Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 25
5MÁNUDAGUR 8. nóvember 2004 LESTUR/ÁHORF: NOKKUR DÆMI ÚR NÝRRI GALLUP KÖNNUN * *Upplýsingarnar í þessari auglýsingu eru fengnar úr nýafstaðinni fjölmiðlakönnun Gallup í október s.l.. TÍSKA Í FBL FIMMTUDAGUR FJ Ö LM IÐ LA R 0 20 40 60 56.1% FORSÍÐA MBL SUNNUDAGUR 40.2% FÓLK Í MBL MIÐVIKUDAGUR 39.5% FRÉTTIR Á RUV MEÐALÁHORF VIKUNNAR 33% INNLIT ÚTLIT Á SKJÁ EINUM UPPSAFNAÐ 37% IDOL stjörnuleit UPPSAFNAÐ 50% Lesendur „Allts“ er fólk með áhuga á efni hverrar opnu og eru auglýsingarnar eðlilegur hluti lesefnisins og ein af ástæðum þess að þeir staldra við. Það er með öðrum orðum, vel skilgreindur og áhugasamur hópur, sem skoðar t.d. þessa auglýsingu. Á opnunni „Tíska og fleira“ fimmtudaginn 28. október voru 10 auglýsingar. 56% kvenna á aldrinum 18-49 ára eða 34.555 konur skoðuðu opnuna og gátu veitt hverri auglýsingu athygli eftir áhuga og eins lengi og þær vildu. Til samanburðar voru 53 auglýsingar í Innlit Útlit á SkjáEinum þriðjudaginn 26. október. Þær fengu áhorf 37% sama hóps eða 23.025 konur og höfðu þær að meðaltali 14 sek. til að horfa á hverja auglýsingu. Grunnhugmyndin á bak við „Allt“ er að flokka auglýsingar og staðsetja í lesefni sem vekur áhuga þeirra sem auglýsandinn vill ná til. „Allt“ er löngu tímabær og áhugaverður valkostur á íslenskum auglýsingamarkaði. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 SAMANBURÐUR VIÐ AÐRA MIÐLA [ KONUR 18-49 ÁRA Á ÖLLU LANDINU ] - markvissar auglýsingar - [ ELDHÚSIÐ ] Hentugasta efnið Vaskur: Vaskur er eitt af því sem er ómiss- andi í eldhúsinu og er mikið notað- ur til margra hluta. Hafðu þetta í huga: + Stálvaskar eru sterkir og auðvelt að halda skínandi hreinum. + Vaskar úr postulíni og steyptir vaskar eru líka álitlegur kostur í eldhúsið. + Vaskur sem er húðaður er óhent- ugur í uppvaskið vegna stál- áhalda eldhússins sem rispa húðina. Skáphurðir: Hönnun eldhússkápa er auðvitað smekksatriði en gæðin skipta miklu og af nógu er að taka: + Melamín og lamínat eru slitsterk- ustu efnin. + Málaðar og lakkaðar skápahurðir þurfa að vera unnar með sterku og endingargóðu lakki. Þær þurfa að þola högg og hnjask. + Spónlagður krossviður er níð- sterkur vegna trefjanna í viðnum. + Gegnheill viður er slitsterkur, þol- ir högg og heimilislíf fjölskyld- unnar. Best er að velja óbæsað- an við. Höldur: Höldur eru vinsælar enda úrvalið mikið og fallegar höldur geta breytt svip eldhússins til muna. Höldur eru fljótar að kámast og fá á sig klíning þegar unnið er með fituríka mat- vöru og mikilvægt er að þrífa þær strax svo litamunur komi ekki með tímanum eða fitan festist ekki á. Borðplötur: Margir einblína á skápana þegar valin er eldhúsinnrétting en borð- platan er ekki síður mikilvæg fyrir heildarmyndina. Hún er það sem mest er notað í eldhúsinu og það sem slitnar fyrst. + Borðplata úr gegnheilum við sem reglulega er olíuborinn er góður kostur. Mikilvægt er að trassa ekki olíuáburð svo vatns- skemmdir í kringum vask hendi ekki. Sápa og lútur lýsa viðinn, en gera auðveldara að halda borðplötunni fallegri. Lakk er ekki skynsamlegur kostur á gegnheilan við þar sem eldhús- áhöld eru fljót að rispa lakkið og skemma plötuna. + Lamínat er góður kostur fyrir borðplötur í eldhúsi; slitsterkt og auðvelt að halda fallegu og hreinu. + Borðplata úr steini er gljúp og þarf að olíubera reglulega. Mar- mari er of viðkvæmur í eldhús, en granít er frábær kostur, þó dýr sé. + Stálborðplötur hafa verið að ryðja sér til rúms sem vinsælt efni í eldhúsið. Það er sterkt, hlýtt og hefur gott grip. Geymslan og bílskúrinn eru alltaf svolítið vandamál. Oft hendir mað- ur hlutum sem maður vill ekki hafa inni á heimilinu inn í geymslu og finnst í lagi að hún sé eins og ruslahaugur. Það er ólíkt fallegra og aðgengi- legra að hafa geymsluna fallega og vel skipulagða. Það er ekkert verra en að pirra sig á því að finna ekkert í geymslunni fyrir drasli. Í Rúmfatalagernum eru til ansi sniðug box sem henta mjög vel í skipulagningu geymslunnar. Að sögn starfsmanna verslunarinnar rjúka boxin út þar sem margir vilja koma skipulagi á geymsluna áður en jólastressið hefst. Margar stærðir eru til af boxunum og er hægt að fá þau með hjól- um og án hjóla. Einnig er hægt að taka hjólin af boxunum og stafla þeim upp á hvort annað. Boxin eru á mismunandi verði eftir því hve stór þau eru en ódýrustu eru á 199 krónur og dýrustu á um 1.290 krónur. ■ NOKKUR RÁÐ TIL AÐ KOMA SKIPULAGI Á GEYMSLUNA TAKTU MYND af því sem þú lætur í kassa og límdu viðeigandi myndir á hvern kassa. Þannig manstu alltaf hvað þú lést í hvaða kassa og þarft ekki að leita endalaust að hlutum. GERÐU LISTA yfir það sem þú setur í hvern kassa. Settu blaðið í plast- möppu og láttu það fylgja með kassanum eða límdu það utan á. Virk- ar alveg eins og ljósmyndirnar. Settu AFTAST í geymsluna það sem þú notar lítið sem ekkert. Hafðu það FREMST sem notað er oft eins og skíði og hátíðaskraut. Reyndu að JAFNA ÞUNGANN í kössunum. Ekki setja allt það þunga í einn og allt það létta í annan. Reyndu að hafa þyngd í öllum kössum sem þú ræður við. Þannig er ekki of erfitt að kíkja inn í geymslu og ná sér í einn kassa sem vantar. Geymsluboxin í Rúmfatalagernum eru til í mörgum stærðum. Skipulag og skynsemi í fyrirrúmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.