Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 50
Bandaríkjamenn eignuðustnýja tegund af hetjum eftirhryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001. Þá sýndu slökkviliðsmenn hversu langt þeir voru tilbúnir að ganga til að bjar- ga mannslífum og skeyttu ekki um eigin hag þegar þeir þustu inn í brennandi byggingarnar. Það hlaut því að koma að því að Hollywood sýndi þessum amer- ísku hvunndagshetjum sóma og framleiðendur Ladder 49, sem er frumsýnd um helgina, fara ekki leynt með það að myndin er með- al annars sprottin upp af virðingu fyrir þessari óeigingjörnu starfs- stétt. Það eru þeir John Travolta og Joaquin Phoenix sem eru í eldlín- unni í Ladder 49 þar sem Travolta leikur reyndan slökkvistjóra sem tekur nýliðann Phoenix undir sinn verndarvæng og kennir honum allt sem hann þarf að læra til þess að takast á við allar þær hættur sem leynast í brennandi bygging- um. Endurminningar í björtu báli Phoenix leikur Jack Morrison, sem er fastur inni í brennandi byggingu og bíður þess sem verða vill á meðan félagar hans með Mike Kennedy, sem Travolta leik- ur, í fararbroddi reyna allt sem þeir geta til að bjarga félaga sín- um úr lífsháskanum. Á meðan Morrison bíður örlaga sinna hugs- ar hann til baka og rifjar upp það sem hefur drifið á daga hans frá því hann réði sig sem slökkviliðs- mann og endaði í því logandi víti sem hann er fastur í. Travolta veltir því fyrir sér í Ladder 49 hvað það er sem fær fólk til að hlaupa inn í brennandi hús á meðan allir aðrir flýja út. Hann svarar sér sjálfur með einu orði: „hugrekki“. Það er ekki síst þessi þáttur í starfi slökkviliðs- manna sem heillaði Joaquin Phoenix, sem vildi kynnast því hvernig það er að hafa það að að- alstarfi að stofna sjálfum sér í lífshættu. Hann lagði á sig mikla undir- búningsvinnu, sótti námskeið fyr- ir slökkvimenn og fór í alvöru út- köll með brunaliði í Baltimore. Hann tókst á við lofthræðslu þeg- ar hann byrjaði en stóð sig með svo mikilli prýði að honum hefur verið tjáð að hann geti fengið vinnu hjá slökkviliðinu í Baltimore hvenær sem hann finni hjá sér þörf til að skipta um starf. Bond fer á eftirlaun James Bond-leikarinn Pierce Brosnan hefr staðfest það að hann muni ekki leika njósnara hennar hátignar framar. Hann hefur þó litlar áhyggjur af framtíð sinni í bíóbransanum og hefur þegar kas- tað af sér gervi 007 og fundið takt- inn í spennumyndinni After the Sunset sem hefur verið að gera góða hluti úti í hinum stóra heimi. Brosnan er heldur ekkert að taka því rólega í nýja hlutverkinu en í After the Sunset leikur hann meistaraþjófinn Max Burdett sem sérhæfir sig í að stela vel varðveittum og ómetanlegum demöntum. Brosnan er studdur vösku liði leikara í myndinni en latínbomban Salma Hayek leikur ástkonu hans og vitorðsmann, Woody Harrelsson leikur alríkis- lögreglumann sem er með Burdett á heilanum og Don Chea- dle mætir til leiks sem vafasamur hugsanlegur vinnuveitandi Burdett. Eftir að hafa framið vel heppn- að rán hyggst Burdett setjast í helgan stein og kemur sér fyrir á sólarströnd ásamt kærustunni. Hann fær þó lítinn frið þar sem glæpamenn vilja ráða hann til vinnu og svo hefur Harrelson elt hann til eftirlaunaparadísarinnar til þess að hafa auga með honum. Það má líka vel vera að það hafi verið vel til fundið hjá lögreglu- mannininum þar sem það er ekki útilokað að eftirlaunaáætlun Burdetts sé sjónarspil til að að draga athyglina frá stærsta rán- inu á ferli hans. ■ 34 FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2004 Ómissandi á DVD Casablanca er ein rómaðasta ástarsaga kvikmyndasögunnar. Erkitöffarinn Humphrey Bogart er í toppformi í þessari sígildu mynd þar sem hann leikur einfarann Rick sem rekur veitingastað í Casablanca. Þegar fyrrverandi kærastan hans, sem Ingrid Bergman leikur, rekst inn á búlluna verða gamlar glæður að báli og magnað upp- gjör óumflýjanlegt. Toppmynd sem nýtur sín vel fín og pússuð á DVD. