Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 2
2 9. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Össur Skarphéðinsson: Halldór forsætisráðherra olíufélaga STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sakaði Halldór Ásgrímsson um að vera forsætisráðherra olíufélag- anna á Alþingi í dag. Össur krafð- ist þess að Halldór Ásgrímsson hefði forgöngu um viðræður við olíufélögin með það fyrir augum að þau fengjust til að greiða til baka allt að sex milljarða króna hagnað sem þau hefðu haft af samráði sín á milli um olíuverð. Halldór Ásgrímsson benti á í svari sínu til Össurar að málefni olíufélaganna væru til umfjöllun- ar hjá Samkeppnisstofnun, úr- skurðarnefnd um samkeppnismál, lögreglu og hugsanlega dómstól- um: „Hefur háttvirtur þingmaður ekki heyrt um aðskilnað fram- kvæmdavalds og dómsvalds? Við verðum að treysta á dómskerfið, réttarkerfið og hafa þolinmæði til að bíða eftir niðurstöðunum.“ Össur Skarphéðinsson sagði fráleitt að Halldór Ásgrímsson hlypi í vörn fyrir olíufélögin og spurði hvort hann væri forsætis- ráðherra olíufélaganna. Forsætis- ráðherra sagði að Össur ætti að biðjast afsökunar á ummælum sínum. - ás Örlög borgarstjóra gætu ráðist í dag Útlit er fyrir að stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík leggi fram ályktun á fundi í kvöld um að borgarstjóri víki, hafi hann sjálfur ekki sagt af sér. Árni Þór Sigurðsson segist aldrei hafa sagt að Þórólfur eigi að víkja. STJÓRNMÁL Þrýstingur á Þórólf Árnason borgarstjóra eykst nú enn og gætu örlög hans ráðist í kvöld fari svo sem horfir að fé- lagsfundur Vinstri-grænna álykti að hann eigi að taka pokann sinn. Stjórn félagsins hefur slíka álykt- un í smíðum.“Hún verður í þá átt að hann verði að víkja“, segir Þor- leifur Gunnlaugsson, varaformað- ur Vinstri-grænna í Reykjavík. Hann segir félagsmenn sem hann hafi rætt svo til einróma í þeirri afstöðu. Fundur félagsins í kvöld er ályktunarbær en áður fundar stjórnin með borgarfulltrúum. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir stöðuna óbreytta. Hins vegar áréttar hann að hann hafi aldrei sagt að borgar- stjórinn verði að víkja, þótt hann hafi sagt fyrir viku að hann gæti ekki lýst stuðningi við hann. Borgarfulltrúar í öðrum flokk- um R-listans viðurkenna að örlög borgarstjóra geti ráðist á fundi Vinstri-grænna. „Menn vilja ó- gjarnan að það líti út eins og við sprengjum R-listann“ segir mað- ur í innsta hring. Hugsanlegt er að opnað verði á minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar. Samkvæmt heimildum frétta- blaðsins er stuðningur innan borgarstjórnarmeirihlutans við Þórólf að fjara út, ekki síður meðal Samfylkingar og Fram- sóknarmanna en Vinstri- grænna. Alfreð Þorsteinsson, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins vísar því hins vegar á bug að flokkurinn hafi rætt við Sjálfstæðismenn um nýjan meirihluta: „Málið er í skoð- un, úrslit munu fást mjög fljót- lega“. Umræður um arftaka Þórólfs Árnasonar halda áfram enda gengið út frá því sem vísu að hann fari, eigi R-lista samstarfið að halda áfram. Nafn Helgu Jóns- dóttur, borgarritara hefur verið nefnt en vitað er að verði leitað út fyrir raðir borgarfulltrúa beinist sjónir manna að konu. Sjálfstæðismenn una sínum hag vel í vandræðum R-listans. Guðlaugur Þór Þórðarson borgar- fulltrúi sagði í gær: „Við höfum ekkert nema góða kosti í stöð- unni.