Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2004 29 Framherjinn Antonio McDyessbyrjaði ekki glæsilega með Detroit Pistons í fyrsta leik tímabilsins í fyrr- inótt gegn Houston Rockets. McDyess, sem gekk til liðs við Pistons í sumar, var vísað út úr húsi í öðrum fjórðungi eftir að hafa sparkað bolt- anum upp í rjáfur. Hann á yfir höfði sér sekt og keppnis- bann. Pistons vann leikinn, 87-79. John Terry, fyrirliði Chelsea, virðistvera sannfærður um ágæti liðs síns, ef marka má síðustu fregnir frá Englandi. Terry seg- ist fullviss um að Chelsea geti unnið þrefalt í vetur. „Við erum með topp- mann í hverri stöðu og það væri frábært að leika eftir afrek Manchester United frá árinu 1999,“ sagði Terry. Helgi Reynir Guðmundsson erhættur að leika með KR í Inter- sportdeildinni í körfuknattleik. Helgi gat sér gott orð sem aðalleikstjórnandi Snæfells og skoraði 10,3 stig og gaf 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik vet- urinn 2002-2003. Hann gekk til liðs við KR haustið 2003 en ákvað nýlega að hætta. Nýhafið tímabil í enska boltanumgæti ollið vonbrigðum í herbúð- um Manchester United, vinni menn ekki saman sem heild. Þetta er haft eftir Roy Keane, fyrirliða liðsins. „Hæfileikar einstaklingsins mega sín lítils,“ sagði Keane. „Mestu máli skiptir hvað gerist á vellinum og hvernig liðið nær saman.“ United er í sjöunda sæti, níu stigum á eftir Arsenal sem er í efsta sæti þegar 11 umferðum er lokið. Stjórn Aston Villa hefur verið ákærðfyrir að bjóða í James Beattie, leikmann Southampton, á ólögmæt- an hátt. Villa bauð 6 milljónir punda í Beattie en Sout- hampton neitaði tilboð- inu. Forráðamenn Southampton fundu sig tilknúna að leggja fram kvörtun til enska knattspyrnusam- bandsins eftir að David O’Leary, knattspyrnustjóri Villa, sagðist sann- færður um að Beattie vildi ganga í sínar raðir. Þótti stjórn Southampton það vera fullmikið af hinu góða og því gæti farið svo að Villa þurfi að punga út hárri sekt fyrir athæfið. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Kæri vi›skiptavinur, núna fær›u geisladiskinn "Brot af Bestu barnaplötu í heimi ?" me› öllum barnamáltí›um flegar bor›a› er á Pizza Hut Sigild lög eins og "Ég er vinur flinn", "Lok Lok og læs" og "Ryksugulagi›" er á finna á flessum 5 laga kynningardisk. Brot af “Bestu barnaplötu í heimi ?” á Pizza Hut. PIZZA HUT • 533 2000 • Su›urlandsbraut 2 • Sprengisandi • Smáralind Geisladiskur fylgir me› barnamáltí›um 8 liða úrslit SS-bikars karla í handbolta: Stórleikur á Ásvöllum HANDBOLTI Stórleikur átta liða úr- slita SS-bikars karla í handbolta er viðureign Hauka og ÍR-inga á Ásvöllum en dregið var í bikarn- um í gær. Haukar og ÍR eru á toppi sinna riðla á Íslandsmótinu og því gerast leikirnir varla stærri í bikarnum. Haukar 2 fá líka heimaleik en þeir mæta HK sem er einmitt í harðri baráttu við a-liðið um sigur í Norðurriðlinum. Grótta/KR tekur síðan á móti Þór Akureyri á Nesinu og KA og ÍBV mætast í KA-húsinu fyrir norðan. Leikirnir fara fram 24. og 25. nóvember en undanúrslitin fara síðan fram á nýju ári. -óój HARALDUR FREYR GUÐMUNDSSON Verður hjá norska félaginu Ålesund næstu þrjú árin. Fréttablaðið/Pjetur Bikarmeistarar Keflavíkur missa annan lykilmann: Haraldur fer til Ålesund FÓTBOLTI Það verður seint sagt að ástandið í herbúðum bikarmeist- ara Keflavíkur sé gott þessa dag- ana. Þeir eru þjálfaralausir, misstu Zoran Daníel Ljubicic til Völsungs um daginn og nú er einn sterkasti varnarmaður liðsins, Haraldur Freyr Guðmundsson, á leið til Noregs. Haraldur náði samkomulagi við forráðamenn Ålesund á þriðjudag um samning og verður skrifað undir hann á næstu dög- um. Samningurinn er til þriggja ára. „Þetta gekk rosalega hratt fyrir sig og ég er verulega ánægð- ur með að þessi mál skuli vera í höfn,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið í gær en Ålesund er nýbúið að vinna sér sæti í úr- valsdeild norska boltans. „Ég er mjög sáttur við samn- inginn. Ég gerði þeim gagntilboð síðasta mánudag og samningurinn er ekki ólíkur því tilboði sem ég lagði fram.