Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 20
Glundroðakenningin hefur lengi verið vinsæl í reykvískum stjórnmálum. Í upphafi snerist sú kenningin um ósamstöðu vinstrimanna og að eðlilegt væri fyrir kjósendur að velja þann valkost sem væri heildstæður og samhentur, nefnilega Sjálfstæð- isflokkinn. Á eftir-Davíðsárun- um, þegar flokkurinn tapaði borginni, snerist þetta hins veg- ar við og foringjavandræði sjálf- stæðismanna urðu pólitískum andstæðingum þeirra að óþrjót- andi yrkisefni. Síðan hefur öll borgarstjórnarpólitík sjálfstæð- ismanna litast meira og minna af umræðum um hvort sitjandi for- ingi væri í raun nægilega góður. Nú bankar hins vegar glund- roðinn upp á hjá R-listaflokkun- um enn á ný. Fyrir tæpum tveim- ur árum þegar Ingibjörg Sólrún, þáverandi borgarstjóri, skellti sér í landsmálin náði Reykjavík- urlistinn að vinna sig út úr al- varlegri foringjakreppu. Sú at- burðarás öll gekk hins vegar mjög nærri samstarfi flokkanna þriggja. Í dag standa spjótin enn á borgarstjóra R-listans – Þórólfi Árnasyni – ekki vegna ágrein- ings í samstarfinu, heldur vegna aðkomu Þórólfs að olíusamráð- inu illræmda. Þrátt fyrir öfluga málsvörn í fjölmiðlum er vand- séð er hvernig hjá því verður komist að Þórólfur víki úr borg- arstjórastóli. Það stafar af þeirri pólitísku ástæðu að R-listinn getur ekki tekið ábyrgð á olíu- samráðinu og það stafar af því að Þórólfur hefur ekki lengur trún- að allra sem að samstarfinu stan- da. Þá er líka alls óvíst hvort það sé yfirleitt gott fyrir persónu- lega hagsmuni Þórólfs sem hugs- anlegs aðila að málarekstri vegna olíusamráðsins að halda áfram að verja sig á opinberum pólitískum vettvangi. Vandi Reykjavíkurlistans er því orðinn glundroðavandi – samstarfs- flokkarnir eru ekki lengur sam- stiga. Vinstri grænir hafa þegar kastað sprengjunni með því að lýsa opinberlega vantrausti á borgarstjórann á meðan hinir flokkarnir virðast hafa verið til- búnir til að bakka hann upp, enn um sinn í það minnsta. Ein foringjakreppa í við- kvæmu pólitísku samstarfi kann að vera eitthvað sem hægt er að sigrast á. Tvær slíkar for- ingjakreppur á einu og sama kjörtímabilinu kalla hins vegar á pólitískt kraftaverk. Arfleið átakanna frá því um áramótin 2002/2003 þegar Ingibjörg Sól- rún tók sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík er enn lifandi – og þó sú uppá- koma öll hafi verið annars eðlis en það sem nú er að gerast, þá skiptir hún miklu máli fyrir framvinduna. Því jafnvel þótt vandi Þórólfs eigi ekki rætur í pólitískum átökum innan R-list- ans þá mun það tómarúm sem hann skilur eftir verða eldfimt pólitískt hættusvæði. Þannig vinnur Ingibjargar-heilkennið mjög gegn manni eins og Degi B. Eggertssyni, sem í fyrrakvöld var talinn koma sterklega til greina sem borgarstjóri. Jafnvel þótt fulltrúar bæði Framsóknar og Vg innan borgarstjórnar- flokksins kunni að geta fallist á Dag þá er hann umdeildur. Hann var valinn inn á lista sem „óháð- ur“ af Ingibjörgu Sólrúnu á sín- um tíma og augljóst að í baklandi R-listans og hjá flokksforustu samstarfsflokkana er litið á hann sem samfylkingarmann. Vissu- lega koma ýmsar aðrar leiðir til greina til að halda R-listasam- starfinu áfram út þetta kjörtíma- bil. Hins vegar er ótrúlegt að flokkunum þremur takist að komast niður á lausn, sem er nægjanlega