Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2004 JÓLABLAÐIÐ 2004 Eftir útgáfu jólablaðsins verður á hverjum degi blaðaukinn jólin koma. Þar verður haldið áfram með jólastemmingu til jóla. 102.000 EINTÖK MEÐ FRÉTTABLAÐINU Nú styttist í jólin og Fréttablaðið verður með veglegt jólablað. Efni blaðsins verður fjölbreytt og af ýmsum toga. Vönduð gjafaumfjöllun. Fagmenn jafnt sem leikmenn gefa góðar uppskriftir að jólamat og ljúffengum aðventuréttum. Þjóðkunnir einstaklingar rifja upp eftirminnileg jól og segja frá hefðum sinnar fjölskyldu. Í stuttu máli sagt verður blaðið skemmtilegt, líflegt, gagnlegt og eigulegt! Upplýsingar veita Jólablaðið Hinrik Fjeldsted Sími 515 7592 hinrik@frettabladid.is Jólin koma Ásta Bjartmarz Sími 515 7554 asta@frettabladid.is Þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður undir það síðasta, veiddist vel af vænum sjóbirtingi. Í Tungufljóti veiddist 20 punda bolti, það var Guðgeir Jónsson sem veiddi fisk- inn í Breiðufor á spún. Veiðimenn sem fóru í Varmá veiddu 30 sjóbirtinga, mest á milli Hveragerðis og þjóðvegarins. Bullandi veiði hefur verið í Rangánum og hellingur veiðst af laxi og sjóbirtingum. Affallið hef- ur verið að gefa vel og veiddust yfir 400 laxar og silungar í því. „Þetta hefur verið frábært sumar í Affallinu og margir veiði- menn fengið góða veiði og væna fiska. Næsta sumar ætti að skila meira af fiski,“ sagði Guðmundur Örn Ingólfsson veiðimaður um stöðuna þar. Snorri Tómasson lenti líka í vænum fiskum undir það síðasta í Tungufljótinu og veiddi fjóra stóra fiska. Veiðifélagi hans missti boltafisk, en gefum Snorra orðið: „Fiskarnir fengust með nokkurra mínútna millibili og fengust allir á maðk,“ sagði Snorri en hann veiddi fjóra væna sjóbirt- inga og var sá stærsti ellefu pund. „Sá stærsti tók strikið niður ána og var landað 200 metrum neðar eða við Flögubakka eftir mikla baráttu.“ „Syðri-Hólminn er búinn að vera langgjöfulasti veiðistaðurinn í fljótinu þetta haustið, þar er mjög djúpur og straumþungur hylur. Karl Björnsson, einn af veiðifélögum mínum, setti í troll þarna á þessum stað en fiskurinn slapp eftir mikið fjör. Við vorum fjórir félagar að veiðum og veidd- um á tveimur dögum á þriðja tug birtinga og var meðalþyngd þeirra um sex pund,“ sagði Snorri af lokum. Já, sjóbirtingurinn var að gefa sig undir lok veiðitímans. Í Eld- vatnsbotnum veiddist tólf punda bolti og í Tungufljótinu veiddust 350 sjóbirtingar – sá stærsti var tuttugu pund. Veiðimaður sem veiddi í Álftá á Mýrum undir það síðasta, lenti í hörku sjóbirtings- veiði og það sama gerðist í Þverá í Borgarfirði, en eftir veiðitímann var leyfð sjóbirtingsveiði neðar- lega í ánni. „Ég var að leika mér með fluguna og veiddi vel, stærsti fiskurinn var fjögur pund,“ sagði veiðimaður sem var í Þverá í Borgarfirði. ■ GUNNAR BENDER: SKRIFAR UM VEIÐI Veiddu á þriðja tug sjóbirtinga M YN D /H O LG ER T RO P TÍU PUNDARAR Snorri Tómasson með tvo tíu punda sjóbirtinga sem hann veiddi í Syðri-Hólma í Tungufljóti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.