Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 12
12 20 TÖFLUR AF PANODÍL KOSTA 183 KRÓNUR. Um er að ræða meðalverð nokkurra lyfjabúða í Reykjavík. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? „Ég er almennt á móti lagasetningum á kjaradeilur,“ svarar Arnór Pétursson, fulltrúi á Tryggingastofnun, aðspurður hvort setja eigi lög á kennaraverkfall, verði miðlunar- tillaga sáttasemjara felld. „Í þessu tilviki er hins vegar svo mikið í húfi, þ.e. börnin í landinu, að mér finnst það fullkomlega verjanlegt. Ég vil að menn fái þrjá til fjóra daga til að skoða sérstaklega þá leið sem Kristján Þór og Stefán Jón hafa talað fyrir. Gangi það ekki á nokkrum dögum þá er ekki hjá því komist að setja lög.“ Arnór segir það fyrst núna rétt að skoða lagasetningu. „Það ætti ekki að vera búið að setja lög, nú er hins vegar komið að því að það verði skoðað alvarlega, ef miðlun- artillagan verður felld. Hann gagnrýnir hve oft og lengi samningar eru lausir áður en gengið er frá nýjum. „Mér finnst furðulegt að stéttarfélög skuli vera með lausa samninga og í samninga- þófi í fleiri, fleiri mánuði. Það er undarlegt að samningar séu ekki gerðir fyrr svo að nýr samningur taki gildi um leið og sá eldri er útrunninn.“ ARNÓR PÉTURSSON Verjanlegt LÖG Á KENNARAVERKFALL SJÓNARHÓLL „Ég er mikið að hugsa um ráðstefnu á vegum SÞ sem haldin verður í Kanada í desember þar sem fjallað verður um upp- rætingu villna í veðurspám. Upphaflega átti ráðstefnan að vera í Bandaríkjunum en svo komust menn að því hvað Banda- ríkin eru mikið vandræðaríki og var hún því flutt yfir til Kanada. Ástæðurnar fyrir flutningnum voru pólitískar. Við ætlum að reyna að finna öruggari leiðir til að spá nokkra daga fram í tímann. Ráðstefnan verður stór í sniðum og ber ég þar vissa ábyrgð því ég sit í vísindaráði ráðstefn- unnar,“ segir Haraldur Ólafsson veður- fræðingur sem starfrækti einkaskóla frá fyrsta degi kennaraverkfallsins þar sem á annan tug barna var kennt af kennara- nemum og foreldrum barnanna. Haraldur telur að miðlunartillagan sáttasemjara verði felld þar sem kennarar krefjist hærri launa. „Ég mun að sjálfsögðu halda áfram skólastarfinu fari svo að tillagan verði felld,“ segir Haraldur. Hann hefur ákveðn- ar skoðanir á menntunarmálum barna og telur að kenna eigi börnum að lesa í leik- skóla. „Maður kemst ekki hjá því að kenna börnum sínum ýmislegt og þá helst stærðfræði. Ég hvet aðra foreldra til að gera slíkt hið sama því mjög mörg börn sem ljúka grunnskóla hafa takmark- aða kunnáttu í stærðfræði,“ segir Haraldur sem á tvö börn á grunnskólaaldri og kennir þeim heima. Hann segist vita af mörgum raunvísindamönnum sem geri það einnig. „Ég fylgdist náið með eldgos- inu og finnst ótrúlegt hvernig askan úr gosinu gat borist að Fagurhólsmýri, hátt í hundrað km leið á móti vini. Ég ætla að reyna að reikna út strauminn sem bar öskuna svona langt. Ég er með tölvuh- ermi þar sem ég líki eftir veðrinu dagana sem gosið stóð yfir til að komast að því hvort askan geti hafa borist þetta langt. Slíkar mælingar, sem hljóma ótrúlega, eru hins vegar oft uppspretta nýrrar þekking- ar,“ segir Haraldur. Bandaríkin vandræðaríki HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HARALDUR ÓLAFSSON VEÐURFRÆÐINGUR 8. