Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 57
SELT Í REYKJAVÍK* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 8/10 - 14/10 15/10 - 21/10 22/10 - 28/10 29/10 - 4/11 FJÖLDI TÍ M A B IL 0 50 100 150 200 159 137 156 140BEKKIRNIR í borginni Þeir sem tylltu sér á þennan bekk í ylnum í sumar hraða sér nú framhjá í haust- rökkrinu og stefna á mýkri sessur innandyra. Þó er aldrei að vita nema krakkarnir í Austubæjarskólanum eða þeir sem eiga erindi á Heilsuverndarstöðina staldri við um stund áður en þeir halda lengra áleiðis inn í veturinn. Kaup á fasteign Það að kaupa fasteign er stór ákvörðun í lífi flestra. Í slíkum við- skiptum er fólk oftast nær að ráð- stafa nær öllum fjármunum sínum og skuldbinda stóran hluta tekna sinna langt fram í tímann. Til að fasteignaviðskipti geti orðið sem öruggust og áhættuminnst, er ákveðnum aðilum veitt heimild samkvæmt lögum til að hafa milli- göngu um eigendaskipti að fast- eignum. Þeir aðilar sem hafa þessa heimild eru löggiltir fasteignasal- ar en þeir hafa lokið viðamiklu námi og hafa löggildingu frá dóms- málaráðuneytinu til að rækja starfann. Á liðnum árum hafa því miður nokkur alvarleg misferlismál kom- ið upp vegna aðila sem starfað hafa við fasteignasviðskipti. Félag fasteignasala benti vegna þessa á að inn í lög vantaði ákvæði um eft- irlit með störfum fasteignasala og heimildir til þess að bregðast við brotum af þeirra hálfu. Óskaði félagið eftir að settar yrðu reglur sem tryggðu betur hagsmuni neyt- enda, það er þeirra sem eiga við- skipti við fasteignasala en þar er bæði um að ræða seljendur og kaupendur. Það var Félagi fasteignasala mikið ánægjuefni þegar ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa tóku gildi þann 1. október. Með nýju lögunum voru ýmsar breyt- ingar gerðar frá eldri lögum í sam- ræmi við ábendingar félagsins. Fyrir gildistöku hinna nýju laga hafði hver fasteignasali val um það hvort hann óskaði eftir að vera fé- lagsmaður í Félagi fasteignasala. Með hinum nýju lögum var félag- inu ætlað viðamikið hlutverk sem talið var að erfitt væri að rækja nema að kveðið yrði á um skyld- uaðild að fél-aginu Á grundvelli þessa var í tengsl- um við Félag fasteignasala komið á fót eftirlitsnefnd Félags fasteigna- sala. Kostnað vegna starfa nefnd- arinnar bera fasteignasalar sjálfir en Félag fasteignasala innheimtir eftirlitsgjald sem nemur 100.000 kr. á ári hjá hverjum fasteignasala. Nefndin hefur meðal annars eftir- lit með því að fasteignasalar starfi í samræmi við lög um sölu fast- eigna, í samræmi við siðareglur Félags fasteignasala og góðar venjur í fasteignasölu. Eftirlitið næri einnig til þess að fasteigna- salar gæti hagsmuna bæði kaup- anda og seljanda við samnings- gerð. Sú framkvæmd að gæta hagsmuna beggja aðila leggur auð- vitað ríka ábyrgð á hendur fast- eignasala og getur fasteignasali orðið skaðabóta- og/eða refsi- ábyrgur sinni hann ekki þeirri skyldu sinni. Nýju lögin hafa í för með sér mikla réttarbót fyrir neytendur en þau gera mun ríkari kröfur á fast- eignasala en áður og leggja á herð- ar hans miklar skyldur sem að sjálfsögðu má gera kröfu um þegar um sérfræðivinnu er að ræða. Fasteignasali kemur að viðskiptun- um frá upphafi til enda. Á þessum tíma, sem allra jafnan nær yfir nokkurra mánuða tímabil, fer fram margvísleg vinna fasteignasalans. Í því ferli reynir mjög á menntun hans og sérþekkingu m.a. við verð- mat fasteignar, margháttaðrar ráð- leggingar og margt fleira. Það er Félagi fasteignasala gríðarlega mikilvægt að öll fast- eignaviðskipti séu unnin af mikilli þekkingu og trausti og öllum skil- yrðum laga og siðareglna félagsins sé fylgt í einu og öllu. Kaupendur og seljendur eiga að geta notið leiðsagnar fasteignasala um allt það sem nauðsynlegt er að hafa í huga varðandi fasteignaviðskiptin þannig að öryggi og hagsmunir beggja séu fullkomlega hafðir að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. GRÉTAR JÓNASSON HÚSIN Í BÆNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.