Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 14
14 Bandaríska stjórnkerfið er hannað í samræmi við hug- myndir Johns Locke og Montesquieu um þrískiptingu ríkisvaldsins. Samkvæmt þeim hugmyndum eiga fram- kvæmdavaldið (ríkisstjórn), löggjafavaldið (þingið) og dómsvaldið (dómstólar) að vera óháð hvert öðru. Hugsunin er sú að hvert svið ríkisvaldsins veiti hinum aðhald. Þetta skýrir af hverju Bandaríkjamenn kjósa forseta í sérstökum kosningum til þess að fara með fram- kvæmdavald og að sums staðar í Bandaríkjunum eru dómarar einnig kosnir sérstaklega. Löggjafaþingið er einnig tvískipt. Annars vegar er um að ræða fulltrúa- deildina, sem er neðri deildin, og hins vegar öldunga- deildina; efri deild. Báðar deildir þurfa að samþykka frumvarp svo það verði að lögum. Öldungadeildin Í öldungadeild sitja hundrað þingmenn. Hvert aðildar- ríki Bandaríkjanna hefur tvo öldungadeildaþingmenn óháð því hversu stórt það er. Þingmenn eru kosnir í persónukosningum og sitja í sex ár í senn. Öldunga- deildarþingmenn eru mjög sjálfstæðir í störfum sínum, enda eiga þeir allt sitt undir velvilja kjósenda í sínu heimafylki. Öldungadeildarþingmenn eru því ekki þekktir fyrir að fylgja miklum flokksaga. Þá er einnig ríkjandi í öldungadeildinni að þar sé staðinn vörður um helstu grundvallarréttindi samkvæmt stjórnar- skránni. Fulltrúadeildin Í fulltrúadeildinni sitja 435 þingmenn. Þeir sitja fyrir hönd kjördæma sem hvert um sig innihalda um það bil jafnmarga íbúa. Þó fær hvert ríki að lágmarki einn fulltrúa. Kjörtímabilið er aðeins tvö ár og því þurfa þingmenn nánast stöðugt að standa í kosningabaráttu. Sökum þessa er flokksaginn þar meiri en í öldunga- deildinni en þrátt fyrir tíðni kosninga er ekki öll sagan sögð því um áttatíu prósent þingmanna eru í „örugg- um sætum“ þar sem ólíklegt er að nokkur andstæðing- ur úr hinum stóra flokknum nái að komast að. Tvær sjálfstæðar deildir HVAÐ ER ? BANDARÍKJAÞING 8. nóvember 2004 MÁNUDAGUR Dapur dagur hjá demókrötum Demókratar voru sannfærðir um að Kerry væri nánast öruggur með sigur. Allt benti til þess á kjördag. Vonbrigðin voru því mikil þegar tölurnar fóru að taka á sig mynd og ljóst varð að Bush hafði náð endurkjöri. Í Boston voru margir súrir. Þórlindur Kjartansson blaðamaður var í Boston. Veður skipast fljótt í lofti í banda- rískum stjórnmálum. Stuðnings- menn demókrata eiga erfitt með að sætta sig við öruggan sigur Bush forseta í kosningunum í síðustu viku og skilja ekki hvað það var sem brást. Síðustu daga fyrir kosn- ingar virtist sem baráttan væri að snúast Kerry í vil og á sjálfum kjördag töldu flestir að sigurinn væri nánast öruggur. Líf í höfuðstöðvunum Í höfuðstöðvum Kerrys í Boston var líflegt um að litast í hádegi á kjördag. Þar sátu sjálfboðaliðar við borð og hringdu út í kjósendur í Flórída og þóttust brattir. Demó- krötum þótti það einnig vera góðs viti að aldrei fyrr hafa svo margir sjálfboðaliðar gefið sig fram við kosningamiðstöðvar á kjördag og tekið þátt. Fleiri sóttu að en vildu og sagði starfsmaður kosningamið- stöðvarinnar að vandræði hefðu skapast því mun fleira fólk en verkefni var til staðar. Fólk sem kom um hádegi gat hvorki fengið inngöngu né símtæki heldur var fólk beðið um að nota eigin síma til að hringja í kjósendur í Flórída. Urðu margir sjálfboðaliðar súrir við þetta. Á Copley Square þar sem kosn- ingavaka Kerry var skipulögð var mikið líf fram eftir degi. Þar var búið að koma fyrir risastórum sjónvarpsskjám og hljóðkerfi af bestu sort, enda voru Bruce Springsteen og Sheryl Crowe með- al þeirra sem þar tróðu upp síðar um kvöldið. Fjöldi fólks var þar á kreiki