Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2004 TÖLVULEIKJAFRÉTTIR Macintosh eigendur geta fagnaðþeim gleðitíðindum að Doom 3 er kominn í framleiðslu hjá Id Software. Það er Aspyr Media Inc. sem er útgefandi leiksins fyrir Macin- tosh en ekki hefur verið staðfest ná- kvæmlega hvenær leikurinn kemur á markað. Doom 3 státar af glænýrri þrívíddarvél sem nýtir skugga og ljós í miklum gæðum til að skapa drungalegt andrúmsloft. Síðan Doom 3 kom út fyrir stuttu á PC hafa miðlar hlaðið yfir hann lofi og titlað leikinn sem einn mest ógnvekjandi tölvuleik samtímans. Þar sem fátt er um fína drætti í leikjaframboði fyrir Mac-eigendur geta þeir nú sett sig í skotstellingar og vonað að fleiri framleiðendur sjái sér hag í að fylgja Id mönnum eftir og staðfæra stóra leikjatitla yfir á Macintosh. Nú styttist óðum í að fjöldaspilun-arleikurinn Matrix Online líti dagsins ljós en hann er áætlaður í lok janúar 2005. Wachowski-bræð- urnir eru að vinna náið með leikja- framleiðandanum Monolith til að rétta andrúmsloftið náist. Margir af leikurum þríleiksins munu ljá raddir sínar fyrir leikinn EyeToy-myndavélin hefur farið sig- urför um leikjaheiminn enda alveg frábær viðbót við Playstation 2. Fyrir þá sem þekkja ekki til EyeToy er það myndavél sem tengist með usb-tengi við Playstation 2-vélina og er sett ofan á sjónvarpið. Leikmað- urinn stillir sér upp fyrir framan sjónvarpið og notar handa- og fóta- hreyfingar til að spila leikina. Í EyeToy: Play 2 eru tólf nýir leikir sem ættu að hitta vel í mark enda mismunandi spilunarmögu- leikar í boði. Þeir fyrstu sem ég prófaði voru „Air Guitar“ og „Drummin“ þar sem markmiðið er að spila á gítar og trommur í takt við lög. Til að byrja með gat ég ekki neitt en þegar réttum handtökum var náð komst ég í góðan rokk- stjörnufíling. Næst urðu fyrir valinu íþrótta- leikirnir, borðtennis, markvarsla, hafnabolti og box þar sem andstæð- ingarnir eru hressir og auðveldir viðureignar í byrjun en verða svo erfiðari þegar líður á keppnirnar. Fyrir utan leikina fylgir leikjaher- bergi þar sem spilað er með liti og hljóð. Auk leikjanna er ýmislegt annað hægt að dunda sér við. Til dæmis er hægt að myndrita skila- boð til einhvers og láta EyeToy fylgjast með heimilinu. Það gerist þegar EyeToy er látið skynja hreyf- ingu og tekur mynd af þeim sem er að læðupokast. Spilarinn getur líka tekið upp öskur og læti og látið EyeToy bregða þeim sem gengur inn í herbergið. Þótt möguleikarnir fyrir EyeToy séu margir mun hún nýtast þeim meira sem tengdir eru við netið. Myndavélina verður hægt að nýta vel til að tengja saman spilara á mismunandi stöðum í heiminum og persónugera leikjaumhverfið meira. Fyrir utan að vera vænlegasti fjölskylduleikurinn fyrir Play- station 2 er hann einnig hinn heilsu- samlegasti. franzgunnarsson@hotmail.com Fjölskylduleikur VÉLBÚNAÐUR: PLAYSTATION 2 FRAMLEIÐANDI: CSE STUDIOS LONDON ÚTGEFANDI: SONY COMPUTER ENTERTAINMENT NIÐURSTAÐA: Hressandi leikjapakki fyrir alla fjölskylduna. Fín líkamsrækt fylgir spilun leiks- ins enda markmiðið að nota allan líkamann til að spila leikina. Ásamt því að geta verið eftir- litsmyndavél fyrir heimilið er EyeToy: Play 2 frá- bær partíleikjapakki. [ TÖLVULEIKIR ] UMFJÖLLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.