“ a.snaevarr@frettabladid.is SIGFÚS GRÉTARSSON „Nú er allt undir. Núna er allt breytt,“ sagði Sigfús eftir að ljóst varð að miðlunar- tillagan var fallin. Miðlunartillaga: Skólastjórar samþykktu MIÐLUNARTILLAGA Ætla má að skóla- stjórnendur grunnskólanna hafi átt stóran hluta þeirra atkvæða sem greidd voru með miðlunartillögu ríkissáttasemjara, segir Sigfús Grétarsson, formaður samninga- nefndar Skólastjórafélags Íslands. Tæp sex prósent kennara studdu miðlunartillöguna, eða 276 þeirra sem greiddu atkvæði. „Þegar talið er upp úr sameigin- legum potti er þó ómögulegt að segja til um það,“ segir Sigfús en kjarasamningur skólastjóra er hluti af samningi grunnskólanna. Sigfús telur að skólastjórar hafi verið ánægðir með samninginn enda hafi samninganefndin talið að viðunandi kjör hafi náðst fyrir félagsmenn. - gag Þetta var algjör hvalreki, það er alveg á hreinu. Andanefju rak á land nálægt Hvalasafninu á Húsa- vík, þar sem Ásbjörn Björgvinsson er forstöðumað- ur. Það er sjaldgæft að andanefju reki á land. SPURNING DAGSINS Ásbjörn, var þetta hvalreki? Dönsk stjórnmál: Flóttafólki snúið heim DANMÖRK, AFP Danska ríkisstjórn- in samdi við Þjóðarflokkinn um stuðning við stjórnina gegn því að rúmlega tvö þúsund hælisleit- endur yrðu hvattir til að snúa aftur til heimalands síns. Í þessum hópi hælisleitenda eru 500 til 600 Írakar. Stutt er síðan Flóttamannahjálp Samein- uðu þjóðanna hvatti þjóðir heims til að þrýsta ekki á flóttamenn þaðan að snúa aftur til síns heima því ástandið í Írak væri of ótryggt. Þjóðarflokkurinn krafðist þess að flóttamönnum sem hefur verið hafnað um hæli í Danmörku yrði snúið heim og samþykkti stjórnin að bjóða flóttamönnum allt að 180 þúsund íslenskar krónur gegn því að þeir sneru aftur heim. ■ Uppgjör Símans: Aukinn hagnaður VIÐSKIPTI Tilkynnt var um hagnað Símans á fyrstu níu mánuðum ársins í gær. Samkvæmt uppgjöri var hann 2,4 milljarðar króna, sem er heldur betra en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður Símans var 1,6 milljarða. Rekstrartekjur Símans jukust um 1,1 milljarð og arðsemi eiginfjár hækkaði úr 15 í 22 prósent. Rekstrahagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði er 5,7 milljarðar, sem er 39 prósent af tekjum. Í fyrra reyndist rekstrar- hagnaðurinn vera 5,5 milljarðar og var þá 40 prósent af tekjum. Í tilkynningu frá félaginu kem- ur fram að framtíðarhorfur séu góðar. Í Kauphöll Íslands er Sím- inn metinn á 64 milljarða. - þk HALLDÓR OG ÖSSUR Halldór sagði að Össur ætti að biðjast af- sökunar á ummælum sínum á þingi í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. LANDBÚNAÐUR Vegna hlýnandi loftslags er fé látið ganga lengur úti en áður tíðkaðist og ekki algengt að búið sé að loka fé inni í byrjun nóvember. „Ég man eftir því að búið var að loka fé inni um miðjan október, en ég held að nú sé fé yfirleitt úti hér sunnan- lands,“ segir Haraldur Benedikts- son, formaður Bændasamtaka Íslands. Hann segir viðhorf bænda til þess að taka skepnur á hús hafi verið að breytast síðustu ár. „Eins og í nautgripum til dæmis. Menn eru þess vegna farnir að nota óeinangruð hús fyrir mjólkurkýr. Það sem gildir er að hafa góða loftræstingu og vera laus við trekk.“ Haraldur taldi hita í fjós- um hafa miðað frekar við þarfir bóndans en skepnanna. „Bara að bóndinn gæti verið á skyrtunni, þess vegna vildu menn hafa 16 stiga hita í fjósinu. En það fer ekkert betur með gripina nema síður sé,“ segir hann og bætir við að þótt mjólkurkýr séu nú komnar inn, sé alveg til í dæm- inu að þær séu settar út á fóðurkál og til viðrunar. „Það fer betur með skepnurnar. Nautgripum er líka víða gefið úti á skjólgóðum stöð- um fram undir áramót.“ - óká Loftslags- og viðhorfsbreytingar: Skepnur eru hafðar lengur úti SAUÐFÉ Hlýrra loftslag og breytt viðhorf til skepnuhalds valda því að húsdýr eru höfð lengur og meira úti við en tíðkaðist í búskap fyrir nokkrum árum síðan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Ávarpaði Norðurskautsráðstefnu að loknum fundi borgarmálaráðs R-listans í gær. Annars vegar örlög heimsins í veði, hins vegar örlög borgarstjórans í starfi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ■ ÁLFTANES OR KAUPIR VATNSVEITUNA Vatns- veitan á Álftanesi hefur verið seld Orkuveitunni í Reykjavík fyrir 125 milljónir króna. Bæjar- stjórn Álftaness samþykkti á fundi í síðustu viku að fela bæj- arstjóra sínum, Gunnari Vali Gíslasyni, að ljúka samningum um söluna. Orkuveitan tekur við rekstrinum um næstu áramót.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.