Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 4
4 9. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR VEÐURFAR Norðurskautið hlýnar sem aldrei fyrr, nær tvisvar sinn- um hraðar en aðrir hlutar jarðar- innar. Aukinn útblástur gróður- húsalofttegunda á svo eftir að valda enn meiri hlýnun, að því er fram kemur í nýrri alþjóðlegri rannsókn um 300 vísindamanna sem staðið hefur síðustu fjögur ár. Rannsóknarverkefni ACIA (Arctic Climate Impact Assess- ment) var formlega sett af stað árið 2000 á ráðherrafundi Norður- skautsráðsins í Point Barrow í Alaska. Áhrif hlýnunarinnar eru í skýrslu ACIA sögð verða mjög mikil. Til dæmis á sjávarborð eftir að hækka og eftir því sem íshellan yfir Norðurskautinu minnkar eykst hættan á að dýr á borð við ísbirni og sumar selateg- undir hreinlega deyi út. Þá geta göngur fiskistofna breyst, þorsk- stofninn í Grænlandshafi er sagð- ur geta eflst og göngur fiska á borð við makríl og túnfisk inn á hafsvæðið við Ísland gætu aukist. Í dag hefst í Reykjavík alþjóð- leg ráðstefna ACIA þar sem fjallað verður um loftslagsbreyt- ingarnar kringum Norðurheims- kautið og umhverfis- og félagsleg- ar afleiðingar þeirra. Ráðstefn- unni lýkur á föstudag. - óká Þúsund hermanna réðust inn í Falluja Bandarískir og íraskir hermenn brutu sér leið inn í Falluja í gær þegar þeir hófu stórsókn gegn vígamönnum í borginni. Harðir bardagar geisuðu fram eftir degi. Tugir vígamanna og nokkur fjöldi íbúa lést. ÍRAK, AFP Bandarískir og íraskir hermenn réðust til atlögu gegn vígamönnum í Falluja í gær. Meira en fjögur þúsund hermenn brutu sér leið inn í útjaðar borgar- innar þar sem þeir náðu tveimur brúm og helsta sjúkrahúsi borgar- innar næsta auðveldlega á sitt vald áður en þeir lentu í hörðum bardögum við vígamenn. Síðar um daginn náðu bandarískar her- sveitir lestarstöð borgarinnar á sitt vald. Stærstur hluti borgarbúa, allt að 80 til 90 prósent, er talinn hafa flúið borgina að undanförnu af ótta við bardagana. Bandaríkja- menn héldu uppi miklum loftárás- um og stórskotaliðssveitir þeirra létu sprengjum rigna yfir Falluja eftir að Iyad Allawi, forsætis- ráðherra Íraks, samþykkti árás- ina og setti út- göngubann í borg- inni. „Fólkið í Fall- uja hefur verið hneppt í gíslingu, líkt og fólkið í Samarra, og þið verðið að frelsa það,“ sagði Allawi þegar hann ávarpaði hermenn fyrir orrustuna um Falluja. „Ykk- ar starf er að handtaka morðingj- ana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það.“ Starfsmaður sjúkrahúss sagði að í það minnsta tólf hefðu látist og tuttugu látist í loftárásunum. Iyad Allawi sagði á blaðamanna- fundi að 38 vígamenn hefðu fallið í bardögum nærri sjúkrahúsinu og brúnum sem íraskir og banda- rískir hermenn náðu á sitt vald í gærmorgun. Þar hefðu einnig fjórir erlendir vígamenn verið handteknir. Um 20 þúsund bandarískum og íröskum hermönnum hefur verið safnað saman í nágrenni Falluja til að ganga á milli bols og höfuðs á vígamönnum. Bandaríkjaher áætlar að á milli tvö þúsund og 2.500 vígamenn séu í borginni og nágrenni hennar. Bandarískir hermenn bönnuðu öllum karlmönnum á aldrinum fimmtán til fimmtíu ára að fara inn í eða út úr Falluja og vöruðu við því að þeir sem væru á ferli ættu á hættu að verða skotnir. Konur og börn mega yfirgefa borgina en ekki snúa aftur fyrr en ró hefur verið komið á. Forsætisráðherra Íraks lokaði alþjóðaflugvellinum í Bagdad fyrir almennri umferð í tvo sólar- hringa vegna aðgerða í Falluja og lokaði landamærunum að Jórdan- íu og Sýrlandi fyrir öllum nema flutningabílum hlöðnum matvæl- um. Hann lýsti á sama tíma yfir útgöngubanni í Falluja og sagði að hver sá sem væri vopnaður yrði skotinn eða handtekinn. ■ VILL FERÐAFRELSI John Hinckley yngri, sem dvalið hefur á geð- sjúkrahúsum síðan hann reyndi að myrða Ronald Reagan þá- verandi Bandaríkjaforseta 1981, vill aukið frelsi til að heimsækja foreldra sína. Hann hefur mátt fara í styttri heimsóknir en vill nú fá rétt á fimm daga heimsókn- um aðra hvora viku. ■ BANDARÍKIN ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ SLÖKKVILIÐIÐ ■ EVRÓPA ,,„Ykkar starf er að handtaka morðingj- ana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það.