Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 43
27FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2004 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S F LU 2 63 17 10 /2 00 4 Verðlaunaðu fólkið þitt Þegar góður hópur hefur skilað vel unnu verki er sjálfsagt að verðlauna starfsmenn og hvetja þá þannig til enn frekari dáða. Hvataferð Flugfélags Íslands er ný þjónusta fyrir fyrirtæki sem vilja gera vel við fólkið sitt, hrista nýjan hóp saman eða efla hann fyrir átökin framundan. Við gerum þér frábær ferðatilboð fyrir fólkið þitt til allra áfangastaða okkar innanlands, þar sem þess býður spennandi upplifun, ævintýri og skemmtun sem skilar sér í sterkari hóp. Kannaðu möguleikana fyrir fólkið þitt í síma 570 3075, á vefsíðunni www.flugfelag.is eða sendu fyrirspurn á hopadeild@flugfelag.is (Lágmarksfjöldi er 10 manns.) skemmtun - áreynsla - upplifun - ævintýri - áskorun - hópefli - samstaða - ánægja - verðlaun - hvatning - sigur - fyrirtæki - starfsmenn - félög - klúbbar - samtök flugfelag.is | 570 3075 Taktu flugið Samtök atvinnulífsins telja að lítil lækkun atvinnuleysis þrátt fyrir hagvöxt sé ekki áhyggju- efni til lengri tíma litið. Störfum hefur farið fækkandi og mikil framleiðniaukning er í hag- kerfinu, segja Samtök atvinnu- lífsins. Áætlaður vöxtur landsfram- leiðslu á hvern starfandi einstak- ling á Íslandi er sex prósent sam- kvæmt áætlun SA. Í fyrra var framleiðniaukningin 4,6 prósent. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtakanna. Samtök atvinnulífsins sega að verði þetta raunin verði það að teljast ánægjuleg tíðindi vegna þess að með framleiðniaukningu geti kaupmáttur launa aukist sem og hagnaður fyrirtækja og arður til hluthafa. Hvati til fjárfestinga aukist að sama skapi. Atvinnuleysi hefur ekki minnkað en samtökin telja að aukin framleiðni eigi að leiða til aukins atvinnuleysis til lengri tíma. „Aukin skilvirkni eykur arðsemi fyrirtækja, sem aftur leiðir til aukinna fjárfestinga. Fjárfestingarnar auka tekjur annarra fyrirtækja og skapa ný störf hjá þeim.“ Það sé hins veg- ar íhugunarefni hvort samband milli hagvaxtar og atvinnusköp- unar hafi breyst varanlega með þeim hætti að störfum fjölgi hægar en áður í krafti tækninýj- unga. - hh TÆKNIN OG FRAMLEIÐNIN Marel er eitt þeirra fyrirtækja sem framleiða vörur sem auka hagræðingu. Samtök atvinnulífsins velta því fyrir sér hvort samband milli hagvaxtar og atvinnusköpunar hafi breyst varanlega. Hagvöxtur án atvinnu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Lyfsölukeðjan Lyfja hyggst nýta reynslu sína til upp- byggingar lyfsölukeðja í Lit- háen. Lyfja hefur eignast tvo þriðju hluta í Litís hf. en það félag rekur tvær keðjur apóteka í Litháen undir merkjum Farma. Með kaupunum er stigið fyrsta skrefið í útrás Lyfju en markmiðið er að víkka út tekjugrunn félagsins með því að sækja á erlenda mark- aði. Þá sjá stjórnendur Lyfju einnig möguleika til framtíðar að ná hag- stæðari innkaupum á lyfjum og öðrum vöruflokkum sem Lyfja sel- ur og stuðla þannig að lægra lyfja- verði hér á landi. Seljandi Litís hf. er Líf hf. Litís rekur í dag 20 apótek í Vilníus og Kaunas, tveimur stærstu borgum Litháen. Viðræður eru hafnar um kaup á fleiri apótek- um. Hugmyndir eru um að færa þá þekkingu og reynslu sem Lyfja hef- ur á rekstri apóteka enn frekar yfir á markaðinn í Litháen. Í Litháen hefur verið mikill hagvöxtur síð- ustu ár og er búist við áframhald- andi miklum hagvexti í kjölfar inn- göngu Litháens í Evrópusamband- ið. - hh Útrás Lyfju í Litháen ÚTFLUTNINGUR APÓTEKA Lyfja braut blað á íslenskum lyfsölumarkaði þegar hömlum var létt af slíkri starfsemi hér á landi. Nú hyggjast eigendur Lyfju hasla sér völl í Litháen og byggja um keðju apóteka. Nýr netvafri og hraðari Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software og hugbúnaðarfyrirtækið SlipStr- eam Data kynntu í gær fyrirætlanir sínar um að sameina netvafratækni Opera vef- og tölvupóstshröðunartækni SlipStream. Þannig á að gera netþjónustum kleift að bjóða viðskiptavinum allt að sex sinnum hraðara vafur. Sameinaður búnaður fyrirtækjanna lítur dagsins ljós í næstu útgáfu vafrans, Opera 7.60, sem koma á út fyrir árslok. Jón S. von Tetzchner, íslenskur forstjóri Opera, bendir á að SlipStream sé ráð- andi í hröðunarbúnaði fyrir netþjónustur í Ameríku og Evrópu og hlakkar að sögn til frekara samstarfs við fyrirtækið. Stjórnendur kaupa Fjórtán tilkynningaskyldir lykilstjórnendur í KB banka keyptu hlut í bankanum fyrir rúmar hundrað milljónir hver í gær. Gengið í viðskiptunum var 444 krónur á hlut, en bankinn hefur lækkað að undanförnu með lækkun á markaði. Gengi bankans endaði í 454 krónum á hlut í gær. Kaup stjórnendanna eru ekki á grundvelli kaupréttarsamninga. Mikil viðskipti voru með bréf KB banka í gær og skiptu bréf um hendur fyrir um fjóra milljarða króna. Ekki eru allir lykilstarfsmenn bankans skyldugir til þess að tilkynna viðskipti með bréf í bankanum og því kunna mun fleiri starfsemenn bankans að hafa keypt bréf í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.