Fréttablaðið - 05.11.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 05.11.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR ÍSLENSK ÆSKA Rektor Háskóla Ís- lands og umboðsmaður barna standa fyrir málþinginu „Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna.“ Kynntar verða og ræddar rannsóknir á högum og háttum íslenskrar æsku. Málþingið verður í hátíðarsal há- skólans og hefst klukkan 12.45. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 5. nóvember 2004 – 303. tölublað – 4. árgangur ARAFAT MEÐVITUNDARLAUS Jass- er Arafat, forseti Palestínu, liggur meðvitund- arlaus á Percy-sjúkrahúsinu nærri París í Frakklandi. Völd Arafats hafa verið framseld að hluta til Ahmed Qureia. Sjá síðu 2 BJARGAÐI SONUM Faðir bar unga syni sína út úr brennandi húsi fjölskyldunn- ar í Sandgerði. Ef ekki hefðu verið stein- steyptir veggir og loftplata í eldhúsinu hefði farið mun verr. Sjá síðu 2 MINNI LÍKUR AÐ ÞÓRÓLFUR LEIÐI R-LISTANN Formaður Samfylk- ingarinnar segir að afstaða verði tekin til framtíðar Þórólfs Árnasonar þegar skýringar hans um þátt hans í Olíufélagsmálinu liggi fyrir. Sjá síðu 6 KRÖFÐUST LOKUNAR Eldar loga enn í flugeldaverksmiðjunni í Kolding. Einn lést í sprengingunni. Íbúar í Kolding kröfðust þess fyrir nokkrum árum að verksmiðjunni yrði lokað. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 34 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 40 Íþróttir 28 Sjónvarp 44 nr. 44 2004 L Ý SIR U P P SK A M M D E G IÐ KRISTÍN RÓS Íþróttastjarna Íslands + Súkkulaði Rautt er heitt Ofdekur stjörnuspá fólk tíska bækur persónuleikapróf ÓN VA RP SD AG SK RÁ IN nó v - 11 . n óv Dedda » upplifði sorgina í áföngum Hattar » komnir á kreik Íþróttastjarna Íslands Kristín Rós Hákonardóttir: ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU DAG ● rautt er heitt ● súkkulaði VATNSVEÐUR Á LEIÐINNI Fyrst suð- vestantil en síðdegis víða um land síst þó norðaustantil. Hitinn er á uppleið og verður kominn í 5-10 stig síðdegis. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 SV-horninu og Akureyri Me›allestur á tölublað* Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 (Vikulestur á Birtu) 72% 49% MorgunblaðiðBirta ● tilboð ● matur Gæs á lágum hita Gunnar Karl Gíslason: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Vafi um hæfi til stjórnarsetu Forstjórar sem taldir eru bera ábyrgð á samráði olíufélaganna sitja í stjórnum fyrirtækja. Það virðist brjóta í bága við lög um fjármálafyrirtæki. SAMRÁÐ Seta Krist- ins Björnssonar, fyrrverandi for- stjóra Skeljungs, og Einars Bene- diktssonar, for- stjóra Olís, í stjórnum fjár- málafyrirtækja kann að brjóta í bága við lög um f j á r m á l a f y r i r - tæki. Þeir áttu í markvissu og skipulögðu samráði í störfum sín- um hjá olíufélögunum samkvæmt niðurstöðu Samkeppnisráðs. Taldi ráðið að olíufélögin hefðu hagnast um 6,5 milljarða króna á samráð- inu. Í 52. grein laga um fjármála- fyrirtæki er fjallað um hæfis- skilyrði stjórnarmanna í slíkum fyrirtækjum. Þar segir að þeir megi ekki hafa sýnt af sér hátt- semi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína. Kristinn Björnsson er nú stjórnarformaður f j á r f e s t i n g a r - bankans Straums en hann og tengd- ir aðilar eiga tólf prósent í bankan- um. Aðspurður hvort hann ætli að sitja áfram í stjórn Straums segir Kristinn að hann hafi verið kosinn til að sitja í stjórninni og hann fái ekki séð að lögin komi í veg fyrir það. Einar Benediktsson situr í stjórn Landsbankans sem óháður en ekki í krafti eignar í bankan- um. Fréttablaðið hefur ekki náð tali af honum en hann mun nú dvelja í útlöndum. Aðalfundur Landsbankans verður haldinn eftir um tvo mánuði. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með lögum um fjármálafyrirtæki. Stofnunin gefur ekki upp hvort málið sé til athugunar. - ghg Grímsvötn: Krafturinn úr gosinu ELDGOS „Það gýs nú ennþá,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði á raunvís- indastofnun Háskóla Íslands, þegar hann var spurður að því í gær hvort botninn væri dottinn úr Grímsvatnagosinu í Vatnajökli. „Krafturinn hefur farið minnk- andi, en gosið er ekki búið og svona gos geta rifið sig upp aftur. Það má nú samt fullyrða að aðal- krafturinn er farinn úr gosinu, en yfirleitt er hann alltaf fyrst,“ sagði hann og bjóst allt eins við einhverri gosvirkni í Grímsvötn- um í nokkra daga til viðbótar. Bergþór Bergþórsson, varð- stjóri í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli, hafði þó eftir flugmönnum sem flogið höfðu yfir gosið að svo virtist sem allur vindur væri úr því. „Gosið hefur engin áhrif á flugumferð lengur,“ bætti hann við. - óká SÉÐ OFAN Í GÍGINN Greinilega sást ofan í gíginn í Grímsvötnum þegar flogið var yfir í gær og mátti enn greina nokkra eldvirkni þó svo að mesti krafturinn væri úr gosinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KRISTINN BJÖRNSSON Er nú stjórnarfor- maður í Straumi. EINAR BENE- DIKTSSON Situr í stjórn Landsbankans. Reykjavíkurlistinn: Þórólfur neitaði að hætta VERÐSAMRÁÐ Þórólfur Árnason borg- arstjóri neitaði að láta af störfum borgarstjóra á átakafundi með borgarfulltrúum Reykjavíkurlist- ans í fyrrakvöld. Á fundinum var lögð fram sameiginleg tillaga borg- arfulltrúanna um að Þórólfur hætti störfum. Boðað var til fundarins vegna þess að Árni Þór Sigurðsson, full- trúi Vinstri grænna í borgarstjórn- arflokki Reykjavíkurlistans, neitaði að lýsa yfir trausti á Þórólfi eftir niðurstöðu Samkeppnisráðs um þátttöku Þórólfs í verðsamráði olíu- félaganna. Borgarfulltrúar úr röð- um Samfylkingar og Framsóknar- flokks lýstu hins vegar yfir stuðn- ingi við Þórólf. Engu að síður sætt- ust þeir á tillögu um að Þórólfur hætti störfum. Það kom mönnum hins vegar í opna skjöldu þegar Þórólfur neitaði að segja starfi sínu lausu. Fundurinn stóð í tæpar fjórar klukkustundir og eftir mikil átök varð niðurstaðan sú að Þórólfur fengi tóm til að kynna sjónarmið sín fyrir borgarbúum. Viðmælendum Fréttablaðsins ber engu að síður saman um að Þórólfur verði látinn segja af sér á næstu dögum. - ghg Sjá síðu 4 Tillaga R-listans um að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur: Gjöld hækki um allt að 42 prósent BORGARMÁL Gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur mun hækka um allt að 42 prósent samkvæmt tillögu sem leikskólaráð hefur sam- þykkt. Borgarráð frestaði af- greiðslu tillögunnar á fundi sín- um í gær. Tillagan að gjaldskrárbreyt- ingunni felur í sér að einn af þremur gjaldskrárflokkum verður felldur niður. Mun breyt- ingin því einkum hafa áhrif á fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi og foreldra í sambúð þar sem annað foreldrið er öryrki. Samkvæmt núgild- andi gjaldskrá greiða foreldrar þar sem annað er í námi 22.200 krónur á mánuði fyrir níu klukkustunda vistun. Ef breyt- ingin verður samþykkt mun gjaldið hækka í 31.330 krónur fyrir þetta fólk. Gjald fyrir for- eldra þar sem annað er öryrki mun hins vegar lækka úr 22.200 krónum á mánuði í 16.120 krón- ur. Í bókun R-listans með tillög- unni segir að vegna mikilla breytinga á högum og umhverfi námsmanna frá því núverandi gjaldskrá var tekin í notkun sé nauðsynlegt að endurskoða hana. Helstu rök fyrir lægra gjaldi þegar annað foreldri var í námi hafi verið tekjutenging maka. Þannig hafi framfærsla náms- manna skerst ef tekjur fóru fram úr ákveðnu marki. Þannig er þessu ekki lengur farið, segir í bókuninni. - th FORYSTUMENN LEIKSKÓLA REYKJAVÍKUR Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leik- skóla Reykjavíkur, og Þorlákur Björnsson, formaður Leikskólaráðs Reykjavíkur, vilja breyta gjaldskránni vegna breytinga á högum námsmanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.