sannfærandi til að yfirvinna glundroðastimpilinn og gefa R-listanum þá heildar- mynd eindrægni sem lengst af hefur einkennt hann. Þegar svo þessi glundroðadraugur kemur upp á sama tíma og umtalsverð- um efasemdum um samstarfið hefur verið lýst af ýmsum for- ustumönnum R-listaflokkanna, og aðeins er rúmt ár í næstu kosningabaráttu, þá verður spurningin um sameiginlegan borgarstjóra í raun spurning um áframhaldandi samstarf. Reykjavíkurlistinn stendur því á tímamótum og flokkarnir þurfa nú að gera upp við sig hvort þeir vilja í raun og veru halda þessu samstarfi áfram. Vissulega hlaut að koma að þeirri ákvörðun ein- hvern tíma, en nú hafa utanað- komandi atburðir orðið til þess að flýta henni og knýja á um að hún verði tekin án þess að flokk- arnir séu í raun tilbúnir til þess eða hafi rætt málið til hlítar. Framtíð Reykjavíkurlistans hef- ur því aldrei, ekki einu sinni í Ingibjargarmálinu, verið jafn óviss og einmitt nú. ■ S agt er að vika sé langur tími í stjórnmálum. Það sannast áatburðarás síðustu daga. Ekki eru liðnar tvær vikur fráþví að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, guðmóðir Reykjavík- urlistans, lét ummæli falla í fjölmiðlum sem ekki var hægt að skilja öðruvísi en svo að hún vildi að Þórólfur Árnason borgar- stjóri leiddi listann við næstu borgarstjórnarkosningar. Talaði hún þá um stuðning sinn við hann í leiðtogaprófkjöri sem hún stakk upp á. Nú þegar hneykslunin vegna þáttar Þórólfs í olíu- samráðinu virðist um það bil vera að velta honum úr stól borg- arstjóra segir Ingibjörg Sólrún spurningu hvort hægt sé að standa vörð um borgarstjórann án þess að standa jafnframt vörð um samráð olíufélaganna sem allir fordæmi. Ekki er þó sjáanlegt að neinn eðlismunur sé á þeim upplýs- ingum um þátt Þórólfs í málinu sem nú liggja fyrir og þeirri vit- neskju sem lá fyrir í fyrrasumar þegar samráðið komst fyrst í hámæli. Þá ákváðu forystumenn R-listans að slá skjaldborg um borgarstjórann og höfnuðu kröfum sjálfstæðismanna um af- sögn hans. Hvað hefur breyst? Vera má að mönnum þyki nú að þáttur Þórólfs í málinu sé stærri en sýndist í fyrrasumar. Þórólfur varðist þá af mikilli fimi og þótti sýna slíka einlægni í málsvörn sinni að sú skoðun varð ofan á innan R-listans að hann skyldi ekki látinn gjalda fyrir aðild sína að málinu. Líklega átti sú nið- urstaða þá víðtækan hljómgrunn meðal borgarbúa. Nú þegar olíusamráðið er aftur í brennidepli eru uppi háværar kröfur meðal almennings um að einhver verði kallaður til ábyrgðar. Þó að því fari víðs fjarri að Þórólfur Árnason hafi verið höfuðpaur- inn í málinu geldur hann þess að vera hinn eini í hópnum sem hægt er að ná til. En kannski liggur skýringin á breyttum viðhorfum ekkert síður hjá R-listanum sjálfum en hjá Þórólfi. Frá því að Ingibjörg Sólrún stóð upp úr stól borgarstjóra í ársbyrjun 2002 hefur sundurlyndi í vaxandi mæli einkennt listann og augljóst að valdabarátta á sér stað. Meðal grasrótarinnar er kraumandi óánægja með stjórnunarhætti foringja borgarstjórnarflokksins sem einn borgarfulltrúi listans hefur kallað „Ráðhúsklíkuna“. Ímynd listans er „þreytt“, eins og stundum er sagt, og æ oftar er meirihlutinn sakaður um að hlusta ekki á raddir borgarbúa. Hvert málið hefur síðan rekið annað upp á síðkastið sem gefið hefur tilefni til að setja spurningarmerki við