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Grímsvatnagosin eru bölvun trölladóttur Náttúran bauð upp á mikla sýningu í liðinni viku þegar gos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli. Frá Skeiðarársandi, milli Skaftafells og Kirkjubæjarklausturs, mátti sjá sótsvartan öskustrókinn stíga í átt til himins. Á hótelinu á Kirkjubæjar- klaustri sat Júlíana Magnúsdóttir þjóðfræðingur og sagði gestum hótelsins sögur úr sveitinni milli sanda. Viðstaddir vildu allir fá að heyra sögur af Grímsvötnum. Júlí- ana leit út um gluggann upp að Vatnajökli, lagði sígarettu upp að vörunum en hætti við að draga andann, drap í henni og hóf sögust- und. „Það var maður að nafni Vest- fjarða-Grímur sem vötnin heita eftir. Hann var skógargangsmaður eftir að hafa lent í vígaferlum á Vestfjörðum. Samkvæmt þjóðsög- unni á þetta að hafa verið á þjóð- veldisöld. Grímur fór þess vegna upp á hálendið og gerði sér skála við vötn sem núna eru kennd við hann. Þá var veiði í vötnunum og skógur í kringum þau. Eitt sinn Þegar Grímur var við veiðar kom risi til hans og gerði sig líklegan til að stela aflanum. Grímur brást ókvæða við, enda skapmaður mik- ill, og lagði risann í gegn með spjóti sem særði hann til ólífis. Dóttir risans gróf hann síðan en það gekk brösuglega hjá henni svo Grímur tók sig til og jarðaði risann fyrir hana. Þá vildi svo til að risinn gekk aftur eina nóttina og ásótti Grím. Hann sá sitt óvænna og gróf risann upp daginn eftir og brenndi hann. Þetta harmaði dóttir risans svo mjög að hún lagði bölvun á Grímsvötn. Hún mældi svo fyrir um að eldur brenndi skóginn öðru hvoru. Þessi bölvun á að vera ástæðan fyrir Grímsvatnagosum. Þessi sami Grímur fór eftir þetta til Grímseyjar og eyjan á að vera nefnd í höfuðið á honum.“ Áheyrendur Júlíönu staldra nú fullir efasemda. Hvernig gat verið skógur uppi á miðjum Vatnajökli? „Jú, sjáið nú til,“ segir Júlíana og færist öll í aukana. Maður virtist hvergi koma að tómum kofanum hjá henni þegar rætt er um sögur úr sveitinni hennar. „Að eldri manna sögn var Vatnajökull líka kallaður Klofajökull og það átti að hafa verið skarð í gegnum hann, í raun gönguleið frá Norðaustur- landi og yfir á sandana hér. Þetta skarð var skógi vaxið. Vatnajökull hefur ekki alltaf verið eins stór og hann er núna.“ „Hvernig veistu þetta allt?“ gall í syfjulegum blaðamanni sem sat í áheyrendahópnum og hafði vakað fram eftir nóttu til að fylgjast með forsetakosningum í fjarlægu landi, ókunnugur um spennusögurnar sem leyndust við hvert fótmál í sveitinni. Júlíana segist alltaf hafa haft gaman af sögum og þess vegna farið í þjóðfræðina við Há- skóla Íslands þar sem hún hafi lagt áherslu á þjóðsögur. Hún hafi síðan gert lokaverkefni um sagnir og þjóðtrú í hennar heimasveit, Skaft- árhreppi. „Ég fjallaði um allar sagnir sem ég kom höndum yfir og voru skráðar eftir heimildarmönn- um sem voru búsettir hér. Þetta var mikil og skemmtileg rannsókn og ég fann margt sem mig óraði ekki fyrir þegar ég byrjaði. „En það eru ekki Grímsvatna- gos sem skipta fólk máli hér í sveit- inni,“ segir Júlíana og við sperrum eyrun full eftirvæntingar. Hvað ætlaði hún núna að segja? „Það er stóra Kötlugosið sem allir tala um og kvíða fyrir. Samkvæmt þjóðsög- unni var það tröllkonan Katla sem kom þeim af stað. Hún var ráðs- kona á munkaklaustrinu í Þykkva- bæjarklaustri og átti undrabrók sem gerði það að verkum að sá sem klæddist henni gat hlaupið enda- laust. Þá var það smali, Barði að nafni, sem fanni ekki allt féð sem hann bar ábyrgð á. Hann stal því brókinni og náði þannig að smala öllu fénu. Katla varð þess vís og drap Barða í tröllskap sínum og stakk honum í sýrutunnu. Síðan fór að ganga á sýruna þegar líða tók á veturinn. Þegar hún sá fram á að það kæmist upp um hana sagði hún „senn bryddar á Barða“. Katla hljóp svo upp í fjöll og steypti sér niður í Kötlugjána. Því fylgdi fyrsta hlaupið úr Kötlu sem lagði Þykkvabæjarklaustur í rúst. Flóðið var hefnd tröllkonunnar. Síðan hef- ur Katla verið Katla og hér í sveit- inni hefur verið haft að orðatiltæki „senn bryddar á Barða“ þegar það verða hræringar í Kötlu.