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ TWO BROTHERS Tígrísdýr fara með veigamestu hlutverkin í nýjustu mynd Jean-Jaques Annaud. Sagan er falleg og einföld og höfðar til barna á öllum aldri. Two Brothers „Saga bræðranna tveggja er hjartnæm og hlý og það er sennilega ekki hægt að lýsa henni betur en með þeim orðum að hér sé á ferðinni alvöru fjöl- skyldumynd af gamla skólanum.“ ÞÞ Sterkt Kaffi „Sterkt Kaffi svíkur ekki þegar kemur að húmorn- um og margoft sprakk salurinn úr hlátri yfir þessari hlýju kvikmynd.“ EÁ The Manchurian Candidate „The Manchurian Candidate er þrælflókin en um leið spennandi og vel gerð samsæriskenninga- mynd. Það gengur mikið á og áhorfendur mega hafa sig alla við til að týna sér ekki í flókinni sög- unni.“ ÞÞ Shall We Dance? „Rómantíkin og ástarþráin svífur því yfir vötnum í Shall We Dance? en dramað og tilfinningarnar rista þó aldrei nógu djúpt til þess að myndin hreyfi al- mennilega við áhorfandanum.“ ÞÞ Shark Tale „Mafíuhákarlarnir eru einu persónurnar sem eitt- hvað er spunnið í og þar eru þeir áberandi bestir Robert De Niro sem gerir góðlátlegt grín að sjálf- um sér í hlutverki Don Linos og Michael Imperioli. Þessir gaurar kunna mafíósataktana utanbókar og blása smá lífi í staðna söguna.“ ÞÞ „You know, Rick, I have many a friend in Casablanca, but somehow, just because you despise me, you are the only one I trust.“ - Fólk hafði æði misjafnar ástæður til að treysta eða láta sér lynda við Rick í Casablanca. Svona reyndi Ugarte í túlkun Peters Lorre að höfða til kappans. Travolta slekkur, Bond stelur VEITINGAHÚS BÝÐUR UPP Á ÍSLENSKT JÓLAHLAÐBORÐ 2004 Hveragerði Selfoss IngólfsfjallINGÓLFSSKÁLI 1 374 Upplýsingar og borðapantanir Básinn / Ingólfsskáli veitingahús Efstalandi Ölfusi • Sími: 483-4160 & 483-4666 • Fax: 483-4099 • E-mail: basinn@islandia.is • Heimasíða: www.basinn.is Í glæsilegum sal Ingólfsskála bjóðum við upp á sanna íslenska jólastemmingu á komandi aðventu. Komið og njótið okkar margrómaða jólahlaðborðs í notalegu umhverfi. Tökum vel á móti öllum, starfsmannafélögum, klúbbum, hópum og einstaklingum. Wimbledon „Af þessu öllu verður ágæt mynd, rómantísk, nokk- uð fyndin, talsvert barnaleg á köflum – eins og breskra rómantískra gamanmynda er jafnan háttur – en yfir meðallagi í leik og söguþræði. Pör voru þónokkur í bíó. Myndin er ekki við hæfi þeirra sem þola ekki tennis.“ GS Dodgeball „Hefst þá hin skemmtilegasta atburðarás sem heldur manni brosandi allan tímann, það vantar ekki. Og spenntum. En maður liggur aldrei afvelta af hlátri, eins og maður bjóst við að maður myndi gera.“ GS Næsland „Það er margt vel gert í Næslandi enda enginn skortur á fagmönnum sem koma að framleiðsl- unni. Kvikmyndatakan er flott, sviðsetningin á köfl- um snilld, leikararnir standa sig upp til hópa prýði- lega og tónlistin er fín en samt er eitthvað að klikka þannig að eftir stendur áferðarfalleg mynd sem er ekkert sérstaklega skemmtileg og ristir ekki djúpt.“ ÞÞ Collateral „Í raun er hér um klassíska baráttu góðs og ills að ræða. Að þessu sinni fer hún fram í leigubíl, á milli níhílista sem fer um stórborgina drepandi fólk eins og engill dauðans og er skítsama, og leigubílstjóra sem trúir enn á drauma og hið góða í lífinu. Og spennan er klassísk: hvort aflið verður hinu yfir- sterkara? „ GS The Terminal „Spielberg kann auðvitað öðrum fremur að spila á tilfinningar áhorfenda og því er nánast óhjákvæmi- legt annað en að gleðjast og þjást með Viktori. Það eykur svo enn á samkenndina með persón- unni að Tom Hanks, sem á það til að vera hund- leiðinlegur, er í toppformi og gerir aðalpersónunni prýðileg skil.“ ÞÞ [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ JOAQUIN PHOENIX OG JOHN TRAVOLTA Leika slökkviliðsmenn og bestu vini sem komast í hann krappan þegar Phoenix festist inni í brennandi byggingu. Travolta tók að sér hlutverkið til þess að votta slökkviliðsmönnum virðingu sína eftir árásirnar 11. september. „Ég leit á þetta sem persónulegt tækifæri til að votta slökkviliðsmönnum virðingu mína. Þeir hafa skipt okkur svo miklu máli í gegnum árin og aldrei jafn miklu og núna.“ PIERCE BROSNAN OG SALMA HAYEK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.