tvö vinsælustu hugtök R-listans, „grasrótarlýðræði“ og „samráðsstjórnmál“. Nefna má í því sambandi framkvæmdirnar við Hringbraut og stjórnkerfisbreytingarnar. Við slíkar aðstæður er listinn í heild veikari en ella fyrir uppákomum. Og þá skapast tækifæri sem framgjarnir menn hagnýta sér enda er enginn annars bróðir í þeim leik sem stjórnmálin eru. Hermt er að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi ætlað að segja Þórólfi upp vistinni í fyrrakvöld en honum hafi tekist að fá nokkurra daga frest til að skýra mál sitt fyrir almenningi. Eins og mál hafa þróast að undanförnu er ólíklegt að hann vinni þetta stríð. En vika er langur tími í stjórnmálum og rétt að spyrja að leikslokum. ■ 5. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Óvissa er um framtíð Þórólfs Árnasonar í embætti. Borgarstjóri í kröppum dansi FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG VANDAMÁL REYKJAVÍKURLISTANS BIRGIR GUÐMUNDSSON Ein foringjakreppa í viðkvæmu pólitísku samstarfi kann að vera eitt- hvað sem hægt er að sigr- ast á. Tvær slíkar for- ingjakreppur á einu og sama kjörtímabilinu kalla hins vegar á pólitískt kraftaverk. ,, Nýdönsk og Sinfónían Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Nýdönsk ::: gömul og ný lög Maurice Ravel ::: Bolero Aram Katsjatúrjan ::: Maskerade svíta Aram Katsjatúrjan ::: Spartakus Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Útsetningar ::: Kjartan Valdimarsson og Samúel Jón Samúelsson HÁSKÓLABÍÓI, Í KVÖLD, FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 UPPSELT LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 19.30 UPPSELT MI‹ASALA Í SÍMA 545 2500 E‹A Á WWW.SINFONIA.IS Á R-listinn framtíð? Baráttuglaður borgarstjóri Það er hart í borgarstjóranum. Á fund- inum á miðvikudagskvöldið þar sem átti að slá hann af og gera Dag B. Egg- ertsson að borgarstjóra sýndi Þórólfur vöðvana. Áður en ráðvilltir borgarfull- trúar vissu af hafði Þórólfur barið í gegn frest á lokum málsins fram í næstu viku. Þennan tíma ætlar borgar- stjórinn að gera það sem hann er bestur í, fara í sjónvarpið, taka innan úr sjálfum sér, tala um fjölskylduna sína og fella kannski eitt eða tvö tár. Það dugði honum síðast til að lifa af fyrstu samráðsskýrsluna og vörn hans nú felst í því að síðan hafi ekkert nýtt komið fram. Fleiri á bekkinn Þetta er ekki gott fyrir Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur sem vonaði að hann færi hljóðlega. Hún var jú ábyrg fyrir ráðningu hans. Fyrsta verk Þórólfs var að segja henni af rannsókninni vegna samráðsins. Ingibjörg Sólrún spurði hvort hann myndi komast í gegnum málið. Þórólfur hélt það. Málið var ekki skoðað frekar. Því fór sem fór. Síðan hafa fleiri stjórnmálamenn sest á bekk- inn með borgarstjóranum fyrrverandi og keppst við að hlaða núverandi borgarstjóra lofi. Hann er sagður góður borgarstjóri og ábyrgð af hans störfum, fyrr og nú, hefur færst á fleiri hendur en áður. Hvað er best? Þurfi Þórólfur að taka pokann sinn er líklegt að spurt verði hvers vegna Ingi- björg Sólrún hafi ekki kannað málið þegar Þórólfur greindi henni frá rann- sókninni, og hversvegna hún hafi vanrækt að segja öðrum borgarfulltrúum frá? Kannski er bara best fyrir alla, eða að minnsta kosti flesta, að hann fari ekki neitt... sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.