölskyld- ur og samfélagsvinnu. „Við bjóðum alla velkomna, og er þetta ein af okkar leiðum til að tengjast al- menningi. Starf okkar varðar alla því við erum í raun að þjónusta fólk frá vöggu til grafar,“ segir Edda. Upplýsingar um dagskrá mál- þingsins auk yfirskrift fyrir- lestranna er að finna á vefnum www.felagsthjonustan.is ■ Málþing Félagsþjónustunnar í Reykjavík: Þjónustum alla frá vöggu til grafar EDDA ÓLAFSDÓTTIR Félagsþjónusta Reykjavíkur heldur málþing í dag fyrir almenning þar sem kynnt verða nýmæli í þjónustu og ýmis þróunar- og átaksverkefni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.