Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 54
38 5. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Sýningum Margrétar Sigfús- dóttur og Valerie Boyce á lands- lagsmálverkum í Hafnarborg. Sýningunum lýkur 8. nóvember... Samnorrænum Kammertón- leikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn. Tónleikarnir eru í tengslum við ársfund norræna einleikarafélagsins NordSol... Leikritinu Böndin á milli okkar, eftir Kristján Þórð Hrafnsson, á Litla sviði Þjóðleikhússins. Páll Eyjólfsson gítarleikari heldur einleikstónleika í Tón- listarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á sunnudag- inn, 7. nóvember. Tónleikarnir hefjast klukkan 15.00 og á efnisskránni er að finna verk spænsku tónskáldanna Franciscos Tárrega og Isaacs Albéniz og brasilíumannsins Heitors Villa-Lobos. Páll Eyjólfsson lauk einleik- araprófi árið 1981, kennari hans var Eyþór Þorláksson. Að loknu námi hér heima stundaði hann framhaldsnám í Alcoy á Spáni hjá spænska gítarleikaranum José Luis González sem var nemandi Andrés Segovia. Páll hefur haldið tónleika hér- lendis sem og erlendis og hafa íslensk tónskáld samið verk sérstaklega fyrir hann, s.s. Mist Þorkelsdóttir, Þor- kell Sigurbjörnsson, John Speight, Hilmar Þórðarson o.fl. Jafnramt því að koma fram sem einleikari hefur hann unnið með öðrum hljóðfæra- leikurum og árið 1996 kom út hljómdiskur með leik hans og Laufeyjar Sigurðardóttur fiðluleikara. Tónleikarnir eru samstarfs- verkefni Félags íslenskra tón- listarmanna og Eyjafjarðar- sveitar með styrk frá KEA og Menningarborgarsjóði. Kl. 15.15 á morgun, laugardag. Rómeó og Júlíu kórinn frá Dramatenleikhúsinu í Stokk- hólmi flytur endurreisnar-madrígala á Caput tónleikum. Kórinn er annálaður fyrir nýstárlega og leikræna túlkun á 16. aldar sönglist. menning@frettabladid.is Gítartónleikar í Laugarborg ENDURREISNARTÓNLIST Kórinn syngur með tilþrifum um ástríður mannanna. Rómeó og Júlíukórinn frá Dramaten leikhúsinu í Sví- þjóð spila á rými og tíma og stríða áhorfendum. „Þetta er ofsalega skemmtilegur kór sem syngur aðeins endur- reisnartónlist,“ segir Hákon Leifs- son, hljómsveitar- og kórstjóri um Rómeó og Júlíukórinn sem á morgun kemur fram á Caput-tón- leikum í Borgarleikhúsinu. Kórinn var stofnaður fyrir þrettán árum, þegar hann tók þátt í sýningu á Rómeó og Júlíu í Dramaten leik- húsinu í Stokkhólmi. Leikhússtjór- anum leist svo vel á fyrirbærið að hann hvatti meðlimi hópsins til þess að halda áfram að syngja. Það hafa þau gert og verið undir hatti Dramaten síðan. Eiga eigin- lega heimili þar. „Upphaf þess að þau fóru að vinna með þeim hætti að vera með leikbragð og tjáningu í flutn- ingi á þessari tónlist er sú að Benoit Malmberg, sem er list- rænn stjórnandi kórsins, hafði sungið í kórum frá fjögurra ára aldri og var orðinn þreyttur á að standa alltaf stífur upp á endann þegar hann var að syngja,“ segir Hákon. „Hann langaði til þess að tjá sig á fjölbreyttari hátt. Ma- drígala-tónlist er ætlað að tjá til- finningar – og hér á öldum áður gekk sú stefna svo langt að páfinn fór fram á það að menn kæmu sér saman um ákveðna stíltegund sem yrði leyfileg í kaþólsku kirkj- unni. Niðurstaðan varð sú að tón- skáldið Palestrina vann sam- keppnina um viðeigandi kirkju- tónlist. Hans tónlist varð fyrir- mynd kirkjutónlistar, mjög vel gerð en niðurdrepandi. Á sama tíma var, hins vegar, bullandi gangur í tónsmíðum sem lýstu kynlífi og alls kyns ástríðum í tón- list og orðum. Það voru madrígal- arnir. Benoit Malmberg komst til dæmis að því að Orlando di Lasso, eitt víðförlasta tónskáld endur- reisnartímans, hafði sjálfur ákveðna rullu, Pantaleone, í Commedia del Arte leikhúsinu. Hann hafði mjög viðfeðma hæfi- leika og tónlist hans hafði ekki al- deilis ekki bara verið flutt stíf, staðið upp á enda. Raunverulega bendir allt til þess að hún hafi verið flutt á mjög líflegan hátt, að sjálfsögðu vegna ástríðnanna sem í henni fólust og þeirra hefða sem voru í gildi á þeim tíma.