Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 44
28 5. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Við hrósum ... KR-ingum fyrir að næla í tvo feitustu bitanna á íslenska félagsskiptamarkaðinum þegar þeir sömdu við þá Bjarnólf Lárusson sem hefur spil- að lykillhutverk á miðju ÍBV og Grétar Hjartar- son markakóng Grindvíkinga undanfarin ár. „Boðið verður upp á veitingar frá Björnsbakaríi.“ Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR Sports, var flottur á því þegar hann boðaði blaðamenn til fundar í KR-heimilinu og tilkynnti að Bjarnólfur Lárusson og Grétar Hjartarson væru gengnir í raðir KR. Flottir leikmenn, flott umgjörð og flott bakkelsi.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Föstudagur NÓVEMBER SKÍÐI Þau sjö félög sem halda úti skíðadeildum á höfuðborgarsvæð- inu hafa hingað til skipt með sér þremur skíðavæðum. KR-ingar hafa verið í Skálafelli, ÍR og Vík- ingur á Hengilssvæðinu og Fram, Breiðablik, Ármann og Haukar í Bláfjöllum. Nú hefur náðst þverpólitísk samstaða innan ÍTR um að loka Hengilssvæðinu og flytja starf- semi ÍR og Víkings yfir í Bláfjöll og staðfesti Anna Kristinsdóttir, formaður ÍTR, það í samtali við Fréttablaðið í gær. Anna sagði að það hefði lengi verið draumur ÍTR að hagræða í rekstri skíða- svæðanna og nú hefði ákvörðun verið tekin um að loka Heng- i lssvæðinu um áramótin. Ný lyfta í Bláfjöllum „Það sjá það allir að það er ekkert vit í því að byggja upp aðstöðu fyrir skíðaiðkendur á þremur svæðum. Það er verið að setja í gang nýja lyftu í Bláfjöllum og eft- ir því sem fleiri iðkend- ur eru á sama staðnum verður nýting mannvirkj- anna betri. Um 120 ung- menni æfa skíði hjá ÍR og Víkingi en Anna sagðist að- spurð ekki vera hrædd um að ekki yrði pláss fyrir þau í Blá- fjöllum. „Við höfum rætt þetta við Blá- fjallanefnd og ég hef verið full- vissuð um það að félögin fá ekki lakari aðstöðu í Bláfjöllum en þau hafa nú við Hengil. Við gerum okkur grein fyrir því að það er rándýrt að flytja tvær skíðadeild- ir en við horfum til lengri tíma og ég er ekki í vafa um að þessi ákvörðun á eftir að verða heilla- drjúg fyrir ÍTR og félögin ,“ sagði Anna, sem neitaði því að sú ákvörðun að loka Hengilssvæðinu hefði eitthvað að gera með aukin umsvif Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu en Orkuveitan hyggst setja upp virkjun á svæðinu. „Það skiptir okkur engu máli enda snýst þetta eingöngu um hagræðingu,“ sagði Anna Krist- insdóttir, formaður ÍTR. oskar@frettabladid.is ANNA KRISTINSDÓTTIR Vill fækka skíðasvæðum til að auka hagræðinguna í rekstri Íþrótta- og tómstunda- ráðs. Fréttablað- ið/Pjetur Skíðasvæðum fækkar Anna Kristinsdóttir, formaður ÍTR, vill loka skíðasvæðinu við Hengil og flytja starfsemi skíðadeilda ÍR og Víkings, sem hafa haft aðsetur þar, yfir í Bláfjöll þar sem sjö félög verða með aðstöðu frá og með áramótum. ■ ■ LEIKIR  18.30 Valur og Stjarnan mætast í Valsheimilinu í suðurriðli hand- boltans.  19.15 Þór og KA mætast í Höllinni á Akureyri í norðurriðli hand- boltans.  19.15 Grótta KR og Víkingur mætast á Seltjarnarnesi í suður- riðli handboltans.  19.15 ÍBV og Selfoss mætast í Vestmannaeyjum í suðurriðli handboltans. ■ ■ SJÓNVARP  17.20 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.00 Upphitun á Skjá einum. Knattspekingar fara yfir leiki helg- arinnar í Englandi.  