“ Við báðum um fleiri sögur, hvað með draugasögur? „Jú, þær eru margar hérna í sveitinni,“ sagði Júlíana. „Þær eru fleiri úr sveitinni niðri við sjávarsíðuna heldur en hér uppi í sveitinni. Flestir draug- arnir þar eru sjódraugar enda var sandurinn skipakirkjugarður þeg- ar erlendu bátarnir sigldu með- fram ströndinni. Ég bý á þeim slóðum, í Meðallandi, en hef enn ekki orðið vör við draugagang. Einn merkilegasti draugurinn er líklega loðni maðurinn á Skarði. Sagan rekur rætur sínar til sautj- ándu aldar. Bændur í sveitinni fundu sjórekið lík á Meðallands- fjörum sem var óvenjuloðið. Þeir töldu að þetta væri ári frá helvíti og ætluðu ekki að hola manninum niður. Sýslumaðurinn tók svo ákvörðun um að það yrði að jarða líkið. Það var því flutt til kirkju á Skarði þar sem átti að syngja yfir því. Þá gerðist eitthvað ógurlegt. Stafirnir í sálmasöngbókinni sneru öfugt, blessunin snerist upp í bölv- un og kirkjan lék á reiðiskjálfi. Kistan var því rifin upp og líkinu hent út úr kirkjunni. Það fór ekki betur en svo að líkið tók að ganga aftur og banaði meðal annars prestum í sveitinni. Eftir á að hyggja hafa sumir giskað á að þarna hafi verið um górilluapa að ræða sem kunni að hafa komið til landsins með gullskipinu fræga sem átti að hafa farist á Skeiðarár- sandi. Síðast þegar sást til loðna mannsins var hann að berja kirkj- una á Skarði að utan með fjölum úr kistunni.“ Júlíana sér áhugann í andlitum okkar sem hlustum á hana og lýsir yfir vonbrigðum sínum með þróun þjóðsöguhefðar Íslendinga. „Það er allt of lítið gert af því að safna þjóðsögum kerfisbundið í dag. Það hefur ekki verið gert síðan Ríkisút- varpið fór um landið og safnaði sögum á milli 1960 og 1970. Það er alltaf talað um gamalt fólk sem kann sögur. Auðvitað þarf að tala við gamalt fólk á nokkurra ára fresti en það vantar líka að tala við yngra fólk. Ég heyri öðru hvoru þjóðsögur frá mínum jafnöldrum og þær eru að breytast. Ungt fólk segir eiginlega aldrei sögur af huldufólki en draugarnir virðast vera alveg jafn rammir nú eins og áður. Kannski er það vegna þess að við erum búin að kanna landið og erum þannig búin að þrengja að huldufólkinu. Við stöndum hins vegar enn ráðþrota gagnvart dauð- anum, hann er ennþá jafn mikil ráðgáta og áður.“ ghg@frettabladid.is Stökktu til Kanaríeyja 23. nóvember frá 39.990.- Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 23.nóvember í 28 nætur til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí. Það er um 22-25 stiga hiti á Kanarí í nóvmeber og desember, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. 39.990.- M.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára. Flug, gisting, skattar, 28 nætur, 23.nóvember. Netverð 49.990.- M.v. 2 í herbergi/studio, 23.nóvember 23 nætur. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.- JÚLÍANA MAGNÚSDÓTTIR GRÍMSVÖTN GJÓSA Frá Skeiðarársandi, milli Skaftafells og Kirkjubæjarklausturs, mátti sjá sótsvartan öskustrókinn stíga í átt til himins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.