“ Óttastu að kennarar fari aftur í verkfall á þriðjudaginn? Spurning dagsins í dag: Dugar afsökunarbeiðni Olíufélaganna? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 8,17% 91,83% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Einhverfa: NASA skoðar regnmann BANDARÍKIN, AP Vísindamenn á veg- um bandarísku geimvísindastofn- unarinnar, NASA, eru byrjaðir að rannsaka heilastarfsemi Kim Peek, einhverfs manns sem var fyrir- myndin að persónu Dustin Hoffman í myndinni Regnmaðurinn. Peek, sem nú er 53 ára, býr að snilligáfu á fimmtán sviðum, svo sem í landafræði, tölum og dagsetn- ingum, og að auki fer honum fram á þessum sviðum eftir því sem hann eldist. Hann er afar takmarkaður á öðrum sviðum, hann getur til dæm- is ekki klætt sig sjálfur og veit ekki hvar hlutir eru geymdir á heimili hans. Vísindamenn vona að tækni sem sýnir áhrif geimferða á heilann út- skýri heilastarfsemi Peek. ■ EKKI Í ÞJÓÐARATKVÆÐI Stjórn- völd í Tékklandi eiga ekki að bera stjórnarskrá Evrópusam- bandsins undir þjóðaratkvæði, sagði Vaclav Havel, fyrrum for- seti, í viðtali í vikublaðinu Repekt. Hann sagði stjórnar- skrána ólæsilega og spurningu um hvað fólk ætti að kjósa. RÁÐIST Á SKÓLA Sprengja var sprengd fyrir framan íslamskan skóla í Eindhoven í Hollandi, að því er talið er í mótmælaskyni við morðið á kvikmyndagerðar- manninum Theo van Gogh. Eng- inn slasaðist í árásinni. Einu sinni var ... Glæsileg útgáfa í nýrri þýðingu Sigrúnar Árnadóttur á tólf af þekktustu og vinsælustu ævintýrum H.C. Andersens: Prinsessan á bauninni, Þumalína, Staðfasti tindátinn, Ljóti andarunginn, Svínahirðirinn, Litla stelpan með eldspýturnar, Nýju fötin keisarans, Eldfærin, Snjókarlinn, Grenitréð, Hans klaufi og Villtu svanirnir. ÖLVUNARAKSTUR Í ÞINGEYJAR- SÝSLU Þrír ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar á Húsavík aðfaranótt sunnudags. Í einu til- vikanna þriggja velti ökumaður á fimmtugsaldri bíl sínum í Mý- vatnssveit. Hann var fluttur á sjúkrahús með áverka á baki og hálsi. Annar hinna var stöðvaður á Húsavík og hinn við Þórshöfn. ÁREKSTUR Í NARÐVÍK Allharður árekstur fólksbifreiðar og jeppa- bifreiðar varð á Reykjanesvegi í Njarðvík rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun.ÝEkki urðu slys á fólki. Flytja varð fólksbifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið, að sögn lögreglunnar í Keflavík. HLJÓMFLUTNINGSTÆKI TEKIN Til- kynnt var um innbrot í fimm bif- reiðar í eigu fyrirtækisins Njarð- taks í ReykjanesbæÝum hálf átta í gærmorgun. Hljómflutnings- tækjum var stolið úr bifreiðun- um.ÝEkki er vitað hver eða hverjir voru að verki og er málið í rannsókn lögreglunnar í Kefla- vík. Hafi einhver orðið manna- ferða var í námunda við bifreið- arnar óskar lögreglan eftir að- stoð. ÍS YFIR NORÐURSKAUTINU EFTIR 70 TIL 90 ÁR Í septembermánuði er ís hvað minnstur við Norðurskautið og hefur farið minnkandi síð- ustu ár. Hér að ofan getur að líta hvernig vísindamenn sjá fyrir sér að ástandið verði árin 2070 til 2090. Ytri línan markar ísjaðarinn eins og hann var í september árið 2002. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /C LI FF O R D G R AB H O R N A C IA 2 00 4 ELDUR Í BLAÐAGÁMI Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hálf þrjú leytið í gær til að slökkva eld í blaðagámi við Vall- argerði í Kópavogi. Engar skemmdir urðu nema á innihaldi gámsins. Slökkvistarf tók um tíu mínútur. Eldsupptök eru ókunn. DUSTIN HOFMAN NASA ætlar að rannsaka einhverfan mann sem var fyrirmynd Regnmannsins. SKOTIÐ Á BANDARÍKJAHER Vígamenn í Falluja beittu sprengjuvörpum og hríðskotarifflum gegn bandarískum hersveitum sem réðust inn í vesturhluta borgarinnar í gærmorgun og náðu tveimur brúm á sitt vald. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Skýrsla um hlýnun á norðurslóðum: Sjór hækkar og dýr í útrýmingarhættu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.