18.35 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  19.30 Gillette sportpakkinn á Sýn. Íþróttir um allan heim.  20.00 Motorworld á Sýn. Allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  20.30 Meistaradeildin á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeildinni. Hugmyndin var að bíða þangað tilég hefði náð mér hundrað pró- sent af meiðslunum en ég hef ekki verið hundrað prósent klár í tíu ár,“ sagði Shaquille O’ Neal eftir að hafa komið inn á í sínum fyrsta leik með Mi- ami Heat gegn New Jersey Nets í fyrra- kvöld. Kappinn lék í 21 mínútu og skor- aði 16 stig en Miami vann leikinn örugglega 77-100. Tom Lehman mun stýra næstaRyder-liði Bandaríkjamanna árið 2006 en gengið var frá ráðningu hans í gær. Aðspurður sagði Lehman að hann myndi setjast yfir stöðu mála og jafnvel gera ítarlegar breyt- ingar á hvernig menn eru valdir í lið- ið en eitt sagði hann standa upp úr að í þetta sinn yrðu Bandaríkjamenn í hlutverki lítilmagnans. Luis Figo er sár og svekktur yfir þvíað Real Madrid hafi enn ekki boð- ið honum áfram- haldandi samning en núverandi samn- ingur rennur út í vor. Hefur liðið boðið Raúl, Zidane, Ro- berto Car- los og Sal- gado áframhaldandi samn- inga en forseti félagsins er ekki jafn ánægður með framlag Figo. Kappinn segir í viðtali við portúgalska blaðið A Bola að komi ekki nýr samn- ingur fyrir jól muni hann taka til- boði sem liggur á borðinu frá Manchester United. Spænska liðið Villarrealhefur tryggt sér þjón- ustu argentíska varnar- mannsins Juan Pablo Sor- ín næstu árin. Gerður var þriggja ára samningur við kappann, sem meðal ann- ars hefur leikið með River Plate, Juventus, Lazio og Barcelona auk þess sem hann hefur átt sæti í lands- liði Argentínu undanfarin ár. Aðeins munaði 20 sek-úndum að danska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu næði að leggja ólympíumeistara Bandaríkj- anna að velli í leik lið- anna í Bandaríkjun- um. Fyrirliði b a n d a r í s k a liðsins, Mia Hamm, náði að jafna þegar ör- skammt lifði af leiknum eftir að Danir komust yfir strax á áttundu mínútu. Var þetta jafnframt 20. leikur bandaríska liðsins í röð án taps. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Herrakvöld Vals verður í kvöld í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Húsið opnar kl.19.00 og stendur dagskrá fram á kvöld. Veislustjóri verður Hermann Gunnarsson og píanóleikur í höndum Árna Ísleifs Grímur Sæmundsen formaður Vals setur hátíðina og ræðumaður kvöldsins verður Helgi Magnússon, framkv.stj.Hörpu-Sjafnar Jóhannes Kristjánsson sér um skemmtiatriði og veislumatur verður frá Lárusi Loftssyni meistarakokki. Miðaverð kr.5000. UPPSELT „Við erum ágætir miðað við smæð,“ er setning sem heyrist oft frá Jóa á bolnum þegar íslenskan körfubolta ber á góma. Þetta klisjukennda við- horf virðist vera ríkjandi hjá al- menningi, sem telur íslensku liðin ekki samkeppnishæf við erlend lið. Þess vegna hefur íslenskur körfu- bolti alltaf þótt hálfgerður brandari, áhuginn lítill sem enginn, slöpp mæting á leiki og þar fram eftir göt- unum. Frammistaða Keflvíkinga í Bikar- keppni Evrópu í vikunni hefur von- andi vakið fólk til umhugsunar. Þar mátti sjá íslenskt áhugamannalið ekki bara stríða heldur slátra frönsku liði með atvinnumann í hverri stöðu. Það segir meira en mörg orð um stöðu íþróttarinnar á Íslandi