Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 10
10 5. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR IÐNAÐUR Alcan á Íslandi hefur fest kaup á 10.350 fermetrum lands við Straumsvík, sem áður var í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Ritað var undir kaupsamning fyrirtæk- isins og bæjarfélagsins í Straums- vík í gær, en kaupverðið nam 34 milljónum króna. Landspildan er á athafnasvæði Alcan og liggur að hafnarsvæðinu í Straumsvík. „Innan landsins er lóð þar sem nýverið voru byggðar aðalskrifstofur Alcan en ekki er ráðgert að byggt verði frekar á landinu, heldur verði það nýtt sem útivistar- og athafnasvæði fyrir- tækisins,“ segir í tilkynningu, en þar kemur fram að stefna fyrir- tækisins sé að eiga og hafa yfir- ráðarétt yfir öllu landi þar sem starfsemi þess fer fram. „Með samningnum sem undirritaður verður í dag er tryggt, að það gildi um svæðið kringum nýjar höfuð- stöðvar í Straumsvík og ekki verði þar starfsemi óskyld rekstri Alcan.“ - óká Útgjöldin tvöfaldast Sveitarfélögin þurfa að greiða tvöfalt meira í húsaleigubætur á þessu ári en þau gerðu árið 2002. Aukin útgjöld eru þeim verst stöddu erfið. SVEITARSTJÓRNIR Hrein útgjöld sveit- arfélaganna vegna húsaleigubóta hafa aukist á þremur árum úr 420 milljónum upp í tæplega 900 millj- ónir króna. Hækkunin milli ára er þannig, að 2002 greiddu sveitarfé- lögin 420 milljónir, um 700 milljónir árið 2003 og áætluð greiðsla á þessu ári verður um 900 milljónir „Hluti af húsaleigubótunum kemur í gegnum jöfnunarsjóð sveit- arfélaga,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Áður var miðað við að hluti hans væri 55%, en sveitarfélögin greiddu 45%. Þetta var þumalfingursreglan. Á ár- inu 2004 er hlutfallið orðið þannig, að sjóðurinn greiðir um 40% en sveitarfélögin 60% af húsaleigubót- unum.“ Ef teknar eru heildarupphæðir þeirra húsaleigubóta sem sveitarfé- lögin hafa greitt frá árinu 2001 þá námu þær 706 milljónum króna árið 2001. Árið 2002 var upphæðin komin upp í 932 milljónir. Á síðasta ári voru þær 1240 milljónir. Á þessu ári er áætlað að þær verði 1450 milljónir. Er þá tekinn með hlutur jöfnunarsjóðs. „Ef þessar tölur eru skoðaðar eftir ársfjórðungum þá hækka þær jafnt og þétt á öllum ársfjórðungum frá 2002 nema einu sinni, sem þær lækka,“ sagði Gunnlaugur. Spurður um hvort þessi útgjöld væru að sliga einhver tilktekin sveitarfélög kvað hann ekki hægt að segja að svo væri eitt og sér. „En það falla öll vötn til Dýra- fjarðar í þessum efnum. Þetta er eitt af mörgu sem þyngir fyrir fæti. Aðrir útgjaldaþættir sveitarfélag- anna hafa aukist hröðum skrefum, svo sem vegna umhverfismála. Fé- lagsmálin hafa orðið mun dýrari, grunnskólinn tekur sitt og sérfræði- þjónustan eykst alltaf.“ Á nýafstaðinni fjármálaráð- stefnu Sambands íslenskra sveitar- félaga kom meðal annars fram, að sveitarstjórnarmenn væru ekki til- búnir til að ganga til fyrirhugaðra kosninga um sameiningu í 80 sveit- arfélögum með vorinu fyrr en geng- ið hefði verið frá réttlátari skipt- ingu tekjustofna á milli ríkis og sveitarfélaga. jss@frettabladid.is HEIMILISOFBELDI Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir sér- stakt refsiákvæði um heimilisof- beldi þurfa svo hægt sé að taka á verknaðinum í heild sinni. Hann segir ákvæði hegningarlaga um líkamsmeiðingar ekki duga ein og sér. Atli segir heimilisofbeldi mun víðtækara og meira en líkams- meiðing þar sem líkamsmeiðingin stendur yfir í stuttan tíma. Aftur á móti sé heimilisofbeldi langvar- andi ofbeldisbrot með andlegum ógnunum en stundum líkamlegu ofbeldi og aðeins þá eigi hegning- arlögin við. Hann segir andlegar meiðingar oft á tíðum vera alvar- legri en líkamlegar. „Beinbrot gróa en andleg sár aldrei til fulls,“ segir Atli. Eins segir Atli að á kyn- ferðisbrotum og heimilisofbeldi megi taka á í einkamálum ef sönn- unarkröfum hegningarlaga er ekki fullnægt þar sem í einkamáli nægir að sýna fram á gáleysið og sennilegar afleiðingar þess. ■ Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður: Vill breytingu á hegningarlögum ATLI GÍSLASON Atli krefst þess að kynferðis- og heimilisof- beldismenn sæti ábyrgð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T LANDSPILDAN SEM UM RÆÐIR Landið sem Alcan keypti af Hafnarfjarðar- bæ er á athafnasvæði fyrirtækisins við ný- byggðar höfuðstöðvar. Alcan kaupir land við Straumsvík: Kostaði 34 milljónir HÚSALEIGUBÆTUR - hlutur sveitarfélaga 2002 420 milljónir 2003 700 milljónir 2004 900 milljónir* * Áætlun KÓPAVOGUR Í Kópavogi hafa útgjöld vegna húsaleigu- bóta hækkað um tugi milljóna frá árinu 1998. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FÖSTUDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.