allan daginn og báru margir merki þar sem ýmist var líst vel- þóknun á Kerry eða vanþóknun á Bush. Þung stemning á kosninganótt Mikil eftirvænting og gleði var fram eftir kvöldi og þegar fyrstu tölur fóru að birtast streymdi fólk að tilbúið að taka þátt í fögnuði og sigurgleði. Þegar fleiri tölur bárust rann önnur gríma á fólk og það fór að rigna. Stemningin súrnaði sífellt og fljótlega varð flestum ljóst að John Kerry kæmi ekki fram til að ávarpa stuðningsmenn sína. Hann hefði ekki haft neitt að segja – það var of snemmt fyrir hann að gefa upp alla von og klárlega hefði það verið fáránlegt að lýsa yfir sigri. Daginn eftir kom Kerry svo fram og tilkynnti að hann teldi sig hafa beðið lægri hlut í kosningunum. Sökum þess að frambjóðendur þurfa sjálfir að taka frumkvæði um það að lýsa yfir sigri eða tapi beið Kerry einn dag til að hugsa málið og sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína á kosninga- vökunni í Boston. Hann vildi ekki falla í sömu gryfju og Gore gerði fjórum árum fyrr og gefa of snemma í skyn að hann hafi tapað. Daginn eftir kjördag var hins veg- ar enginn vafi lengur um það hvernig talningin hafði farið og Kerry boðaði blaðamenn á fund sinn til að tilkynna að hann teldi sig ekki eiga möguleika á sigri. Tvær þjóðir í „Jesúlandi“ Dagblaðið Boston Globe velti því fyrir sér hvort aðrir Bandaríkja- menn hötuðu Massachusetts og spáði því að aldrei aftur kæmi Bandaríkjaforseti frá þessu fylki. Í viðtölum við fólk á götum annarra stórborga mátti sjá svipaða undr- un. Landið klofnaði í tvennt og svo virðist sem gjörsamlega ólíkir menningarheimar mætist innan Bandaríkjanna. Annars vegar eru það stórborg- arbúarnir og þeir sem búa við strandirnar. Þeir lesa ljóð og fagr- ar bókmenntir, drekka hvítvín og eiga samkynhneigða vini og kjósa demókrata. Hins vegar er það hryggjarstykkið í Bandaríkjunum þar sem allir eiga byssur, „pikköpp“-trukka, fara í kirkju og kjósa repúblikana. Þessi skopstæl- ing á menningarmuninum er ýkt en hún sýnir ágætlega meginstefið í rígnum á milli stórborga og smá- bæja í Bandaríkjunum. SUNGIÐ Á COPLEY SQUARE Hópur manna tók sér stöðu og söng sálma og baráttulög á meðan lokaundirbúningur fyrir kosningavöku Kerrys átti sér stað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ó R LI N D U R Mörður Árnason lýsti yfir stuðningi við Þórólf Árnason borgarstjóra í þættinum Sunnudagskaffi hjá Ævari Erni í gær. Af hverju á Þórólfur ekki að segja af sér? Ég spyr bara a móti af hverju á hann að segja af sér? En auðvitað er eðlilegt að slíkar raddir komi upp í þessu mikla svindlmáli. Þórólfur var vissulega starfs- maður þessa olíufélags, en þegar frum- skýrslan um samráðið kom í fyrrasumar þá skýrði hann hlut sinn í þessu máli, sá eini af fyrrverandi starfsmönnum þess- ara félaga. Þegar skýrsla samkeppnisráðs kemur út í heild sinni þá hefur hann aft- ur skýrt hlut sinn í þessu máli og ég tek mark á þeim skýringum. Hann var með sínum hætti þátttakandi í þessu samráði, hann lenti í því að vera hluti af þessum olíuviðskiptaheimi, en hann hefur beðið afsökunar á sínum þætti. Ég tel hann ekki hafa borið ábyrgð á þessu ástandi og ég legg til að við fyrirgefum Þórólfi Árnasyni þann hlut sem hann átti að máli. Getur hann setið áfram? Já, það tel ég, en hann þarf auðvitað að hafa traust. Hann hefur mitt traust og mér hefur fundist að eftir að hann fékk tækifæri til að útskýra sín mál hafi stuðn- ingur við hann vaxið og ég held að hann geti unnið sér það traust sem til þarf. MÖRÐUR ÁRNASON Styður Þórólf ÞÓRÓLFUR OG VERÐSAMRÁÐIÐ SPURT & SVARAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.