í dag að lið úr einni af bestu deildum Evrópu eigi ekki möguleika gegn núverandi Íslands- og bikar- meistara. Þá er einnig vert að minnast á landsliðið, sem hefur til þessa náð prýðisár- angri í Evrópukeppni lands- liða. Þykir það sérstaklega tíðindavert að landslið körfuknattleiksmanna náði sínum markmiðum á með- an knattspyrnu- og hand- knattleikslandsliðin náðu ekki að standa undir þeim væntingum sem þau gerðu til sjálfra sín. Einhverjum hefði þótt það saga til næsta bæjar og ekki á hverjum degi sem körfuboltinn þykir standa fram- ar, ef þannig má að orði komast. Það á sér stað vakning í íþróttinni, bæði hér heima sem og úti í hin- um stóra heimi. Það er ekkert launungarmál að skipbrot banda- ríska „Draumaliðsins“ á heiður- inn af því að vekja fólk til lífs- ins varðandi boltann. Með stjörnur á stjörnur ofan og árangurinn í klósettinu sýndi það og sannaði að liðsheildin skiptir höfuðmáli. Það er því aðdáunarvert að körfuboltamenn á Íslandi skuli þróa sig áfram í takt við þá hluti sem eiga sér nú stað í heiminum. Það líður því ekki á löngu þangað til við fáum að sjá íslenskum at- vinnumönnum í íþróttinni fjölga talsvert og hækki hlutfall þeirra í landsliðinu mun árangur þess ekki láta á sér standa. Vakning í íslenska körfuboltanum ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR UTAN VALLAR ÍSLENSKUR KÖRFUBOLTI – BETRI FRAMMISTAÐA Á ERLENDRI GRUND Jón Arnór Stefánsson: Skoraði 13 stig í 44 stiga sigri KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson varð fyrsti íslenski körfubolta- maðurinn til að spila í Evrópu- deild félagsliða í fyrrakvöld þeg- ar hann og félagar hans í Dynamo St. Pétursborg unnu 44 stiga sigur á ísraelska liðinu Hapoel, 98-54, í fyrsta leik sínum í keppninni sem fram fór á heimavelli þeirra fyrir framan 2.400 áhorfendur í St. Pét- ursborg. Jón Arnór Stefánsson átti prýðisleik, skoraði 13 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á 30 mínútum en Jón Arnór setti meðal annars niður þrjá þrista í leiknum. Hvít-Rússinn ungi og stæðilegi Vladimir Veremeenko (20 ára, 207 sm) var stigahæstur Dynamo- manna með 20 og 12 fráköst en Bandaríkjamaðurinn Kelly McCarty bætti við 16 stigum og 13 fráköstum. ■ FH-ingurinn Emil Hallfreðsson gerir víðreist: Á leið til Feyenoord FÓTBOLTI FH-ingurinn ungi Emil Hallfreðsson heldur til Hollands í dag þar sem hann mun dvelja við æfingar hjá Feyenoord næstu daga. Emil hefur verið í samningaviðræðum við enska úrvalsdeildarliðið Everton en þær viðræður hafa dregist á langinn. Emil sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta væri orðið ótrúlegt rugl allt saman og að hann væri ekki of bjartsýnn á að hann færi til Everton þótt hann væri ekki búinn að gefa það upp á bátinn. „Ég er með umboðsmann sem er Arnór Guð- johnsen og ég treysti honum fyllilega fyrir mín- um málum,“ sagði Emil. Emil mun fara til Eng- lands að lokinni dvöl sinni í Hollandi og æfa þar með tveimur liðum sem eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úrvalsdeil- darliðið Portsmouth og 1. deildarliðið Stoke sem er eins og flestir vita í eigu Íslendinga. ■ EMIL HALLFREÐSSON Fer til Hollands í dag þar sem hann mun æfa með Feyenoord. NÝ LYFTA Í BLÁFJÖLLUM Það er unnið hörðum höndum að uppsetningu nýrrar lyftu í Bláfjöllum eins og sést hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.