Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 1
Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. Tryggvi Guðmundsson: ▲ SÍÐA 22 Tryggði Örgryte sætið ● fyrirliði í tískuverslun ● skoraði sigurmark undir lokin Vignir Svavarsson: ▲ SÍÐA 34 Varnartröll brýtur saman boli ● er 46 ára í dag Toshiki Toma: ▲ SÍÐA 18 Finnur leið til að eldast MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING EÐA SKÚRIR Fyrst um sunnan- og vestanvert landið en um allt land síðdegis eða í kvöld. Hiti víðast 5-10 stig. Sjá síðu 4 8. nóvember 2004 – 306. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Kolbrún Kjarval: GAGNRÝNIR SAMKEPPNISSTOFN- UN Forstjóri Olís segir í yfirlýsingu að svo virðist sem Samkeppnisstofnun hafi vísvit- andi dregið rangar ályktanir. Fráleitt að sögn forstöðumanns samkeppnissviðs. Sjá síðu 2 VG FAST FYRIR Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Vinstri grænir krefjist þess að Þórólfur Árnason borgarstjóri láti af emb- ætti vegna aðildar sinnar að verðsamráði olíufélaganna. Sjá síðu 2 VÉK EN VAR SKIPAÐUR AFTUR Fjármálaráðherra skipaði Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóra Olís, í stjórn Sím- ans í mars þar sem hann situr enn. Thomas sagði sig úr stjórninni í fyrra. Sjá síðu 6 HERLÖG Í ÍRAK Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í Írak. Ástæðan er aukin sókn uppreisnarmanna. Bandaríkjaher undirbýr innrás inn í Falluja. Sjá síðu 8 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 20 Sjónvarp 32 STJÓRNMÁL Framsóknarmenn á kjördæmisþingi í Norðvestur- kjördæmi sem fór fram í Borgar- nesi í gær hvöttu þingflokk fram- sóknarmanna til að leysa ágrein- ing sem uppi hefur verið innan hans. Þingflokkurinn ákvað við upphaf þings í haust að kjósa Kristin H. Gunnarsson í engar þingnefndir fyrir hönd flokksins. Fram kemur í ályktun fundar- ins, sem var samþykkt með lófa- klappi, að allir þingmenn flokks- ins ættu að hafa eðlilega aðstöðu til starfa. Þá var lýst yfir stuðn- ingi við Kristin H. Gunnarsson og Magnús Stefánsson, þingmenn kjördæmisins, og þeir hvattir til að snúa bökum saman og vinna þannig kjördæminu til heilla. Kristinn H. Gunnarsson segist gera ráð fyrir því að þessi mál fari í eðlilegt horf með tímanum og samskiptin í þingflokknum séu að batna. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist taka ályktunina til alvarlegrar at- hugunar. Fullt mark sé tekið á henni og unnið verði með hliðsjón af henni. Tólf framsóknarfélög höfðu fyrir kjördæmisþingið sent frá sér ályktun þar sem staða Kristins innan þingflokksins er hörmuð. - ghg Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar NÝ VIÐHORF Í VARNARMÁLUM Rætt verður um ný viðhorf í varnar- og ör- yggismálum í fyrirlestri í Norræna húsinu klukkan 12. Alyson J.K. Bailes mun fjalla um Atlantshafstengslin, evrópsk öryggismál og stöðu Norðurlandanna. Framsóknarflokkurinn: Sáttatónn í þingflokknum TRAUSTIR VINIR Kristinn H. Gunnarsson og Magnús Stefánsson, þingmenn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, virtust hafa náð sáttum á kjördæmaþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi. Þríbakar leirfugla við 1000 gráður KJARAMÁL Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í dag fá samninganefndirnar eina til tvær vikur til að ná saman áður en lög verða sett á verkfallið, segir Gunnar I. Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis og bæjarráðs Kópavogs. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir þann tíma ekki of stuttan til samn- inga sé nægilegu fjármagni veitt í samningana: „Gunnar er sveitar- stjórnarmaður og ber ábyrgð sem slíkur,“ segir Eiríkur sem telur lagasetningu verða til þess að kennurum fækki. Gunnar segist ekki sjá hvernig hægt sé að veita meira fé til að leysa kennaradeiluna: „Efnahags- lífið fer á hvolf verði meira fé veitt til lausnar á deilunni.“ Eiríkur segir hvern sem skilja vilji, sjá að fólk sem bundið sé með lögum inn í skólana verði ekki sátt. „Það mun hver og einn kennari bregðast við því eins og hann telur rétt. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér hvers konar lög þetta yrðu en mín hugsun er ekki bundin við lög heldur við það hvernig hægt verður að leysa þessa deilu ef svo fer að miðlunar- tillagan verði felld.“ Eiríkur segir miðlunartillög- una ekki mæta kröfum kennara: „Það er ekki hægt að gefa þessi spil upp á nýtt. Það verður að koma nýtt fjármagn inn í kjara- samninginn.“ Hann segir of litla launahækkun ekki það eina sem margir telja ábótavant í tillög- unni: „Það er mjög mikil óánægja með að starfsaldurstenging við kennsluferil sé engin. Því verður að breyta. Það eru einnig fleiri þættir inni sem hafa skapað mikla ólgu og reiði og verður að breyta.“ Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfélaga í viðræðunum, segir alla kosti í skoðun verði miðlunartillagan felld. Launanefndin hafi þó ekki nýtt tilboð á borðinu. Ásmundur Stefánsson ríkis- sáttasemjari segir lög ekki á hans snærum: „Gunnar hefur gefið ýmsar yfirlýsingar um lagasetn- ingar í þessu ferli. Ég hef ekkert um það að segja.“ - gag Tvær vikur til lausnar falli miðlunartillagan Formaður menntamálanefndar segir að verði miðlunartillaga sáttasemjara ríkisins felld fái samn- inganefndir eina til tvær vikur til að ná sáttum. Formaður Kennarasambandsins segir tímann nægja en fjármagnið til samninganna ekki. Launanefndin er ekki með nýtt tilboð á borðinu. Kennaradeilan: Vilji til að setja lög SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti lands- manna telur koma til greina að setja lög á kennaraverkfallið ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu telur 61 prósent koma til greina að setja lög en 39 prósent eru mót- fallin því. Mun fleiri konur en karlar vilja að sett verði lög. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, segir að verði sett lög á verkfallið sé verið að fresta vandanum og kannski bara um stuttan tíma. „Ég hef aldrei viljað hugsa þá hugsun til enda ef lög yrðu sett á verkfallið,“ segir Eiríkur. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, vildi ekki tjá sig. Sjá síðu 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.