“ Samningur Haraldar tekur gildi 1. janúar næstkomandi en samningur hans við Keflavík rennur út um áramótin. Bikar- meistararnir fá því ekki krónu fyrir Harald. Mörg félög hafa bor- ið víurnar í Harald síðustu ár og hefur hann farið til reynslu hjá ófáum félögunum síðustu ár. Hann var því að vonum feginn að draumurinn um atvinnumennski hefði loksins ræst. „Þetta er bara alveg frábært. Það er gott að fá þetta tækifæri. Ég stefni á að vera þarna í kann- ski tvö til þrjú ár og ef ég stend mig vel fæ ég vonandi tækifæri í sterkari deild. Það er draumurinn og að sjálfsögðu langar mig helst að komast til Englands,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, nýjasti atvinnumaður Íslendinga. henry@frettabladid.is FH-ingar fá liðsstyrk: Ólafur Páll í Krikann FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Ólafur Páll Snorrason mun skrifa undir tveggja ára samning við Ís- landsmeistara FH fyrir helgi. Þetta staðfesti Ólafur í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann hafnaði samningstilboði frá Fylki sem hann hefur leikið með síðustu ár. „Fylkir bauð mér samning en þá var FH búið að hringja. Ég sagði við Fylkismenn að ég væri spenntur fyrir því að ræða við FH-ingana,“ sagði Ólafur Páll í gær. „Ég er bara mjög spenntur fyrir því að spila með FH og mun skrifa undir samning fyrir helgi. FH er það besta sem er í boði í dag og það eru bjartir tímar fram und- an,“ sagði Ólafur Páll Snorrason sem verður orðinn FH-ingur fyrir helgi. ■ Helena Ólafsdóttir tilkynnti landsliðshóp sinn í gær: Katrín með á ný og Guðbjörg einnig FÓTBOLTI Helena Ólafsdóttir, þjálf- ari A landsliðs kvenna, hefur til- kynnt 18 manna hóp sinn fyrir leikina tvo gegn Noregi í umspili um sæti í lokakeppni Evrópu- mótsins í Englandi næsta sumar. Leikirnir fara fram 10. nóvember í Egilshöll og síðan í Valhöll í Osló þremur dögum síðar en báðir verða þeir leiknir innanhúss í höllum og er það í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið spilar leik í móti innanhúss. Enginn nýliði er í hópnum en Katrín Jónsdóttir kemur aftur inn í landsliðið eftir tveggja ára hlé. Þá vekur athygli að Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Ís- landsmeistara Vals, fær í fyrsta sinn náð fyrir augum Helenu í al- vöruleik en María Björg Ágústs- dóttir hefur verið varamarkvörð- ur Þóru B. Helgadóttur allan tím- ann sem Helena hefur stjórnað liðinu. Olga Færseth mun leika sinn 50. landsleik í Egilshöllinni og hún er reyndasti leikmaður hópsins, hefur leikið leik meira en Erla Hendriksdóttir og Katrín sem hefur þó ekki leikið með liðinu síðan gegn Englendingum í sept- ember 2002. Íslandsmeistarar Vals eiga flesta leikmenn í hópnum eða átta leikmenn auk þess sem Margrét Lára Viðarsdóttir er á leiðinni á Hlíðarenda og því má segja að helmingur landsliðshópsins komi úr Val. Erla hjá Skovlunde í Dan- mörku og Katrín hjá Grimstad í Noregi eru tvær af fjórum leik- mönnum sem spila erlendis. Hin- ar eru Þóra Björg Helgadóttir markvörður, leikmaður Kolbotn í Noregi og Erla Steina Arnardóttir leikmaður Stattena í Svíþjóð. ■ LANDSLIÐSHÓPURINN GEGN NOREGI: Markverðir: Þóra B. Helgadóttir Kolbotn Guðbjörg Gunnarsdóttir Val Aðrir leikmenn Olga Færseth ÍBV Katrín Jónsdóttir Amazon Grimstad Erla Hendriksdóttir Skovlunde IF Guðlaug Jónsdóttir KR Edda Garðarsdóttir KR Laufey Ólafsdóttir Valur Málfríður Erna Sigurðardóttir Valur Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Íris Andrésdóttir Valur Hólmfríður Magnúsdóttir KR Björg Ásta Þórðardóttir Keflavík Dóra María Lárusdóttir Valur Nína Ósk Kristinsdóttir Valur Erla Steina Arnardóttir Stattena IF Ásta Árnadottir Valur Pála Marie Einarsdóttir Valur Í GÆSLU HJÁ REYNI Skagamaðurinn Reynir Leósson passar hér upp á Ólaf Pál. Hann er hættur hjá Fylki og farinn í FH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.