Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 14
14 5. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR ÓLGANDI TILFINNINGAR Íranar brenna bandaríska fánann fyrir utan fyrrverandi sendiráð Bandaríkjanna í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að ráðist var inn í bandaríska sendiráðið í Teheran og gíslar teknir. Íran og Bandaríkin stóðu í samningaviðræðum í heilt ár vegna ástandsins. Samkomulag um Sorpstöð Suðurlands undirritað: Lokapunktur á urðunina UMHVERFISMÁL Nýtt deiliskipulag verður unnið á urðunarsvæði Sorpstöðvar Suðurlands á Kirkju- ferjuhjáleigu, sem gildir þar til stöðin hættir urðun þar 1. desem- ber 2008. Þá verður urðunarrein sem verið er að ganga frá lækkuð til samræmis við nýtt skipulag. Þetta eru meginniðurstöður samkomulags sem fulltrúar sorp- stöðvarinnar og sveitarfélags Ölfuss undirrituðu í gær. Þar með hefur náðst lending í langvarandi ágreiningsmáli um sorpfjallið á urðunarstaðnum, sem Ölfussmenn hafa sagt 3-7 metrum of hátt samkvæmt deiliskipulagi, en sorpstöðvar- menn hafa sagt að slíkt skipulag sé ekki til. „Ég er sérstaklega sáttur við að þarna er kominn lokapunktur á þessa urðun,“ sagði Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti sveitar- stjórnar Ölfuss eftir undirskrift- ina í gær. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur sveitarfélagið Ölfus sig til að vinna með sorpstöðinni að því að finna nýjan urðunarstað. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er í gangi athugun á því að flytja allt sorp af höfuðborgar- svæðinu á svæði vestan Þorláks- hafnar í framtíðinni. - jss Fleiri slys og alvarleg atvik tekin til skoðunar Rannsóknarnefnd flugslysa tekur til skoðunar þrefalt fleiri flugatvik og slys en fyrir áratug síðan. Breytt tækni og meira flug stuðla að þróuninni. Erlend samskipti nefndarinnar hafa stóraukist með útrás flugrekenda. FLUGÖRYGGI Frá árinu 1994 hefur fjöldi flugslysa og alvarlegra flugatvika sem rannsóknarnefnd flugslysa tekur til umfjöllunar nær þrefaldast, að því er fram kemur í ársskýrslu nefndarinnar fyrir síðasta ár. Árið 1994 voru tekin til skoðunar 12 tilvik en í fyrra voru þau 35 talsins. Á sama tíma hefur heildarfjöldi flug- stunda nær tvöfaldast, úr rúmum 80 þúsund flugstundum í tæpar 158 þúsund stundir. „Aukningin er sérstaklega í leiguflugi og áætlunarflugi. Þetta skýrist af því að á okkur hafa verið lagðar auknar kröfur varð- andi rannsóknarskyldu,“ segir Þormóður Þormóðsson, rannsókn- arstjóri flugslysa. Frá árinu 1995 tók nefndin að rannsaka flugat- vik, auk slysa, og frá 1997 alvar- leg flugumferðaratvik. „Síðan hefur frá 2000 orðið mikil þróun í tækjabúnaði í flugvélum og stærri vélar líkt og notaðar eru í áætlunar- og leiguflugi eru komnar með svokallaða árekstr- ar- og jarðvara. Þessi búnaður er að verða til þess, að okk- ar mati, að tilkynning- um til okkar hefur fjölg- að og fleiri mál tekin til rannsóknar,“ segir hann og telur aukna útrás ís- lenskra flugrekenda og bættan tækjabúnað leggjast á eitt um að umsvif nefndarinnar hafa aukist. Verkefna- fjölda segir Þormóður að hafi verið mætt að einhverju leyti með því að nefndin fékk ritara og því hafi þeir sem að rannsóknum standa betri tök á að sinna þeim. „Svo kemur líka á móti að nútímasamskiptatækni, tölvupóstur og slíkt, gerir okkur auðveldara að eiga í erlendum samskiptum, en samskipti við systurstofnanir erlendis hafa aukist nokkuð.