Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 30
5. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Kjúklingamánar er nýjung í fullunninni matvöru frá Matfugli. Þeir eru með ljúffengri fyllingu úr 6 mismunandi ostum og öðru góðgæti. Þá þarf aðeins að hita í ofni eða á pönnu og því auðvelt að reiða fram sælkeramáltíð á svipstundu. – Lostæti með lítilli fyrirhöfn Tungan geymir kannski leyndarmálið að mjórra mitti. Fjöldi bragðlauka: Minna mittismál Fólk sem er viðkvæmt fyrir beisku bragði er líklegra til að vera grennra en aðrir. Rannsókn sem gerð var við Rutgers-há- skólann í Bandaríkjunum leiddi í ljós að konur með ofurnæma bragðlauka voru fimmtungi grennri en konur sem voru ekki sérlega viðkvæmar fyrir bragði. Þær næmu fundu yfirleitt meira sætt, súrt, salt og beiskt bragð og höfðu auk þess fleiri bragðskynjara á tungunni en aðrir. Bragð- arefirnir virðast borða minni mat og yfir- leitt hafa lægri líkamsþyngdarstuðul en þeir sem finna minna bragð og þurfa þar af leiðandi feitari, sætari og bragðsterkari mat sem svo aftur leiðir til aukinnar líkamsþyngdar. Eldri rannsókn gerð við sama skóla leiddi í ljós að leikskólabörn með færri bragðskynjara vilja yfirleitt frek- ar nýmjólk en léttmjólk og borða meira af smjöri á brauðið og sósum á salatið. ■ Hið stranga matar- og lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna (FDA) hefur gefið framleiðendum ólífuolíu leyfi til að geta hollustu olíunnar á merkimiðum. Lyfjaeftirlitið segir að fyrir liggi næstum nægilegar sannanir fyrir því að þeir sem inn- byrða ómett- aða fitu úr ólífuolíu séu í minni hættu á því að fá hjartasjúkdóma en þeir sem neyta mettaðrar fitu sem fyrirfinnst í annarskonar olíu svo framar- lega sem heildarhitaeininganeysla sé sú sama. Setningin sem ólífuolíuframleið- endum er leyft að setja á flöskurnar hjóð- ar svona: „Takmarkaðar vísindalegar rann- sóknir hafa leitt í ljós að það að innbyrða tvær matskeiðar eða 23 grömm af ólífu- olíu daglega getur dregið úr líkum á kransæðasjúkdómum sem rekja má til neyslu á mettaðri fitu. Ólífuolían hefur þó aðeins fyrirbyggjandi áhrif ef hún er notuð í stað annarrar olíu og heildarhitaeininga- neysla er ekki aukin.“ ■ FDA í Bandaríkjunum: Hollusta ólífuolíu viðurkennd Æ færri efast um hollustu ólífuolíu. Það þarf varla að kynna Hot n’ Sweet fyrir Íslendingum, en drykkurinn hefur verið eitt vinsælasta skot landsins síðan fyrst var boðið upp á hann fyrir um áratug. Hot n’Sweet er framleitt úr hágæða vodka og muldum Tyrkisk Peber - Extra hot brjóst- sykri. Þessi furðulega blanda gerir drykkinn skemmtilega sætan en með Tyrkisk Peber krafti. Hot n’ Sweet hittir beint í mark með bjór og er einnig oft borið fram sem fordrykkur. Drykkur sem keyrir í mann hitann þegar maður er að gera sig sætan! Hot n’ Sweet fæst í Vínbúðum í 70 cl flöskum og nú einnig í hentugum 50cl plastpelum. Verð í Vínbúðum, 2.290 kr. í 50 cl plastpelum. Hot n’ Sweet: Keyrir í mann hitann Vín vikunnar Byggbrauðið er þrungið af steinefnum. Látum vélina hnoða: Bökum brauð Þeim sem eru orðnir leiðir á að fá alltaf eins lagað brauð úr brauðvélinni sinni er bent á að upplagt er láta vélina vinna deigið en baka brauðið á plötu eða í formi í ofni. Hér er ágæt uppskrift að hollu og lystugu hversdagsbrauði úr bókinni Bakað í brauðvél. Brauð og kökur og annað góð- gæti eftir Fríðu Sophiu Böðvarsdóttur. Byggbrauð I Í Vallanesi við Egilsstaði er ræktað lífrænt byggmjöl. Byggmjölið er einstaklega hollt og er til dæmis gott fyrir meltinguna. 3 dl súrmjólk 2 tsk. salt 1 msk. maltextrakt 1 msk. olía 2 dl byggmjöl 6,5 dl hveiti 1 msk. þurrger Velgið súrmjólkina (37˚ C) og hellið í brauðvélina. Setjið salt, maltextrakt og olíu út í. Bætið við byggmjöli og hveiti. Setjið þurrgerið út í síðast. Stillið á hnoð- unarprógrammið og hnoðið degið. Takið það úr vélinni og setjið í formkökuform eða mótið úr því hleif. Látið það lyfta sér í 40 mínútur. Bakið við 180˚ C í 40 mínút- ur. Kælið á rist. Að sjálfsögðu gagnast uppskriftin líka þeim sem ekki eiga brauð- vélar. Þá er það bara gamla lagið. ■ Samúel J. Samúelsson, liðsmaður fönk- og gleðisveitarinnar Jagúar, er aldeilis ekki í neinum vafa um hvaða matur er í uppáhaldi á sín- um bæ. „Ég elska kjúkling og þá sér- staklega grillaðan kjúkling. Ég hef reyndar ekki verið mikið í að elda hann sjálfur. Ég bý hjá syst- ur minni og hef verið svo heppinn að fá oft grillaðan kjúkling hjá henni. Hvar sem ég er í heiminum reyni ég alltaf að finna mér eitt- hvað gott að borða og þá verður kjúklingur ansi oft fyrir valinu,“ segir Samúel en heimaeldaður kjúklingur er alltaf góður. „Ég held ég hafi alltaf verið frekar mikill kjúklingakarl, að minnsta kosti í seinni tíð. Þegar ég var lítill strákur fékk ég reynd- ar sjaldan kjúkling þar sem hann var svo dýr fyrir nokkrum árum. Nú er hann hins vegar mjög ódýr og reyni ég að borða kjúkling sem oftast,“ segir Samúel. Samúel og félagar hafa nóg að gera um þessar mundir. „Við erum reyndar að klára að mixa plötuna okkur sem kemur út í nóvember þannig að við eyðum mestöllum tíma okkar í stúdíói þessa dagana,“ segir Samúel en nýja platan er auðvitað full af fönki. „Þetta er algjör partí- bomba.“ ■ Enginn vafi um uppáhaldsmat: Algjör kjúklingakarl Samúel J. Samúelsson er gjörsamlega óður í kjúkling.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.