Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 8
SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti þjóðar- innar er andvígur þeirri ákvörðun meirihluta þingflokks Framsókn- arflokksins að neita Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni um setu í nefndum Alþingis, sam- kvæmt skoðanakönnun sem Frétta- blaðið lét framkvæma á laugardag. Tæp átján prósent þeirra sem tóku afstöðu voru fylgjandi þessari ákvörðun, en rúmlega 82 prósent andvíg. Svo til enginn munur var á af- stöðu kynjanna, en aðeins meiri munur er á afstöðu fólks á lands- byggðinni og á höfuðborgarsvæð- inu. Um 16 prósent svarenda á landsbyggðinni sögðust styðja ákvörðun meirihluta þingflokksins samanborið við tæp 19 prósent höfuðborgarbúa. Ef einungis er litið til þeirra sem sögðust styðja Framsóknar- flokkinn er afstaðan ekki eins af- dráttarlaus. Tæp 49 prósent fram- sóknarmanna sögðust styðja ákvörðun meirihluta þingflokksins en um 51 prósent voru því andvíg. Þó verður að setja þann fyrirvara á að stuðningsmenn Framsóknar- flokksins í könnuninni eru of fáir til að meta afstöðu flokksmanna. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Spurt var: Styður þú ákvörðun meirihluta þingflokks Framsóknarflokksins um að neita Kristni H. Gunnarssyni alþingis- manni um setu í nefndum Alþingis? Svarhlutfallið var 74,5 prósent. - ss 8 9. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Breytingar á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur: Skila borgarsjóði 28 milljónum LEIKSKÓLAR Hækkun leikskóla- gjalda til námsmanna þar sem annað foreldra er í námi, færir borgarsjóði 28 milljónir króna. „Þetta er ekki spurning um peninga,“ sagði Þorlákur Björns- son formaður leikskólaráðs um þessa tillögu um breytingu á gjaldskrá Leikskóla Reykjavík- ur, sem ráðið hefur samþykkt og bíður afgreiðslu borgarráðs. Samkvæmt tillögunni munu foreldrar, þar sem einungis annað er í námi, greiða 31.330 krónur á mánuði í stað 22.200 eins og nú er. Gjald fyrir börn, þar sem ann- að foreldrið er öryrki, mun hins vegar lækka úr 22.200 krónum í 16.120. Þorlákur sagði að áður fyrr hefði Lánasjóður íslenskra námsmanna verið með fram- færslu námsmanna tekjutengda við maka. „Þegar makinn var kominn upp í ákveðnar tekjur, þá rýrði það framfærslu námsmannsins. Þá var komið til móts við þá með því að stofna ákveðinn gjald- flokk hjá Leikskólum Reykja- víkur, sem veitti þessum náms- mönnum ákveðinn afslátt. Nú, þegar LÍN er hættur að tekjutengja framfærslulánin við tekjur maka og námsmaðurinn fær fulla framfærslu, þá finnst okkur óeðlilegt að þessi sértæki afsláttur sé áfram við lýði, því forsendurnar hafa breyst.“ - jss SVONA ERUM VIÐ VERÐMÆTI ELDSNEYTIS OG SMUR- OLÍU SEM ER FLUTT INN Í LANDIÐ. – hefur þú séð DV í dag? Gjaldkeri Samhjálpar datt í það og drakk út líknar- sjóðinn 5 690691 2000 08 Lífsreynslus agan • He ilsa • • M atur • Kro ssgátur 44. tbl. 66. árg., 9. nóv ember 2004. Aðeins 599 kr. Persónuleikapróf Þykir þér gaman að vera í sviðsljósinu? Tíska Intercoiffure Smart kjólar! skoðið nýjustu tísku í úttekt Vikunnar Fyrir og eftir Sama konan í 4 útfærslum Vilja fæða á Skaganum Fitan rann af þeim! Ótrúlegur árangur tveggja ungra kvenna í baráttunni við aukakílóin Nútímakvenhetjan Bridget Jones! Minnið versnar við streitu Vetrarlína 00 Vikan44. tbl.'04-1 29.10.2004 12:10 Pag e 1 ný og fersk í hverri viku Aðeins 599 kr. Náðu í eintak á næsta sölustað GJALDFLOKKUR FELLDUR BROTT Sérstakur gjaldflokkur hjá Leikskólum Reykjavíkur verður felldur brott, ef tillaga þar að lút- andi verður samþykkt. STJÓRNMÁL Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknar- flokksins fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Hann segir að ekki sé hægt að leggja út af skoðunum Framsókn- armanna einna en þeir voru nán- ast klofnir í tvo jafnstóra hópa í könnuninni í afstöðu sinni til rétt- mætis stöðusviptingar Kristins í þingflokknum, til þess séu þeir of fáir: „Miðað við heildarniðurstöð- una er þetta mjög svipað og ég vænti. Á kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi kom líka skýrt fram að menn vildu ekki svona aðferð“, segir Kristinn H. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins er sammála Kristni um að niður- staðan komi ekki á óvart. „Þetta var mjög alvarleg ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson kynnti sjónarmið sín mjög einhliða. Á sama tíma höfum við ekki viljað ræða opinberlega það sem gerst hefur innan þingflokksins.“ Hjálmar kynnti þingflokknum í gær samþykkt kjördæmisráðs- ins þar sem hvatt var til þess að ágreiningur innan þingflokksins yrði leystur. Kristinn H. segist túlka samþykktina á þá vegu að ráðið vilji að báðir þingmenn kjör- dæmisins hafi „pólitíska vigt“ eins og hann kallar það. „Það stendur upp á þingflokkinn að vinna úr þessari afstöðu kjör- dæmisráðsins. Ég er ánægður með stuðning við mig en ekki síður ánægður með að samstaða náðist, því ef greidd hefðu verið atkvæði hefði einhver tapað“, seg- ir Kristinn og segist ekki í vafa um að hafa haft betur ef atkvæði hefðu verið látin ráða um ályktun. Magnús Stefánsson, þingmað- ur framsóknar í Norðvesturkjör- dæmi leggur áherslu á að kjör- dæmisráðið leggi það ekki aðeins á herðar þingflokksins heldur einnig Kristins H. að líta í eigin barm. Um þau orð Kristins að þess sé óskað í kjördæminu að báðir þingmenn hafi pólitíska vigt segir Magnús að þetta sé almennt sjónarmið. „Það verður farið yfir þetta. Það þarf að byggja upp traust að nýju.“ a.snaevarr@frettabladid.is Kristinn fagnar niðurstöðunum Kristinn H. Gunnarsson túlkar könnun Fréttablaðsins sem „yfirgnæfandi stuðning“. Formaður þingflokksins segir könnunina endurspegla að Kristinn hafi kynnt málið mjög einhliða en forysta flokksins haldið sér til hlés. ÞINGFLOKKUR FRAMSÓKNAR Á FUNDI Í GÆR „Það stendur upp á þingflokkinn að vinna úr þessari afstöðu kjördæmisráðsins“ segir Kristinn H. Gunnarsson Skoðanakönnun Fréttablaðsins: Flestir vilja Kristinn í nefndir Andvíg: 82,4% Andvíg: 51,1% Fylgjandi: 48,9% Fylgjandi: 17,6% Stuðningsmenn Framsóknarflokksins:Allir: Á KRISTINN H. GUNNARSSON AÐ SITJA Í NEFNDUM ALÞINGIS? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Janúar-september 2003: 12.357,7 September 2003: 2,346,7 Janúar- september 2004: 16.406,2 September 2004: 1.909,1* *Í milljónum króna. Heimild: Hagstofa Íslands

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.