“ Rómeó og Júlíukórinn mætti í tíma hjá Hákoni, þar sem hann er að kenna í Tónlistarskóla Þjóð- kirkjunnar og segir hann þá heimsókn hafa verið einstaklega skemmtilega. „Ef fólk langar að skemmta sér, ráðlegg ég því ein- dregið að fara á þessa tónleika. Þetta er yndislega skemmtilegur kór. Þau eru í búningum, spila á rými og tíma og eru mjög sveigj- anleg í allri sinni hegðun og lát- bragði. Svo stríða þau áhorfend- um og láta öllum illum látum. sussa@frettabladid.is Yndislegur leikhúskór ! Bókaforlagið Bjartur hefur gefið útljóðabókina Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson. Um er að ræða rammstuðlað og rím- að safn mergjaðs heimsósómakveð- skapar þar sem tekist er á við íslenskan samtíma. Meðal þess sem ber á góma eru stjórnmálaflokkarnir, bankarnir, fjölmiðl- arnir, menningarlífið, efnishyggjan og hið tvöfalda siðgæði okkar daga. Sigfús Bjartmarsson hefur á liðn- um árum sent frá sér ljóðabækur, sagnasöfn og ferðabækur og gert at- lögur að íslenskri bókmenntahefð með hverju nýju verki. Síðasta bók hans, Sólskinsrútan er sein í kvöld, var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Andræði er á ýmsan hátt róttækasta verk skáldsins til þessa, gagnbylting gegn landlægri deyfð og skoðanaleysi, og hvað formið áhrærir hljómar það eins og vekjaraklukka á hina útafsofnuðu NÝJAR BÆKUR formbyltingu 20. aldarinnar. Kviður Sigfúsar sverja sig í ætt við máls- hætti, spakmæli, öfugmæli, heilræði og háðkveðskap en undir býr hin grimmasta gagnrýni. Bókaforlagið Bjartur hefur gefið útskáldsöguna Áritunarmanninn eftir bresku skáldkonuna Zadie Smith í íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Alex-Li Tandem er sérkennilegur ungur maður; gyðingur af kínversku bergi brot- inn sem býr í London. Hann er ástríðufullur áhuga- maður um eigin- handaráritanir sem hann leitar uppi, kaupir og selur. Leitin að eiginhand- aráritun Kittyar Alexander, kvik- myndastjörnu sem má muna sinn fífil fegri, er sérstakt áhugamál hjá Alex. Sú leit leiðir hann á vit ýmissa ævintýra en verður þó fyrst og fremst rannsókn á eðli frægðarinnar. Ágætis spennusaga, en... Höfundur Da Vinci lykilsins og Engla og djöfla, Dan Brown, þarfnast víst lítillar kynningar. Báðar þessar bækur hafa rúllað upp metsölulistum um allan heim undanfarið. Þótt Da Vinci lykillinn sé bókin sem kom Brown á kortið sem einum helsta spennu- sagnahöfundi samtímans og sú fyrsta eftir hann sem er þýdd á ís- lensku, þá er hún fjórða bókin sem Dan Brown gefur út. Da Vinci lykillinn kom út í framhaldi af Englum og djöflum og er önnur bókin af a.m.k. þremur þar sem aðalpersónan er táknf ræðingur inn ráðagóði Robert Langdon. Áður hafði Brown skrifað tvo tækniþrillera; Digital Fortress og Decept- ion Point. Bækurnar fyrr- nefndu eru afar líkar að uppbyggingu og efnistökum. Sama formúlan. Líkt og Da Vinci lykillinn hefst Englar og djöflar á hrottalegu morði valinkunns fræði- manns. Langdon er kallaður til vegna sérfræðikunnáttu sinnar og dregst inn í æsispennandi atburðarás sem leiðir hann til menningarborgarinnar Rómar. Með honum í för er sjálf- stæð, kynþokkafull og bráðsnjöll dóttir látna fræðmannsins. Saman leysa þau hverja gátuna á fætur annarri og koma að lokum upp um mikið samsæri hinnar fornu bræðra- reglu Illuminati. Eins og í Da Vinci lyklinum er hér um að ræða skáld- sögu byggða á sögulegum stað- reyndum. Brown vefur inn í sögur sínar mikinn fróðleik um bæði menningu og myndlist fyrri alda. Einnig ber talsvert á vangaveltum um stöðu trúarinnar og kirkjunnar í nú- tímasamfélagi. Á köflum verður þó allur fróðleikurinn á kostnað fram- vindu sögunnar, lesandinn gerir sér grein fyrir að verið er að reyna að mennta hann, ekki skemmta honum eða halda spenntum. Um nokkurs konar prédikun er að ræða. Einnig eru háleitar lista- og trúarumræðurn- ar í hróplegu ósamræmi við klisju- kennda persónusköpun sögunnar. Samskipti aðalpersónanna sérstak- lega og lokakafli bókarinnar er afar reyfarakenndur. Það verður þó að segjast að bókin er, þrátt fyrir þetta sundurleysi í efnistökum og stíl, einkar spennandi. Ráðgáturnar reka söguna áfram og les- andinn er í kapp- hlaupi við blaðsíð- urnar um að leysa þær. Dulrænu gát- urnar eru settar fram á svo sannfærandi hátt að þær standa þrátt fyrir áðurnefnda annmarka. Á þessu sviði hefur Dan Brown vissa yfirburði. Vissulega er aðdá- unarvert að Dan Brown skuli hafa árætt að koma á framfæri við hinn al- menna lesenda upp- lýsingum um hinn evrópska menningararf sem er flest- um nútímönnum svo gott sem horf- inn, ef það var ætlunarverk hans. Því miður skilur þessi tiltekna samskeyt- ing klisjunnar og horfinnar hug- myndafræði lítið eftir nema óbragð í munni. Gríðarlegar vinsældir verksins gera það sjálfsagt að verkum að mað- ur verður enn gagnrýnni á það sem bókmenntaverk. Maður veltir fyrir sér hvort ekki þurfi til meiri frumleika og tilfinningu fyrir formi en þetta til að skapa metsölubók? Ef hægt er að horfa framhjá þessum atriðum og einbeita sér í lestrinum að snilldar- lega útfærðum gátunum er hér um ágætis spennusögu að ræða. BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Englar og djöflar Höfundur: Dan Brown Þýðandi: Karl Emil Gunnarsson Útgefandi: Bjartur, 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.