Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 75
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FER‹ALEIKURINN ER Á VISIR.IS – TAKTU fiÁTT! Þú gætir unnið ferð til Kaupmannahafnar eða London! Arnaldur Indriðason Ung vísindakona finnur beinagrind þegar vatnsborð Kleifarvatns lækkar í kjölfar jarðskjálfta. Við hana er bundið fjarskiptatæki með rússneskri áletrun. Erlendur, Elínborg og Sigurður Óli eru kölluð til og rannsókn málsins leiðir þau áratugi aftur í tímann, á vit fólks sem dreymdi um réttlátara þjóðfélag og heitra tilfinninga sem lutu í lægra haldi fyrir köldu stríði. „Arnaldur er í toppformi. Kleifarvatn er besta bók Arnaldar til þessa ... bók sem maður les með athygli og sér til góðrar skemmtunar.“ - Illugi Jökulsson, DV edda.is „Besta bók Arnaldar“ 1. sæti Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 27. okt. – 2. nóv. Allar bækur Makleg málagjöld? Ígóðum og hollum kvikmyndum erfjallað um baráttu góðs og ills; það er viðtekin regla að hið góða sigrar að lokum, réttlætinu er fullnægt og hið illa og útsendarar þess hljóta makleg málagjöld. Aldrei hef ég séð kvikmynd þar sem skúrkurinn stend- ur uppi í lokin rúinn trausti og völd- um og þá kemur lögfræðingur þeysandi á svörtum hesti löðursveitt- um og stekkur af baki og tilkynnir að bandinginn skuli leystur úr haldi, því að fyrir fimm mínútum síðan hafi glæpaverk hans fyrnst, og skuli hann því frjáls ferða sinna, auk þess sem hann eigi rétt á skaðabótum fyrir ár- eiti og mannorðsmissi. Ónei. Í listinni gilda engin fyrningarákvæði um rétt- lætið – kannski þess vegna er það kallað lífsflótti að sökkva sér niður í að lesa bækur eða góna á kvikmyndir. OG ÞÁ SPYR MAÐUR: Endur- speglar listin lífið eins og það er? Eða er listin birtingarform drauma okkar um betri veröld án mannlegra veik- leika, óspillt mannkyn, fullkomið rétt- læti og sigur hins góða yfir hinu illa; veröld þar sem hver og einn uppsker eins og hann/hún sáir og allir hljóta makleg málagjöld verka sinna? Í HÁBORG kvikmyndanna, Holly- wood, eru það markaðslögmálin sem ráða efni og innihaldi kvikmynda. Það er ekki inngróin réttlætiskennd kvik- myndaframleiðenda sem ræður því að hið góða fer jafnan með sigur af hólmi í kvikmyndum, heldur eru það markaðsrannsóknir sem sýna að mannkynið er ennþá þannig innréttað að það lætur sig dreyma um réttlæti og er jafnvel svo sólgið í að sjá því fullnægt að fólk kaupir sér bíómiða í því skyni. FYRIR ANDVIRÐI bíómiða getur maður tekið sér tveggja tíma hvíld frá ótryggum heimi og sest inn í dimman sal og fylgst með kvörn rétt- lætisins mala á 24 myndrömmum á sekúndu. Þar má bóka að hinir hrylli- legu glæpir verða upplýstir og ill- mennin hljóta makleg málagjöld áður en ljósin kvikna og maður gengur aft- ur til móts við raunveruleikann, og einhvern veginn líður manni heldur skár í trausti þess að réttlætið sé enn- þá regla í sölum kvikmyndahúsanna en ekki undantekning eins og í raun- veruleikanum. Olíumálið mikla minn- ir mig soldið á góða bíómynd. Nú er bara eftir að sjá hvernig hún endar. BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.