“ Þormóður segir að þó svo að nefndin fjalli um mörg atvik séu vitanlega nokkur sem upp úr stan- da. „Til dæmis Gar- demoen-atvikið og svo flugumferðaratvik yfir París í fyrra sem vél frá Atlanta lenti í. Og svo náttúrlega flugslysið sem varð í Hvalfirði.“ Bæði útlendu atvikin voru talin alvarleg, en í því fyrra sem átti sér stað í janúar árið 2002 raskaðist flug vélar Flugleiða að Gar- demoen flugvelli í Osló og því síð- ara sem átti sér stað 1. ágúst í fyrra lá við árekstri tveggja véla vegna mistaka við flugumferðar- stjórn. Í Hvalfirði hrapaði kennsluvél í marslok í fyrra með kennara og nemanda við Eystra- Miðfell. olikr@frettabladid.is Byggingariðnaður: Endurvinnsla fyrir steypu IÐNAÐUR Til stendur að opna end- urvinnslustöðvar fyrir steypu hjá Steypustöðinni. Sú fyrsta verður opnuð í lok næstu viku við Malar- höfða í Reykjavík, en stefnt mun vera að því að setja einnig upp slíkar stöðvar á öllum stöðvum fyrirtækisins í Reykjavík, Hafn- arfirði og á Selfossi. Í tilkynningu steypustöðvar- innar segir að afgangssteypa sé sett úr steypubíl í endurvinnslu- stöðina, sem hreinsar fylliefnin og gerir endurnýtinguna kleifa. Vatnið og sementsefjan sem til fellur við hreinsunina er notuð í nýja steypu. - óká Til að mæta óskum viðskiptavina hefur RV ákveðið að hafa einnig opið á laugardögum í verslun sinni að Réttarhálsi 2. Núna er líka opið á laugardögum Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV:RV2 02 0/ 2 ALLT FYRIR JÓLAGLUGGANN Síðumúla 32 • Sími 588 5900 KVIKMYNDASÝNINGAR Bíósýningar á Seyðisfirði hefjast um næstu helgi. Hörður Tryggvason rekstr- arstjóri kvikmyndahússins segir fyrirhugað að sýna kvikmyndir um hverja helgi en einnig á þriðjudögum því þá sé ferjan Nor- ræna í höfn. „Aðstaðan er góð. Við getum tekið 250 manns í sæti og tjald- ið er stórt,“ segir Hörður: „Fólk er búið að bíða eftir bíó- sýningunum og loksins eru þær að hefjast eftir heldur langt hlé en það hefur alltaf verið bíó hér annað slagið.“ Hörður segir að örar þurfi að skipta út myndunum þar sem markhópurinn sé ekki stór. Hann reikni þó einnig með aðsókn íbúa nágrannabyggðalaga. Nóg er að gerast í menningar- lífi bæjarbúa, að sögn Harðar. Dagana 18. til 21. nóvember verði Dagar myrkurs: „Öll ljós í bænum verða slökkt og ýmsar uppákomur verða. Meðal annars hryllingsbíó þar sem gamlar klassískar hryll- ingsmyndir verða sýndar.“ - gag SAMKOMULAG INNSIGLAÐ Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti sveitar- stjórnar Ölfuss, og Einar Njálsson, bæjar- stjóri Árborgar, handsöluðu nýtt samkomu- lag í gær. Sömdu við Sambíóin og sýna í toppgæðum: Bíósýningar á Seyðisfirði HÖRÐUR VIÐ SÝNINGARVÉLINA Stefnt er á fyrstu kvikmyndasýningar eftir nokkurt hlé í Herðu- breið um helgina. Sýndar verða myndir frá Sambíóunum. Til hliðar má sjá salinn sem tekur um 250 manns í sæti. M YN D IR SN O R R I E M IL SS O N ÞRÓUN FLUGSTUNDA OG FLUGATVIKA SÍÐASTA ÁRATUG* Ár Flugstundir Flugslys samtals og flugatvik 1994 80.694 12 1995 88.278 13 1996 103.092 18 1997 113.060 20 1998 131.480 23 1999 134.578 24 2000 139.567 33 2001 137.562 20 2002 132.192 34 2003 157.728 35 *Flugstundir á loftförum skráðum hér á landi. Heimild: Ársskýrsla Rannsóknarnefndar flug- slysa 2003. Í FLUGSTJÓRNARKLEFANUM Síðustu ár hefur komið til bættur tækjabúnaður í stærri flugvélum og þotum sem lætur vita af mögulegri árekstrarhættu og varhugaverðri nálægð við jörð. Í kjölfarið hefur til- kynningum um atvik til rannsóknarnefndar flugslysa fjölgað. ÞORMÓÐUR ÞORMÓÐSSON Segir að nútímasam- skiptatækni gera nefnd- inni kleift að anna auknum umsvifum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.